Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 ✝ Jónína Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 13. mars 1951. Hún lést á krabbameinsdeild 11-E Landspítala við Hringbraut 23. september 2012. Faðir hennar var Ólafur Þorgrímsson leigubifreiðastjóri , f. 21. ágúst 1910, d. 13. mars 1998 og eftirlifandi móðir Sigríður Bene- diktsdóttir, f. 5. janúar 1928. Bróðir Jónínu samfeðra, Sig- urvin Ólafsson, f. 27. sept. 1934. Fósturbróðir hennar var Jóhann Ólafur, f. 3. maí 1955, hann lést af slysförum 26. mars 1963. Jónína giftist Hafþóri Árna- syni 13. mars 1971. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Kr. Hafþórs- dóttir, f. 28. október 1970, maki Reykjavík, fjölskyldan flutti að Litlalandi í Kópavogi árið 1957. Síðar fluttist fjölskyldan að Kársnesbraut 25 þar sem Jónína eða Ninna eins og hún var alltaf kölluð ólst upp. Ninna gekk í Kársnesskóla, síðan í Gagn- fræðaskóla Kópavogs og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Verknáms. Ninna vann hin ýmsu störf á sínum yngri árum, t.d. á Kópavogshæli og við fisk- vinnslustörf í Vestmannaeyjum. Hún kynntist lífsförunaut sínum aðeins 17 ára gömul og giftu þau sig 13. mars 1971. Eftir brúð- kaup og skírn frumburðarins fluttu þau að Löngufit 12 í Garðabæ. Síðar byggðu þau í Melási 11 og bjuggu þar allan sinn búskap. Árið 1974 hóf Ninna störf hjá Garðabæ á róló við Lækjarfit og vann hún þar til ársins 2002 eða allt þar til róló var lagður af. Þá hóf hún störf í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði og starfaði þar svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Útför Jónínu fer fram frá Ví- dalínskirkju í dag, 4. október 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Magnús Már Magn- ússon, f. 18. júní 1967, börn þeirra eru Ríkey, f. 10. október 1998, Berg- ur, f. 15. ágúst 2000, Hafþór, f. 6. sept- ember 2004. 2) And- vana drengur, f. 9. september 1972. 3) Hanna Björk, f. 3. október 1973, maki Sveinbjörn Hólm- geirsson, f. 10. janúar 1971, börn þeirra eru Ísak Ernir, f. 13. sept- ember 1998, Sara Dögg, f. 29. september 2000, Freyr Elí, f. 29. desember 2004. 4) Ólafur Árni, f. 30. apríl 1981, maki Hanna Sig- rún Steinarsdóttir, f. 17. október 1985, dóttir hans Aníta Máney, f. 23. maí 2008. 5) Helga María, f. 17. janúar 1984. Jónína fæddist í Miðtúni í Elsku mamma, nú ertu farin frá okkur, langt fyrir aldur fram. Við höfum kannski vitað í hvað stefndi en ekkert okkar vildi trúa því, við áttum eftir að gera svo margt saman. Nú ertu farin til Guðs og englanna og langar okk- ur því að minnast þess hve lán- söm við vorum að eiga þig. Við vorum svo heppin að geta dandal- ast með mömmu í vinnunni, á róló. Æskuheimili okkar var frá- bærlega staðsett, þar sem við nutum frjálsræðis og náttúru. Móinn var okkar leikvöllur og þar kenndi mamma okkur að bera virðingu fyrir öllu sem lif- andi var. Mosann og lyngið mátti ekki traðka né slíta blóm eða lauf af trjám. Í hennar huga voru allir jafnir og hugsaði hún jafnt um smáfuglana og krumma. Okkur var ungum kennt að ekkert væri sjálfgefið, nýtni og nægjusemi var mömmu í blóð borið og höfum við reynt að tileinka okkur það. Eins var skipulag eitt af aðals- merkjum mömmu og var alltaf þannig frá hlutunum gengið að hægt væri að ganga að þeim vís- um. Mamma hugsaði alla