Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Miklar endurbætur hafa síðustu mánuði staðið yfir á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri og er þeim nú lokið. Þær voru langþráðar að sögn starfsmanna og var ýmsum gestum og velunnurum deildarinnar boðið að skoða herlegheitin á dögunum.    Alexander Smárason yfirlæknir og Ingibjörg Jónsdóttir yfirljós- móðir, hjúkrunardeildarstjóri eins og það heitir í dag, greindu frá breytingunum og sagði Alexander að aðstaðan væri líklega besta á Íslandi í dag.    Ingibjörg hvatti gesti til þess að segja sem flestum frá því hve að- staðan væri orðin góð. „Endilega hvetjið fólk til barneigna, svo það verði nóg að gera hjá okkur!“ sagði hún.    Söngleikurinn Berness? Já, takk & franskar á milli verður frumsýndur í Sjallanum annað kvöld. Þar er gert góðlátlegt grín að Akureyringum á afmælisári, en bærinn varð 150 ára í sumar, sem kunnugt er.    Höfundar söngleiksins eru Pét- ur Guð og Jokka, leikstjóri er Ívar Helgason og tónlistarstjóri Heimir Ingimarsson. Tónlistin er frá Ak- ureyri; allt frá Ingimar Eydal til Hvanndalsbræðra, segir í tilkynn- ingu.    Guðbjörg Ringsted myndlistar- maður opnar sýninguna Hugarflug á bókasafni Háskólans á Akureyri í dag kl. 16. Þetta er 22. einkasýning Guðbjargar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum hér heima og erlendis.    Bubbi Morthens er með tónleika á Græna hattinum í kvöld. Hljóm- sveitin Todmobile verður svo þar á ferðinni bæði föstudags- og laugar- dagskvöld.    Norðurorka hf. er áfram bak- hjarl menningarhússins Hofs. Samningur þar að lútandi var gerð- ur á dögunum og gildir út árið 2013.    Í samningnum felst að Norður- orka veitir Hofi fjárstyrk og skal honum einkum varið til þess að styðja við opna viðburði í Hofi sem gestir hafa aðgang að án endur- gjalds. Má þar nefna útvarpsþáttinn Gesti út um allt, Barnamorgna sem haldnir verða fjórum sinnum í vet- ur, kórahátíð þar sem yfir 500 kór- söngvarar af öllu Norðurlandi koma saman og heimsókn eldri borgara í Hof.    Á dögunum var haldin vika málm- og véltæknigreina í Verk- menntaskólanum á Akureyri í sam- vinnu við ýmis fyrirtæki og stéttar- félög í greinunum. Tímabært að mati allra sem að koma, enda brýnt að fjölga starfsmönnum á þessum vettvangi.    „Það er einróma álit okkar sem að þessari viku komum að hún hafi gengið mjög vel,“ segir á heimasíðu VMA. Þar segir ennfremur: „Sam- starf atvinnulífs og skóla hér á svæðinu mun halda áfram að eflast og nokkur samstarfsverkefni þegar uppi á borðinu. Fagráð málm- og véltæknigreina hefur verið stofnað með aðilum frá skólanum og úr fyrirtækjum á svæðinu.“    Hollvinasamtök VMA voru stofnuð á málþinginu í nefndri viku og við hátíðarathöfn á opnu húsi í lokin var tilkynnt að Slippurinn ehf. hefði ákveðið að gefa Hollvina- samtökunum eina milljón til tækja- kaupa. Þá gaf kælitækniþjónustu- fyrirtækið Iðnval Hollvinasamtökunum 50 þúsund krónur.    Til gamans má geta þess að haldin var suðukeppni í rafsuðu- hermi þar sem m.a. spreyttu sig þingmennirnir Björn Valur Gíslason og Kristján Þór Júlíusson sem kepptu sín á milli. Engum sögum fer af úrslitum...    Í undirbúningi er samstarfs- verkefni milli Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans í Nuuk á Grænlandi, að frumkvæði Ágústs Þórs Árnasonar, aðjúnkts við Há- skólann á Akureyri og Arngríms Jóhannssonar flugstjóra.    Á heimasíðu MA kemur fram að ætlað sé að fara með einn 3. bekk til Grænlands á vorönninni og fá síðan bekk frá Grænlandi í heim- sókn á næsta skólaári. „Fyrirhugað samskiptaverkefni á að auka áhuga nemendanna, bæði hér og í Nuuk, á nágrannalöndunum með meira sam- starfi,“ segir á vefnum.    Dömulegir dekurdagar verða haldnir í fimmta sinn í næstu viku, 11.