Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Trausti Valdimarsson erlæknir að mennt, fæddurárið 1957. Hann hefurstundað reglulega líkams- rækt frá 20 ára aldri og ferðast á reiðhjóli til vinnu sinnar í dag. Trausti hætti að reykja 1986 en hann segist hafa lært þann ósið í sveit 13 ára gamall þegar enn þótti „smart“ að reykja. Hann fór sitt fyrsta hálfmaraþon 1987 og fyrsta maraþon árið 1990 en keppnishlaup hans í maraþoni skipta tugum. Árið 2006 hóf Trausti sundæfingar í kjöl- far meiðsla og hóf í framhaldi af því keppni í þríþraut. Hann hefur fimm sinnum lokið keppni í Járnkarli sem er lengsta keppnisvegalengdin í þrí- þraut. Æfir í hópi þríþrautarfólks „Síðan ég hætti að reykja í kringum þrítugt hef ég smám sam- an aukið við hreyfinguna og sér- staklega nú síðastliðin ár þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu og maður hefur meiri tíma fyrir sjálfan sig. Ég hjóla yfirleitt allt sem ég fer innanbæjar þá daga sem ég vinn í Reykjavík en þrjá daga vikunnar vinn ég á Akranesi og það er jú bannað að hjóla í göngunum. Ég bý í smáíbúðahverfinu og hjóla niður í Domus Medica sem er frekar stutt og fljótlegra að fara á hjóli en bíl í morgunumferðinni. Yfirleitt er ekki lengra en 10 km á milli staða innan- bæjar á hjóli í Reykjavík. Það er alltaf gott að hjóla og á veturna er þetta bara spurning um að vera á rétt útbúnu hjóli með nagladekk og í góðum fötum, gulum jakka yfir og með góð ljós. Fyrir utan daglegar ferðir hjólum við oft á Þingvelli eða Hvalfjörðinn á æfingum fyrir Járn- karlinn. Ég æfi reglulega í stórum hópi með Þríþrautardeild Ægis. Einnig hef ég farið tvisvar sinnum til Mallorca í hreyfingarferð og hjólað þá daglega um alla eyjuna. Ég reyni að stunda einhverja hreyfingu á hverjum degi og þegar ég æfi hvað mest þá hjóla ég, hleyp og syndi til skiptis. Þegar rólegra er að gera hjá mér næ ég að hreyfa mig allt upp í 20 tíma á viku. Það er ekki bara gott fyrir líkamann að hreyfa sig heldur er sérstaklega gott fyrir heilann að prófa nýja hreyfingu og flóknari. Hreyfing getur jafnvel seinkað elliglöpum,“ segir Trausti. Spila misvel úr genunum Trausti hélt nýverið fyrirlestur um gildi líkamsræktar út frá eigin reynslu þar sem hann kom meðal annars inn á hvaða áhrif öldrun hefði á heilsu okkar. Trausti segir genin hafa sín áhrif en um leið skipti máli hvernig fólki spili úr genunum sem það fær úthlutuð. „Við eldumst auðvitað mishratt og sumir eru óheppnir og fá ekki eins góð gen. Það er viss áhætta bundin í genunum og fólk með lak- ari gen er gjarnara á að fá ýmsa- sjúkdóma eins og t.d. kransæða- sjúkdóma. En svo er misjafnt hvernig við spilum úr því sem við fáum. Ef við tökum hlaup sem dæmi þá getur fólk ekki orðið afreksfólk í slíku nema það sé svo heppið að fá Hættu að gera það, hættu að geta það! Trausti Valdimarsson læknir hjólar til vinnu sinnar í Reykjavík og æfir þar að auki þríþraut en hann hefur lokið Járnkarlinum fimm sinnum. Trausti segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig en genin hafi líka sitt að segja og mikilvægt sé að spila rétt úr því sem fólk fái. Trausti segir stjórnvöld geta haft sín áhrif og þannig sé t.d. mikilvægt að eldri borgarar fái frítt í sund, slíkt geti létt á heilbrigðiskerfinu. Í Húsdýragarðinum Trausti með Ólaf Trausta, hér eins árs, á bakinu. Þegar kemur að heilsunni skiptir miklu máli hvað við látum ofan í okk- ur. Sumum finnst það kannski hljóma leiðinlega að borða ýmiss konar holl- ustu- og léttari rétti en svo þarf alls ekki að vera. Mestu skiptir að matur- inn líti vel út og gleðji augað um leið og magann. Á pinterestsíðunni www.pinterest.com/indigonat/ yummy-healthy-food, má finna ýmis konar hugmyndir að léttum og góð- um mat sem hægt er að fá sér fyrir eða eftir góða æfingu. Á síðunni má t.d. finna tandorilax, zucchinibuff með bragðmikilli tzatzikisósu og skemmtilega lagað ávaxtasalat þar sem ávextir eru skornir út með köku- mótum til að breyta svolítið til. Það er um að gera að skoða litríkar síður sem þessar með skemmtilegum hug- myndum að góðum mat. Vefsíðan pinterest.com/indigonat/yummy-healthy-food/ Ljósmynd/Norden.org Matargerð Mestu skiptir að vera með ferskt og gott hráefni í höndum. Bragðgóð og falleg matargerð Langhlauparadeildin stendur fyrir hlaupa- syrpu í vetur og fer næsta hlaup fram laugardaginn 24. nóvember næstkomandi. Hlaupið hefst við líkamsræktarstöðina Bjarg kl. 11:00 og þaðan er hlaupinn 10 km hringur. Hlaupið er upp Austursíðu inn á malarveg sem liggur að Vestursíðu, niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi, Hlíðarbraut, Skógarlundur, Mýrarvegur, Hringteigur, Mímisbraut, Mýrarvegur, Skógarlundur, Hlíðarbraut, Austursíða, Bugðusíða að Bjargi. Þátttökugjald er 500 krónur en frítt fyrir börn og unglinga sem æfa frjálsar íþróttir hjá UFA. Skráning er á staðnum frá kl. 10:30 á hlaupadag og er keppt bæði í stiga- og liðakeppni en allar nánari upp- lýsingar má nálgast á www.hlaup.is. Endilega … … hlaupið langhlaup á Akureyri Hlaup Sprækir garpar spretta úr spori á Akureyri næstu helgi. Æfingabúðir verða haldnar fyrir áhugafólk um skíðagöngu næst- komandi helgi, 22.-25. nóvember. Eru búðirnar haldnar í samstarfi við Skíðafélag Ísfirðinga, Ísafjarðarbæ og Hótel Ísafjörð en þjálfari er Daníel Jakobsson og um áburðar- kennslu sér Kristbjörn R. Sig- urjónsson. Gefst hér gott tækifæri til að æfa gönguskíðatæknina og koma sér í rétta gírinn fyrir vetur- inn. Kennsla hefst á fimmtudegi en sá dagur er tileinkaður tækniæf- ingum og daginn eftir halda æfing- ar áfram en einnig er jóga á dag- skránni. Á laugardeginum hefst dagurinn með æfingu fram að há- degishléi en eftir það verður áburð- arkennsla í Gönguhúsi. Eftir seinni- partsæfingu verður síðan sameigin- legur kvöldmatur og loks æfing á sunnudagsmorgni áður en göngu- skíðagarpar halda heim. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Skíðagöngufélagsins Ullar ullur.wordpress.com. Æfingabúðir í skíðagöngu Tækniæfingar, áburðarkennsla og jóga á dagskránni Ísafjörður Það er ekki amalegt að geta farið um á gönguskíðum í svona færð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.