tíð um heilsuna og mataræðið og hafði tröllatrú á lækningamætti nátt- úrunnar. Mamma hafði einstakt jafnað- argeð, við vorum aldrei skömmuð en hún var röggsöm og okkur voru sett mörk sem við þekktum og virtum. Henni var ætíð um- hugað um að öllum lynti og liði vel og brá sér þá í hlutverk sátta- semjara ef eitthvað gekk á og fór henni það frábærlega úr hendi. Auk minninganna úr Melásn- um eigum við líka minningar úr ferðalögum vítt og breitt um landið. Áfangastaðir voru oft á tíðum hjá vinum og ættingjum sem mömmu var umhugað um og að halda tengslum við. Á ferða- lögunum fræddumst við um land- ið og náttúruna, hlustuðum á kassettu með Jónasi og fjöl- skyldu og var svo skammtaður nammimoli á margra kílómetra fresti. Mamma smurði nesti og var reglulega stoppað þar sem við gátum borðað og hlaupið um því mamma hafði fullan skilning á því að vegalengdir eru ótrúlega langar í barnshuganum. Upp úr 1980 eignuðumst við hjólhýsi sem varð sumardvalar- staður fjölskyldunnar. Þaðan eig- um við góðar minningar, slegist um svefnpláss, steinasöfnun, berjamór, hlátrasköll og fífla- gangur. Vorið 1991 keyptu þau skika í Grímsnesi þar sem þau byggðu Litlaland sem tók við af hjólhýsinu. Þar hefur fjölskyldan dvalið mikið undanfarin ár við leik og störf. Bústaðurinn var griðastaður mömmu í hennar veikindum, þar vildi hún helst vera og saknaði þess mest undir það síðasta. Elsku mamma, mikið óskap- lega dáðumst við að því hvað þú varst sterk og dugleg í veikindum þínum, þú gættir þess í öllum erf- iðleikunum að varðveita sálarró þína og fékkst mikinn stuðning frá góðum vinum og ættingjum. Þú, þessi litla kona, gafst aldrei upp og ætlaðir svo sannarlega að komst yfir veikindin, því þér fannst þú eiga eftir að gera svo mikið. Í dag kveðjum við ekki bara mömmu, við kveðjum okkar besta vin, þú varst einstök. Þú varst besta mamma í heimi. Þú veist það, elsku mamma, að við pössum vel upp á hvert annað og höldum utan um pabba og ömmu. Hvíl í friði. Sigríður Kristín (Didda Stína), Hanna Björk, Ólafur Árni og Helga María. Meira: mbl.is/minningar Það eru forréttindi af hafa fengið að kynnast henni Ninnu tengdamömmu, þessari góðu konu sem var hvers manns hug- ljúfi. Það voru erfiðar fréttir að fá þegar hún greindist með krabba- mein fyrir um tveimur árum. Hetjuleg barátta hennar við meinið virtist unnin en meinið tók sig upp aftur fyrr á þessu ári og hafði betur að lokum. Við svona fráfall og erfið veikindi fer maður að horfa á lífið öðrum augum og velta fyrir sér tilganginum með þessu öllu saman. Ég kynntist Ninnu haustið 1988 þegar við Hanna Björk vorum á leið í bíó. Hvítur sportbíll birtist á hlaðinu og við Ninna mættumst í dyra- gættinni á Melásnum og henni brá heldur betur í brún því hún hafði misheyrt fyrr um daginn og hélt að litla stelpan sín væri að fara með Sveinbjörgu í bíó en nú var mættur Sveinbjörn. Upp frá þessu hófst góður vinskapur og höfum við átt margar góðar stundir síðasta aldarfjórðung. Þær eru ófáar ferðirnar í Litla- land, sumarbústaðinn í Gríms- nesi, þar sem fjölskyldan átti góðar stundir við afslöppun, krossgátur, spilamennsku og oft- ar en ekki við einhverjar bygg- ingarframkvæmdir sem hús- bóndinn var og er óstöðvandi í. Ninna var mikill aðdáandi ís- lenskrar tónlistar og var mikið hlustað á unga sem aldna