-14. október. „Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt sam- an,“ segir í tilkynningu. Ýmsir við- burðir verða í boði í bænum. Endilega hvetjið fólk til barneigna! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægðar Ingibjörg Jónsdóttir yfirljósmóðir, þriðja f.h., ásamt gestum. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Frá og með miðri næstu viku mun áhugafólk um norðurljós geta skipulagt athuganir sínar og útsýnisferðir út frá nýrri norður- ljósaspá á vef Veðurstofu Íslands. Spáin verður unnin út frá upplýs- ingum um sólargang og tunglið, geimveðurspá frá Haf- og veð- urfræðistofnun Bandaríkjanna og nýrri skýjahuluspá, sem nær sex daga fram í tímann. „Við munum sem sagt birta mæli- kvarða frá 0-9 á virkni norðurljósa, með skýjahuluspánni og sólargangi, og svo verða athugasemdir frá veð- urfræðingi á vakt varðandi túlkun, þá aðallega skýjahuluspárinnar ef það er spurning um hvar gætu verið glufur eða hvað er mikið að marka hana, en þeir hafa ýmsar aðrar spár sem þeir eru að horfa á líka,“ segir Þórður Arason, sérfræðingur í veð- ur- og mælitæknirannsóknum hjá Veðurstofunni. Nákvæmust fyrir kvöldið Þórður segir skýjahuluna eðlilega ráða miklu þegar kemur að norður- ljósaskoðunum en spái léttskýjuðu muni menn hafa þennan mæli- kvarða að styðjast við það kvöldið. Því lengra sem líði á spána, því ómarktækari verði hún. „Spáin mun, líkt og skýjahulu- spáin, ná sex daga fram í tímann, þetta mun hanga saman. En það er langmest að marka spána í kvöld og kannski á morgun, svo verða bæði þessar geimveðurspár og skýjahulu- spárnar miklu lélegri eftir því sem líður á vikuna, þótt það sé gefin spá fyrir það,“ segir hann. Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa lengi stuðst við norður- ljósaspár á erlendum vefsíðum, sem einnig eru unnar útfrá bandarísku geimveðurspánni, en þetta verður fyrsta spáin sem tekur skýjahuluna yfir landinu með í reikninginn. „Það eru einhverjir að veita svona þjónustu í útlöndum, um virkni norðurljósanna, en við vitum ekki um neinn annan stað þar sem menn tengja þetta við veðurspána, þannig að þetta sé á sama stað bæði veð- urspáin og norðurljósaspáin,“ segir Þórður. Hann segir að stefnt hafi verið að því að opna spána á vedur.is 10. október, eða um miðja næstu viku. Veðurstofan spáir um norðurljósin  Norðurljósaspá í fyrsta sinn samtvinnuð veðurspánni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Norðurljósadans Áhugafólk um norðurljósin mun væntanlega gleðjast yfir nýrri norðurljósaspá Veðurstofunnar. FISKVEIÐAR: SJÁLFBÆRAR OG ARÐBÆRAR Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, stofu N-132 laugardaginn 6. október kl. 13–17.35 13.00–13.05 Setningarávarp, Rakel Ólsen útgerðarmaður Fyrri fundur: Fræðileg greining fundarstjóri: Ásta Möller, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála • 13.05–13.35 Þráinn Eggertsson. Skilvirkar stofnanir í hættu: Íslenska kvótakerfið • 13.35–14.05 Ragnar Árnason. Hagurinn af kvótakerfi og möguleg dreifing hans • 14.05–14.35 Rögnvaldur Hannesson. Nýting markaðsaflanna í fiskveiðum • 14.35–14.50 Umsagnir: Ásgeir Jónsson og Birgir Þór Runólfsson • 14.50–15.05 Fyrirspurnir og umræður • 15.05–15.20 Kaffihlé Seinni fundur: Hagnýt úrlausnarefni fundarstjóri: dr. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðideild • 15.20–15.50 Árni Mathiesen. Hagur fámennra byggða af kvótakerfi • 15.50–16.20 Gunnar Haraldsson. Grænn hagvöxtur • 16.20–16.50 Michael Arbuckle. Kvótakerfi í fiskveiðum þróunarlanda • 16.50–17.05 Umsagnir: Helgi Áss Grétarsson og Michael De Alessi • 17.05–17.20 Fyrirspurnir og umræður • 17.20–17.30 Viðbrögð: Brian Carney, ritstjóri Wall Street Journal Europe • 17.30–17.35 Ráðstefnuslit: Guðrún Lárusdóttir útgerðarmaður Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt Alþjóðleg ráðstefna um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.