Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Ásgeir Ólafsson orkutæknifræðingur, sem í dag er 35 ára gam-all, hyggst flytja búferlum um helgina og ætlar að eyða af-mælisdeginum í málningarvinnu í nýju íbúðinni. Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að fjölskyldunni verði boðið í kaffi en þannig hafi hann að jafnaði haldið upp á afmælið undanfarin ár. Ásgeir er með meistarapróf í fasteignastjórnun og var ráðinn verkefnastjóri Skátasambands Reykjavíkur fyrr á árinu en hann hefur starfað innan skátahreyfingarinnar í fjölda ára. „Þetta er mjög umfangsmikið starf, allt frá því að hugsa um skátafélög Reykjavíkur, þeirra eignir og eignir Skátasambandsins, upp í það leigja hoppkastala. Þetta er mjög fjölbreytt starf og gefandi,“ segir afmælisbarnið. Ásgeir segir mikinn kraft í skátahreyfingunni um þessar mundir en hún fagnar hundrað ára afmæli í ár. Hann segir kapp lagt á það þessa dagana að fá fólk á öllum aldri í skátana, bæði til að byggja upp baklandið fyrir yngri kynslóðina, en svo sé skáta- starfið líka fyrir fólk á öllum aldri. Auk skátastarfsins spilar söngurinn stórt hlutverk í lífi Ásgeirs. „Ég er í kór, Vocal Project, sem tekur mikinn tíma. Poppkór Ís- lands, eins og hann er kallaður,“ segir Ásgeir en kórinn æfir nú af fullum mætti fyrir fyrirhugaða jólatónleika, sem verða e.t.v. fremur óhefðbundnir. „Þetta verða svona popp og rokk jólalög í skemmti- legum útsetningum, ekki þessi klassísku jólalög,“ segir hann og not- ar tækifærið til að auglýsa eftir áhugasömum bössum og tenórum. holmfridur@mbl.is Ásgeir Ólafsson er 35 ára í dag Skáti Ásgeir segir mikinn kraft í hreyfingunni um þessar mundir. Æfir fyrir popp og rokk jólatónleika Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Ellen Día fæddist 10. janúar kl. 1.18. Hún vó 3.315 g og var 48,5 cm löng. Mæður hennar eru Díana Dögg Hreinsdóttir og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir. Nýr borgari B jarni fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hann var í Barna- skóla Vestmannaeyja, lauk vélstjóraprófi 1956, stýrimannaprófi 1958, bóklegu flug- prófi 1965, fiskmatsprófi 1971, at- vinnuflugmannsprófi 1972, lauk verslunarprófi frá öldungadeild Framhaldsskólans í Eyjum 1975 og öðlaðist flugkennararéttindi 1982. Þá sótti hann námskeið í kertagerð í Danmörku 1984. Sextán ára kokkur á síld Bjarni hóf störf við frystihús í Eyj- um er hann var ellefu ára, fór kokkur á síld sextán ára, var síðan háseti, skipstjóri en lengst af vélstjóri á fjölda báta frá Vestmannaeyjum. Er Bjarni kom í land 1962 hóf hann störf hjá Vinnslustöðinni. Bjarni eignaðist tveggja sæta Cessnu 150 árið 1969. Hann festi kaup á fjögurra sæta flugvél 1973 og starfrækti flugfélagið Eyjaflug á ár- unum 1973-83. Þá hóf hann aftur störf hjá Vinnslustöðinni og starfaði síðan hjá frystihúsinu Eyjabergi. Bjarni Jónasson, skipstjóri og flugmaður í Eyjum – 75 ára Þriðji stúdentinn Bjarni og Jórunn Þorgerður, ásamt Jónasi, Valgerði og Bergþóri, sem þá var nýstúdent. Útvarpsstjóri í Eyjum Flugmaður með stæl Bjarni starfrækti flugfélagið Eyjaflug á árunum 1973-83. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Bjöllutímarnir hjà Hilmari eru meirihàttar. Mjög fagmannlegir, skemmtilegir og fjölbreyttir. Bjöllurnar eru nákvæmlega það sem ég var að leita að til að koma mér í frábært form. Veggsport hefur upp á allt að bjóða sem èg þarf. Lárus Ómarsson Styrkir alla vöðva líkamans Frábært nýtt æfingarform sem þjálfar þol, styrk og liðleika, allt í senn. Ketilbjöllur gætu verið málið fyrir þig Frír prufurtími Ketilbjöllutímar þri. og fim., kl 12.00 og 17.15 lau., kl. 10.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.