Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 24
Súlurit 2:Almannatryggingjar og fræðslumál sem hlutfall af fjárlögum 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 Stjórnmálamenn virðast óttast breyt- ingar og eru íhalds- menn í eðli sínu, sem getur verið ágætt ef það eðli snýst ekki í aft- urhald. Það sýndi sig einna best með laga- frumvörpum um sölu bjórs hversu íhalds- samir stjórnmálamenn eru. Það var í lagi að fólk yrði ofurölvi af vodkadrykkju vegna þess að ástandið var með því móti, engin breyting. Það gilti öðru þegar kom að sölu bjórs. Til að leyfa sölu á bjór þurftu að koma til breyt- ingar. Í áratugi vildu þingmenn ekki breyta þáverandi ástandi og heimila sölu bjórs á Íslandi. Svavar Gestsson taldi þá breytingu að heimila sölu bjórs ekki heillavænlega vegna þess að þá kæmi fljótlega til önnur breyt- ing, bjór yrði seldur í almennum verslunum. Ein breyting var of mikið, hvað þá tvær. Það sama virðist eiga við um út- gjöld ríkisins þeim er skipt með svip- uðum hætti sama hver er við stjórn, litlu er breytt. Nú er við völd, sam- kvæmt einhverjum skilgreiningum, norræn velferðarstjórn og áður var við völd frjálshyggjustjórn. Lítið sem ekkert breytist varðandi útgjöld rík- isins. Þingmenn eru ávallt að eyða tíma sínum í þann óþarfa að rífast um hvernig kökunni sé skipt. Kjósendur virðast halda að henni sé skipt misjafnlega eft- ir því hver er við stjórn landsins. Jafnvel er tal- ið að sumir skipti kök- unni betur en aðrir. Ný- lega var viðtal við konu sem vinnur hjá hjálp- arstofnun og hún sagði þá sem hefðu haft það slæmt fyrir kreppu hafa það enn verra nú. Þetta kom manni á óvart. Ég hélt að norræna velferð- arstjórnin hefði umbylt kerfinu frá því sem það var þegar frjálshyggjustjórnin var við völd. Ég taldi að eitthvað hefði breyst. Eftir að hafa heyrt þetta viðtal við fyrrnefnda konu ákvað ég að skoða hvort einhver breyting hefði orðið. Ég taldi rétt að skoða hvert hlutfall útgjalda væri varðandi hin svokölluðu mjúku mál. Hversu stórt hlutfall færi af heildarkökunni í barnabætur, vaxtabætur, almannatryggingar og útgjöld til fræðslumála samkvæmt fjárlögum. Með hjálp Datamarket (gögn sem súlurit eru byggð á eru frá Datamarket) þá var þetta ekki mjög erfitt. Sjá súlurit 1. Eins og sést af súluritinu er ekki mikill munur á barnabótum milli ára, hlutfallið virðist þó hæst þegar stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks er við völd og einna lægst á þessu ári. Sama á við um vaxtabætur, hlutfallið er svipað fyrir utan árin 2011 og 2012 sem virðast vera und- antekning en þá hlutfallið töluvert hærra en almennt gerist en svo virð- ist samkvæmt frumvarpi fyrir árið 2013 vera stefnt í það norm sem gilt hefur. Súlurit 2. Þar blasir það sama við, útgjöld vegna almannatrygginga og fræðslu- mála eru nánast fasti. Það sama á við um fleiri þætti fjárlaga, þeir virðast vera meira og minna mjög svipaðir ár eftir ár. Ekki virðist vera mikill ágrein- ingur um einn stærsta lið landsmála, þ.e. hvernig kökunni er skipt og stjórnmálamenn virðast almennt vera íhaldsmenn þegar kemur að því. Er þá ekki hægt að einfalda kerfið og ákveða fjárlög til nokkurra ára í senn svo þingmenn þurfi ekki að rífast um það sem þeir eru í grunninn sammála um. Það eru fordæmi fyrir þessu í stórum útgjaldaliðum eins og búvöru- samningum sem eru gerðir til nokk- urra ára. Með þessu móti væri hægt að spara töluvert í opinberum út- gjöldum og meðal annars fækka þing- mönnum. Að vísu þyrfti að breyta stjórnarskránni og færa hana til nú- tímahorfs svo líklega verður þetta aldrei að veruleika þar sem breyt- ingar virðast vera hættulegar. Að lok- um má spyrja hvort er það velferð eða frjálshyggja að skipta kökunni með þeim hætti sem raun ber vitni? Norræn velferðarstjórn vs. frjálshyggjustjórn Eftir Berg Hauksson »Er þá ekki hægt að einfalda kerfið og ákveða fjárlög til nokkurra ára í senn svo þingmenn þurfi ekki að rífast um það sem þeir eru í grunn- inn sammála um. Bergur Hauksson Höfundur er lög- og viðskiptafræðingur. Súlurit 1: Barnabætur og vaxtabætur sem hlufall af