Morgunblaðið - 04.10.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 04.10.2012, Síða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Jón Ásbjörnsson fisk- útflytjandi er látinn, tæplega 74 ára að aldri. Hann fæddist þann 30. nóvember árið 1938 í Reykjavík en for- eldrar hans voru þau Ásbjörn Jóhannes Jónsson og Kristrún Jónsdóttir. Jón hlaut versl- unarskólapróf frá Verslunarskólanum en fór síðar í Íþróttaskól- ann við Laugavatn. Hann vann sem íþróttakennari við Sjómannaskólann og Ármúlaskóla frá 1961 til 1977. Þá hóf hann eigin rekstur við fisk- vinnslu og útflutning. Hann stofnaði Fisk- kaup hf. árið 1983 ásamt fjölskyldu sinni en Jón og faðir hans höfðu um fjölda ára rekið fiskbúð og grá- sleppuverkun í Reykjavík. Jón kvæntist Höllu Daníelsdóttur árið 1959 og eignuðust þau börnin Ásbjörn og Ás- dísi. Þau skildu síðar. Þá átti Jón soninn Birgi Jóhannes með Herdísi Birgisdóttur. Árið 2005 giftist Jón Hugrúnu Auði Jónsdóttur. Þau slitu sam- vistum um síðustu áramót. Andlát Jón Ásbjörnsson Hækkun gistináttaskatts úr 7% í 25% var mikið í umræðunni á ferða- kaupstefnunni Vestnorden sem lauk í Hörpu í gær. Í tilkynningu frá að- standendum kaupstefnunnar segir að ferðaþjónustuaðilar hafi áhyggur af því að draga muni úr komum ferðamanna til landsins og að sam- keppnishæfi Íslands verði skaðað. „Hækkunin hefur valdið miklum áhyggjum hjá erlendum ferðaskrif- stofueigendum sem hafa selt ferðir hingað til lands síðastliðin ár. Þeir telja hækkunina mjög vanhugsaða og geti hamlað framþróun í ferða- þjónustu á komandi árum. Þessi skattahækkun á gistingu getur sett þá miklu uppbyggingu ferðaþjónust- unnar síðastliðin ár í voða og rýrt þann tekjustofn,“ segir í tilkynning- unni og að þeir telji að mikið sóknar- færi sé í ferðaþjónustu á komandi árum og því galið að leggja uppbygg- inguna í hættu með svona aðgerð. Skattahækkun galin aðgerð Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 15% afsláttur af út vikuna Ný sending Næg bílastæði http://www.lifstykkjabudin.is/ Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með 25 ár á Íslandi GLÆSILEGUR HAUSTFATNAÐUR SKOÐIÐ SÝNISHO RNIN Á LAXDA L.IS/ ANTWER PEN Laugavegi 63 • S: 551 4422 VERTU VINUR Á FACEBOOK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.