tónlist- armenn. Góðar stundir áttum við saman í Danmörku og ekki stóð á aðstoð þegar frumburður okkar Hönnu fæddist og Ninna kom út og veitti ómetanlegan stuðning fyrstu vikurnar og deildi visku sinni um barnauppeldi og umönn- un. Ninna hefur reynst börnum sínum og barnabörnum ótrúlega vel og skilur hún eftir stórt skarð í hjarta þeirra og okkar allra. Það var alltaf hægt að ganga að hlut- unum vísum hjá Ninnu því skipu- lagið var hreint út sagt ótrúlegt og ófá skiptin sem kallað var úr verkfæraskúrnum, „Ninna, hvar er þetta og hvar er hitt?“ Ninna var mikill náttúruunnandi og hvergi leið henni betur en við gróðursetningu á Litlalandi sem fjölskyldan mun njóta í framtíð- inni og verða minning um hana um ókomna tíð. Eins hafði hún gaman af gönguferðum og naut þess að vera undir berum himni. Í hnotskurn má lýsa Ninnu á eft- irfarandi hátt: jákvæð, hlý, bros- mild, vinaleg, hugljúf, skipulögð, hógvær og hagsýn. Þegar við kvöddumst áður en fjölskyldan fluttist til Nýja-Sjálands ákváðum við að hittast næsta sumar. Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð til þín vildi ég semja þennan óð. Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður að heyra í þér, aldrei mig tefur. Sérstök, dugleg, traust og trú vitur, hjálpsöm …, það ert þú. Hlý og bjartsýn, til í spjall þú getur stoppað hið mesta fall. Einstök, stríðin, líka feimin hugrökk, djörf, stundum dreymin. Allt jákvætt get ég sagt um þig alltaf áttu tíma fyrir mig. (Katrín Ruth.) Við eigum eftir að sakna þín, elsku Ninna. Guð blessi þig. Sveinbjörn Hólmgeirsson. Það er sárt að sakna og það er sárt að horfa á eftir þeim, sem eru manni svo kærir og fá ekki að njóta nærveru þeirra meir. En minningin um gleðistundirnar eru sorginni og söknuðinum yf- irsterkari og þær minningar um Ninnu á ég svo margar. Ég kynntist Diddu, dóttur Hadda og Ninnu, 1992. Vorum við þá orðnir tveir tengdasynirnir, ég og Sveinbjörn hennar Hönnu. Við fórum fljótlega að venja komur okkar austur í Grímsnes, í sælu- reit þeirra hjóna, sem þá var ekk- ert nema örfáar hríslur og ein tréspýta sem Haddi hugðist byggja sér bústað úr, að sjálf- sögðu átti að brúka þessa ný- fundnu tengdasyni til verksins. Árin liðu og barnabörnin fóru að koma inn í myndina, bústaðurinn tók út sína vaxtarverki í hvert sinn er nýtt barnabarn bættist við, nú eru þau sjö talsins og lík- lega sést bústaðurinn utan úr geimnum. Þær sælustundir sem við áttum öll saman fyrir austan eru mér ógleymanlegar, hvort sem var við vinnu viðbygginga eða bara afslöppun. Ávallt var spilað á kvöldin og ekki gleymdi hún Ninna mín honum Magga sínum, út úr skápum sínum dró hún „Fýlukex“ svokallað, viðbúin að rétta mér þegar ég var kominn í fýlu eftir að hafa tapað í spil- unum og þurfti smátíma til að jafna mig. Þessu fylgdi jafnan yndislegur hlátur Ninnu sem lét mann gleyma stað og stund og öllu tapi. Það veit guð að þær stundir sem við áttum fjölskyld- an með þeim hjónum, myndum við vilja upplifa aftur og það ger- um við með því að halda í gamlar hefðir og fara austur í bústað með Hadda, þá er eins gott að hann gleymi ekki Fýlukexinu. Hvíldu í friði, elsku Ninna mín, þín verður sárt saknað. Guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg, elsku Haddi. Magnús Már Magnússon. Elsku amma Ninna. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um þig sem við mun- um varðveita og aldrei gleyma. Manstu þegar við fórum í veiði- ferðina og við öll veiddum fisk en þú þann minnsta sem var nú ekk- ert lítill en því oftar sem sagan var sögð varð þinn fiskur að síli en okkar alltaf stærri og stærri. Eða allar ferðirnar upp í bústað, öll trén sem við gróðursettum, allar pottaferðirnar, gönguferð- irnar út að hliði og öll spilin sem voru spiluð en enginn vildi vera á eftir ömmu í rommý því hún tók alltaf allan bunkann. Og hvað hún gat líka verið heppin í yatzy. All- ar sundferðirnar í Garðabæinn til þín og heimsóknirnar upp á Me- lás. Þökkum fyrir góðu stundirnar á meðan við bjuggum hjá ykkur þegar mamma og pabbi voru að byggja. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Við munum aldrei gleyma þér og alltaf elska þig. Hvíl í friði. Ísak Ernir Sveinbjörnsson, Sara Dögg Sveinbjörnsdóttir og Freyr Elí Sveinbjörnsson. Elsku amma Ninna, þín verður sárt saknað og það verður mikið tómarúm eftir í hjarta okkar, en sem betur fer eigum við svo margar góðar minningar um þig sem við notum til að fylla í það tómarúm. Góðar minningar úr bústaðnum, þar sem við komum svo oft fjölskyldan til ykkar afa og áttum góðar stundir í pottin- um, berjamónum, gönguferðun- um og auðvitað spilakvöldunum. Allt þetta gerði lífið svo skemmti- legt og við munum halda því áfram til minningar um stundirn- ar með þér. Við vitum að þú verð- ur með okkur, við munum heyra hlátur þinn, sem svo ósjaldan fyllti bústaðinn birtu og gleði. Hvíldu í friði, elsku amma Ninna. Blessuð sé minning þín. Við munum passa að halda öll ut- an um hvert annað, sérstaklega afa Hadda og langömmu Diddu og gefa þeim styrk í sorginni. Ríkey, Bergur og Hafþór. Elsku Ninna, þú sem hugsaðir alltaf um alla aðra fyrst, þér var mikið umhugað um að við mynd- um halda þessum einstaka hóp saman. Heitum við þér því. Við munum halda áfram að bralla eitt og annað saman vitandi að þú sért hjá okkur, hristandi hausinn, brosandi út í annað og enginn til að passa upp á okkur, vitleys- ingana, eins og þú ein gerðir. Bestu þakkir fyrir samfylgd- ina, minning um einstaka vin- konu lifir. Dökkur skuggi á daginn fellur, dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur, kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda, aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa, komið skarð í hópinn góða. (Hákon Aðalsteinsson.) Kæra fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Haddi, Didda, Hanna, Óli, Helga María og aðrir aðstandendur. Vinkonur þínar, Birgitta og Ingunn Gyða. Að eignast vin getur tekið eitt andartak en að vera vinur tekur alla ævina. Fallin er frá samstarfskona okkar, Jónína Ólafsdóttir. Stórt skarð er nú höggvið í samstarfs- og vinahóp við fráfall hennar Ninnu okkar. Hún var einstakur vinur, ljúf og góð, vildi öllum vel og sýndi það sig í öllu hennar fasi og verkum. Leiðir okkar Ninnu lágu fyrst saman í Ásgarði í Garðabæ og mynduðust þar ein- stök vináttubönd okkar. Ninnu var mjög annt um náungann og var einstaklega lagin við að láta öllum í kringum sig líða vel. Sést það kannski einna best í sam- starfi hennar og Rikka, vaktap- arsins, þar sem hann endurgalt henni alla þá góðmennsku sem hún hafði sýnt honum í gegnum árin og aðstoðaði hana eftir megni í hennar