fjárlögum 4,0% 3,5% 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 Barnabætur Vaxtabætur 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Auðlindir landsins eru mjög margar eins og alkunna er. Þær mikilvægustu felast í hafsvæðinu við landið og hins vegar vatn til margvíslegrar neyslu og notkunar, vatnsorka (fallorka) – og hitaorka úr iðrum jarðar hvoru- tveggja til rafmagns- framleiðslu. Auk þess má nefna náttúru og umhverfi lands- ins. Á árum áður var náttúruvernd skilgreind sem skynsmleg nýting náttúrunnar. Á seinni tímum er krafan um sjálfbæran rekstur of- arlega á baugi ásamt umhverf- isvernd. Lög og reglur um auðlindir Um nýtingu auðlinda hafa oftast verið sett lög og reglur sem mæla fyrir um fyrirkomulag og meðferð auðlindanna. Þannig hefur verið sett hámark á nýtingu t.d. sjávarfiska byggt á rannsóknum Hafrannsókn- arstofnunar. Annað dæmi má nefna varðandi virkjunarmálefni. Alþingi hefur sett lög um einstakar virkjanir fallorku Landsvirkjunar á hálendi landsins. Þá má nefna leyfisveit- ingar um ýmsar framkvæmdir á sviði auðlindanýtingar. Rammaáætlunin Um þessar mundir fjallar umræð- an um virkjunaráætlanir á orku í vatnsföllum og jarðvarma og deila menn hart um þetta efni. Það er sem fyrr að Alþingi þarf að taka ákvörð- un um svokallaða rammaáæltun, eins og kunnugt er. Ábyrg stefna auðlindanýtingar hvað varðar fallorkuvirkjun og ýmis önnur nýting- arform er nauðsynleg vegna þess að hver stór framkvæmd snertir svo mörg önnur svið auð- linda sem verður að taka tillit til að ein- hverju leyti eða alveg að fullu við frágang málsins. Þjórsá öflugasta vatnasvæði landsins Fyrrnefnd rammaáæltun snýst m.a. um virkjun Þjórsár í byggð sem vilji er til að sett verði í biðstöðu. Röskun á vatnakerfum varðar mörg lög eins og ákvæði um eignarrétt í stjórnarskrá, vatnalögin, lög um náttúruvernd og lög um lax- og sil- ungsveiði. Fróðlegt er í þessu sam- bandi að skoða mál Þjórsár. Þjórsá ásamt þverám sínum er öflugasta vatnsorkusvæði landsins og talin á sínum tíma geta skilað um 30% af heildarorku landsins (Sigurjón Rist 1968.) Í sömu heimild sem hér um ræðir setur Sigurjón upp tugþraut- arkeppni með öflugustu ám landsins og þar sigrar Þjórsá, að sjálfsögðu. Hlífum neðri hluta Þjórsár Segja má að orkumál Þjórsár hafi verið á dagskrá allt frá því að Al- þingi heimilaði með lögum Lands- virkjun 1965 virkjun við Búrfell með tilheyrandi framkvæmdum ofar í vatnakerfi Þjórsár á hálendinu. Síð- an hafa bæst við fleiri orkuver á svæðinu. Víst eru allar horfur á að flestir virkjunarkostir Þjórsár á há- lendinu verði nýttir á næstu árum. Er þá ekki nóg að gert þó ekki sé farið niður í byggðina og ánni þar og umhverfi hennar breytt í manngerða ásýnd með stíflum og öðrum virkj- unarmannvirkjum og lífríkinu stefnt í voða, að dómi margra. Sumir myndu því spyrja; ber nauðsyn til að þurrausa ársvæðið hvað þetta snert- ir? Vissulega má heimfæra takmörk- un á fullnýtingu Þjórsár á landið í heild. Til viðbótar fyrirhuguðum fram- kvæmdum í neðri hluta Þjórsár ber- ast nú fréttir um að hið sama sé í undirbúningi af hálfu Landsvirkj- unar í Stóru-Laxá í Hreppum. Síðan verður líklega haldið áfram á þessari braut að fara í fleiri laxveiðiár nema spyrnt verði við fæti. Spillum ekki náttúruperlum Ferðaþjónustan fer ört vaxandi hér á landi og farið er að gæta ótta um að landið sem auðlind sé komið að þolmörkum víða. Þannig eru helstu perlur landsins í þessu efni komnar í sviðsljósið hvað snertir of- nýtingu. Sé raunin þessi er um óá- byrga auðlindastefnu að ræða og óviðunandi ástand komið. Grípa þarf inn í og setja í gagnið aðgerðir sem tryggja að ekki verði spillt þessum náttúruauðlindum. Ábyrg auðlindanýtingarstefna Eftir Einar Hannesson » Flestir virkjunar- kostir á Þjórsá á há- lendinu nýttir á næstu árum. Þarf að virkja ána niðri í byggð? Þarf að breyta ásýnd og stefna lífríkinu í hættu? Einar Hannesson Höfundur starfaði við veiðimál í áratugi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Nýtt! bjóðum nú einnig upp á tri mform Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.