Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Heimir Snær Guðmundsson heimir@mbl.is Milli 300 og 400 milljónir króna þarf til að ljúka við nýtt safnahús undir Lækningaminjasafnið á Seltjarn- arnesi ef ljúka á framkvæmdum í samræmi við upphaflegar teikn- ingar. Árið 2007 gerðu Seltjarnar- nesbær, menntamálaráðuneytið, Læknafélag Íslands og Þjóðminja- safnið með sér samning um stofn- kostnað, byggingu og rekstur hús- næðis fyrir lækningaminjasafn og menningartengda starfsemi. Sam- kvæmt samningi ber Seltjarnar- nesbær ábyrgð á öllum kostn- aðarþáttum vegna framkvæmdarinnar. Heildarkostnaður við safnbygg- inguna var áætlaður um 345 millj- ónir króna og skiptist sá kostnaður niður á Læknafélag Íslands, Lækna- félag Reykjavíkur, mennta- málaráðuneytið og Seltjarnarnesbæ. Framlög samningsaðila hafa dugað til að koma byggingunni í það horf sem hún er í núna. Í samningnum segir að safnbyggingin, samtals 1.266 fm að stærð, eigi að vera fullfrágengin eigi síðar en 1. sept- ember 2009. Byggingin fokheld Samkvæmt upplýsingum frá Frið- riki Friðrikssyni, formanni stjórnar Lækningaminjasafnsins, er bygg- ingin fokheld og henni hefur verið lokað. Ekki er hætta á skemmdum á byggingunni. Aðspurð um framtíð hússins segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, að viðræður við menntamálaráðuneytið standi yf- ir. Hún segir ljóst að sveitarfélagið eitt og sér muni ekki geta klárað framkvæmdina. „Allir aðilar hafa lagt fram sinn hluta. Við höfum verið í viðræðum við ráðuneytið síðastliðin þrjú ár um að koma inn í verkefnið til að geta klárað það,“ segir Ásgerður og bætir við að viðræðurnar felist einnig í að fara yfir rekstrarsamninga. Spurð hvort til greina komi að breyta tilgangi hússins eða áætl- unum um framkvæmdir til að draga úr kostnaði segir Ásgerður að allir þættir málsins séu skoðaðir. „Þetta er fyrst og fremst lækn- ingaminjasafn og þess vegna komu læknafélögin í þetta með okkur, eng- in ákvörðun hefur verið tekin um annað. Ráðgjafar hafa bent á að breyta megi upphaflegum áætlunum og þar með minnka kostnað. Við er- um að skoða málið með ráðuneytinu og leita leiða,“ segir Ásgerður. Í viðræðunum segir Ásgerður að mismunandi kostnaðaráætlanir hafi verið settar fram sem geri ráð fyrir mismunandi forsendum. „Við höfum viljað sjá ríkið taka þátt í kostnaðar- aukningunni til jafns við okkur,“ segir Ásgerður. Töluverðir fjármunir „Ríkið hefur lagt töluverða fjár- muni í þetta verkefni og hefur staðið við sína samninga. Bæjaryfirvöld leituðu til mín með formlegum hætti nú í ár og viðræður standa yfir,“ seg- ir Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra. „Seltjarnarnesbær fer af stað með verkefnið með læknafélögunum og þessir aðilar eiga frumkvæðið að framkvæmdinni. Það er ljóst að upp- haflegar áætlanir þeirra stóðust ekki. Við höfum sagt að í ljósi þeirra fjármuna sem ríkið hefur lagt í verk- efnið og hversu verðugt það er séum við tilbúin að fara yfir málið með bæjaryfirvöldum og skoða lausnir,“ segir Katrín. Morgunblaðið/Styrmir Kári Minjar Safnhúsið er risið en er hins vegar aðeins fokhelt. Gengið hefur verið frá húsinu og því er ekki hætta á skemmdum. Fé skortir til að ljúka við hús undir lækningaminjasafn  Vantar 300 til 400 milljónir króna  Átti að kosta 345 milljónir kr. og vera fullfrágengið 1. september 2009  Bæjarstjórinn óskar eftir aðstoð frá ríkinu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ummæli sem höfð voru eftir þingmanninum Þór Saari og birt í frétt DV dauð og ómerk. Þór var ekki gerð refsing en hann þarf að greiða Ragnari Árnasyni 300 þús- und krónur í miskabætur, 800 þús- und krónur í málskostnað og 76.898 krónur til að kosta birtingu dóms- ins í DV og Morgunblaðinu. Umrædd ummæli, „Ragnar Árna- son hefur verið á launum hjá LÍU í áratugi“, birtust í DV 7.-8. sept- ember 2011. Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi verið til- hæfulaus, óviðurkvæmileg og æru- meiðandi í því samhengi sem þau voru birt. Þau hafi verið móðgandi og meiðandi fyrir Ragnar. Ekki náðist í Þór í gær vegna málsins. Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði Dæmdur Þingmaðurinn Þór Saari. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að kjararáði hefði borið að skerða laun Más Guðmundssonar, seðlabanka- stjóra, á árinu 2009. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í lok júní 2009 og hóf störf í ágústmánuði sama ár. Á sama tíma samþykkti Alþingi lög sem felldu ákvörðun um laun seðla- bankastjóra undir kjararáð, og að dagvinnukaup stjórnenda rík- isstofnana mætti ekki vera hærra en föst laun forsætisráðherra. Mán- aðarlaun Más lækkuðu síðan úr 1,6 milljónum króna í 1,3 milljónir króna eftir ákvörðun kjararáðs. Már höfðaði mál og krafðist þess að ákvörðun kjararáðs yrði ógilt. Reisti hann kröfu sína á því að skort hefði lagaheimild fyrir því að skerða laun og starfskjör hans eftir skipun hans í embætti. Héraðsdómur taldi hins vegar, að ekki væri í gildi almenn meginregla þess efnis að óheimilt væri að skerða laun og starfskjör embættis- manna á skipunartíma þeirra. Í máli seðlabankastjóra hefði kjar- aráði borið að lækka laun hans og breytingin tæki gildi strax. Seðlabankinn sýkn- aður af kröfu Más Már Guðmundsson. Jóhanna Sigurð- ardóttir, for- sætisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, á sjötíu ára afmæli í dag. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðu- neytinu verður hún að heiman á afmælinu. Jóhanna sat ríkisráðsfund á Bessastöðum á mánudaginn og stýrði ríkisstjórnarfundi í fyrradag. Hún var ekki við vinnu í gær og fengust ekki upplýsingar úr ráðu- neytinu um hvernig hún ætlaði að verja afmælisdeginum. Jóhanna lýsti því yfir í síðustu viku að hún myndi hætta í stjórnmálum í lok þessa kjörtímabils og myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem for- maður Samfylkingarinnar. Hún hefur verið alþingismaður í 34 ár. Jóhanna verður að heiman á sjötugs- afmælinu í dag Jóhanna Sigurðardóttir Við höfum sameinað starfsemi okkar á einn stað að Skemmuvegi 48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.