Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Dómari rekinn fyrir leti 2. 3,2 stiga skjálfti í Kötlu 3. Bóndi étinn af eigin svínum 4. Frekar á stofnun en til Íslands »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hvanndalsbræður hefja 10 ára af- mælistónleikaröð sína, Hrútleiðin- legir í 10 ár, í Miðgarði, Skagafirði, laugardagskvöldið 6. október. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 og verður á þeim farið yfir sögu hljómsveitar- innar í máli, myndum og tónum. Hrútleiðinlegir Hvanndalsbræður  Trommuhátíðin Trommarinn verð- ur haldin í fjórða sinn 6. október nk. kl. 13-18, í sal FÍH í Rauðagerði 27. Hljóðfæra- húsið/Tónabúðin, Rín og Tónastöðin verða með það nýjasta til sýnis úr slagverks- og trommuheimum og vel valin, gömul trommusett verða einnig sýnd. Þá munu margir færustu trommuleik- arar landsins leika listir sínar. Heið- ursverðlaun verða veitt fyrir ævistarf og falla þau að þessu sinni í hlut Péturs Östlund. Gestgjafi og kynnir er Jónatan Garðarsson. Trommuhátíð haldin í fjórða sinn í sal FÍH  Reggísveitin Ojba Rasta heldur út- gáfutónleika í Iðnó í kvöld kl. 22 vegna nýútkominnar breiðskífu sinnar sem ber nafn hljómsveit- arinnar. Platan verður leikin í heild sem og óútgefin lög og lag- ið „Í ljósaskipt- unum“ verður frumflutt. Ojba Rasta fagnar Ojba Rasta í Iðnó Á föstudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en gengur í suðvestan 5-8 m/s og þykknar upp vestan til á landinu síðdegis. Hiti 3 til 10 stig, mildast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-10 m/s, skýjað að mestu og stöku skúrir eða él norðan og austan til, en yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti 0-7 stig norðanlands en 3-10 stig syðra. VEÐUR Mario Balotelli tryggði Eng- landsmeisturum Manchest- er City jafntefli, 1:1, gegn Þýskalandsmeisturum Borussia Dortmund í Meist- aradeild Evrópu í gærkvöldi. Dortmund var betri aðilinn en Joe Hart fór gjörsamlega á kostum í marki Man. City. Arsenal vann Olympiakos á heimavelli og Cristiano Ronaldo skoraði 18. þrenn- una fyrir Real Madrid í sigri á Ajax á útivelli. »1 Man. City slapp með skrekkinn „Það eru flestir sammála um að Dominos-deildin, úrvalsdeild karla, verði jafnari í ár en í fyrra. Mann- skapur flestra liða er áþekkur á papp- ír og ekkert lið með áskrift að stig- um. Á síðasta tímabili voru andstæðir pólar; Grindavík og Valur. Það lítur hinsvegar út fyrir að slíkar íshellur muni ekki ná fótfestu í ár sökum loftslagsbreytinga 3+2- reglunnar,“ segir Kristinn Friðriksson í annarri yfirlitsgrein sinni um liðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. »2 Ekkert lið með áskrift að stigum í körfunni Íslandsmótið í körfuknattleik kvenna hófst í gærkvöldi þegar heil umferð fór fram í Dominos-deildinni. Snæfell og Valur, sem spáð var 2. og 3. sæti, mættust á Hlíðarenda. Þar hafði Snæfell betur en liðið fer mjög vel af stað í haust. Keflavík, KR og Njarðvík unnu einnig sína leiki en Njarðvík er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. »4 Konurnar í Snæfelli fara vel af stað í haust ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Átakinu hefur verið mjög vel tekið sem sýnir sig best í fjölda skóla sem eru með í verkefninu,“ segir Auður Rán Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO, um Lestrarhátíð í Reykjavík. Hátíðin er nú haldin í fyrsta sinn og verður skipulögð dagskrá út mánuðinn. Bókin Vögguvísa eftir Elías Mar er í brennidepli og „Orð- ið er frjálst“ er yfirskriftin. Bókin kom fyrst út árið 1950 en bóka- forlagið Lesstofan hefur nú gefið hana út á ný. Auður Rán segir að fólk sé þegar byrjað að senda inn slangur (lestr- arhatid.is), fjölmargar bókmennta- göngur í Reykjavík hafi verið skipu- lagðar fyrir skóla og a.m.k. tvær fyrir almenning og í næstu viku verði fyrsta bókmenntamerkingin afhjúpuð þar sem Langibar stóð á milli Aðalstrætis 6 og Aðalstrætis 8, en barinn kemur við sögu í Vögguvísu. Skáldabekkir „Þetta er fyrsta merkingin af mörgum sem bókmenntaborgin set- ur upp úti um alla borg til þess að minnast höfunda eða bókmennta- verka sem voru skrifuð á ákveðnum stöðum,“ segir Auður Rán og bætir við að jafnframt verði hægt að skanna qr-kóða á sérstökum skálda- bekkjum og hlusta á upplýsingar um höfunda og upplestur skálda. Bókin sé til umfjöllunar í les- hringjum og í öllu skólakerfinu frá leikskóla upp í háskóla og meðal annars verði lestrarmaraþon fram- haldsskólanema í Borgarbókasafn- inu 26. til 27. október. „Um 400 til 500 nem- endur í unglingadeildum skóla í borginni lesa bók- ina í október,“ segir Auður Rán. Ágústa Ragnarsdóttir, íslenskukennari í Haga- skóla, segir að skólinn hafi fengið eitt bekkjarsett af Vögguvísu og bókin verði lesin á einni viku. „Vikuna 15. til 19. október verður svo lestrarvika í Vesturbænum,“ segir hún og leggur áherslu á mikilvægi lesturs í skóla- starfinu. Lestrarhestar leynast víða  Lestrarhátíðin í Reykjavík fer vel af stað og margt á döfinni út mánuðinn Morgunblaðið/RAX Bókalestur Íslenskutímar í Hagaskóla hefjast á frjálsum bókalestri og í gær létu nemendur í 8. bekk fara vel um sig á dýnum og púðum í skólastofunni. Nemendur við unglinga- deildina í Klébergsskóla unnu verkefni tengt Vöggu- vísu. Þeir fengu nokkrar vís- bendingar um það hvað bókin fjallar um, án þess að hafa lesið hana, og spáðu svo um söguþráðinn út frá þeim. Hugmyndirnar voru af ýmsu tagi. „Nóvemberkvöld árið 1950. Faðirinn er dauða- drukkinn á sófanum með sígar- ettustubb í vinstri hendi og brennivínsflösku í hinni…“ Hugmyndir af ýmsu tagi VÖGGUVÍSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.