veikindum. Seint verður fylgt í þau spor sem hann hafði í sínum vinnufélaga. Ninna var mjög upplýst mann- eskja og hafði mikinn almennan skilning og fannst hverjum sem er auðvelt að ræða við hana um öll heimsins mál, hvort sem það var um hannyrðir eða stjörnu- fræði. Aldrei var leiðinlegt að fara í kaffi til Ninnu og Hadda og sérstaklega var gaman þegar við hittum á eitthvert barnanna þeirra og var þá mikið spjallað. Þá urðum við varar við hversu gott samband var á milli Ninnu og Hadda og barnanna þeirra og birtist það okkur bersýnilega í veikindum Ninnu hversu annt þeim var um móður sína. Í veikindum hennar kom í ljós hversu sterka persónu hún hafði að geyma. Hún var kannski ekki há í loftinu en á þessum tíma sáum við hvílíkan styrk hún hafði til að bera. Húmorinn skildi hún heldur aldrei við sig alveg fram á síðustu stund og gaf hún okkur dýrmætar minningar sem við munum ávallt geyma með okkur. Margar voru þær ferðirnar sem þessi vinkvennahópur fór. T.d. haustferðir á Þingvelli, strætóferð til Akraness, kaffi- húsaferðir, gönguferðir, heim- sóknir til hver annarrar og ekki síst allar sumarbústaðaferðirnar. Alltaf töluðum við um að leigja okkur bústað en var það aðeins gert einu sinni. Annars vorum við alltaf í bústaðnum hjá Ninnu og Hadda. Haddi fór alltaf á undan til að undirbúa komu okkar og gaf svo með glöðu geði eftir þá helgi. Við áttum margar ógleym- anlegar stundir í pottinum og minnumst þess að ganga með Ninnu um skóginn í kringum bú- staðinn. Þar gat hún sagt okkur sögu af hverju tré, runna og blómi. Einnig er okkur mjög minnis- stæð ferðin sem við fórum í til Kaupmannahafnar. Eins og allir sem þekktu Ninnu vita var hún afar nákvæm. Við vorum búnar að þramma í heillangan tíma, í einum göngutúranna okkar, þeg- ar Ninna staldrar við og spyr hvort það gæti verið að hún snúi kortinu öfugt sem var svo reynd- in. Þurftum við þá að ganga marga kílómetra til baka, allar skellihlæjandi, og höfum hent gaman að þessu síðan. Þá upp- götvuðum við að þessi nákvæma manneskja var bara mannleg eins og við hinar. Vinkonur þínar og vinur, Ingunn, Aðalbjörg og Richard. Jónína Ólafsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRÍÐA HELGADÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 26. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. október kl. 13.00. Elín Bjarnadóttir, Helgi Bjarnason, Fríða Dís Bjarnadóttir, Leifur Gústafsson, Fríða Stefánsdóttir, Ragnar Bjarni Stefánsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Miðvangi 14. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og samvistarfólki Unnar á Hrafnistu fyrir allar góðu stundirnar sem hún naut þar. Ólafur Guðmundsson, Erling Ólafsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Svala Ólafsdóttir, Björgvin J. Björgvinsson, Örn Ólafsson, Kristín Jensdóttir, Friðrik Ágúst Ólafsson, Erna Snævar Ómarsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Hilmar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi eigin- maður og afi, JÓN ÁSBJÖRNSSON forstjóri, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 2. október. Útförin auglýst síðar. Ásbjörn Jónsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Árni Rúdolf Rúdolfsson, Birgir Jóhannes Jónsson, Halla Daníelsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.