Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Menn muna eftir prófessornumog ráðherranum sem sagði að Ísland myndi breytast í Kúbu norð- ursins segði íslenska þjóðin ekki já við Icesave.    Hún sagði nei og aftur nei.   Menn muna eftir forsætisráð-herranum sem sagði að á Ís- landi brysti á efnahagslegt öngþveiti ef þjóðin segði ekki já við Icesave.    Hún sagði nei og aftur nei.   Menn muna eftirvitringnum sem stóð fyrir birt- ingu hræðsluáróðurs sem sýndi ógnvæn- legan hákarl sem éta myndi hina heimsku þjóð ef hún segði ekki já við Icesave.    Hún sagði nei og aftur nei.    Og menn muna eftir öllum fyrrver-andi ráðherrunum úr öllum flokkum sem látnir voru fylgja há- karlaauglýsingunni eftir með þung- lyndislegum áhyggjum og dómsdags- spám ef þjóðin segði ekki já við Icesave.    Hún sagði nei og aftur nei.    Fullyrt er að hákarlahópurinnhafi komið saman á dögunum og enn þóst eiga meira erindi við þjóðina en aðrir.    Augljóst virðist að áróðursherferðsem staðið hefur í rúman áratug um að nei skuli þýða nei mun seint og illa ná eyrum hóps, sem hlustar ekki á neitt sem sagt er utan hans. Hákarlakór STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 3 rigning Akureyri 5 rigning Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Vestmannaeyjar 7 léttskýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 8 skúrir Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 12 skúrir Brussel 13 skúrir Dublin 8 skúrir Glasgow 11 skýjað London 13 léttskýjað París 15 skúrir Amsterdam 13 skúrir Hamborg 12 skúrir Berlín 18 léttskýjað Vín 20 léttskýjað Moskva 12 alskýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 25 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 10 alskýjað Montreal 16 alskýjað New York 20 þoka Chicago 17 alskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:48 18:46 ÍSAFJÖRÐUR 7:55 18:48 SIGLUFJÖRÐUR 7:38 18:31 DJÚPIVOGUR 7:18 18:15 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það á og verður að vera trún- aðarmál á hvaða verði við seljum við- skiptavinum okkar vörur, þannig að ég get ekki tjáð mig um hvort þetta lága verð hjá Nettó er í okkar boði eða ekki,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS, um það lága verð sem verslanir Nettó hafa verið með á niðursöguðum lambskrokkum frá SS. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær voru skrokkarnir boðnir á 798 kr/ kg., með vsk. Það er 25 krónum meira en samanlagt meðalkílóverð til bænda og heimtökukostnaður, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Haft var eftir talsmanni Landssamtaka sauðfjárbænda að þetta væri óvenju- lágt verð. „Eina sem ég get sagt er að við gætum þess, eins og krafist er af samkeppnisyfirvöldum, að saman fari viðskipti og kjör og aðilum sé ekki mismunað. Jafnframt gætum við þess að hafa engin afskipti af smásöluverði, þess vegna get ég ekki tjáð mig um það verð sem Nettó ákveður að selja á, og ekki gefið neinar skýringar á því. Hvort það verður framhald á svona tilboði er algjörlega í þeirra höndum. Þetta er vissulega hagstætt verð fyrir neytandann,“ segir Steinþór en bendir á að smásöluverð þurfi ekki endilega að endurspegla heild- söluverð. Kjöt- verðið trúnað- armál  Forstjóri SS tjáir sig ekki um lágt verð á lambakjöti Steinþór Skúlason Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Sjálfstæðisflokkurinn Framtíð íslensks atvinnulífs Ráðstefna um framtíð íslensks atvinnulífs á vegum atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Haldin í Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur. Föstudaginn 5. október kl. 13:00 - 16:30. Allir velkomnir. Fyrirlesarar Magnea Guðmundsdóttir Ferðaþjónusta Kynningarstjóri Bláa Lónsins hf. Kolbeinn Kolbeinsson Verktakastarfsemi Framkvæmdastjóri Ístaks Vilborg Einarsdóttir Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi Framkvæmdastjóri Mentors Páll Ingólfsson Sjávarútvegur til framtíðar Framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands hf. Erla Björg Guðrúnardóttir Útflutningur sjávarafurða Framkvæmdastjóri Marz Seafood Einar Sigurðsson Matvælaframleiðsla og landbúnaður Forstjóri Mjólkursamsölunnar Vilhjálmur Egilsson Ráðstefnustjóri Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins www.xd.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.