Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Kate Hoey fer fyrir armi breska Verkamannaflokksins sem vill ganga úr Evrópusambandinu. Nýleg könn- un í Observer sýnir að meirihluti kjósenda Verkamannaflokksins vill ganga úr sambandinu en slíkar skoð- anir eru enn í miklum minnihluta meðal þingmanna flokksins. Lengi hefur verið meirihluti fyrir því að ganga úr ESB meðal Breta. Hoey hélt í gær fyrirlestur á veit- ingastaðnum Rúbín um vaxandi and- stöðu Breta við ESB og þær „hætt- ur“ sem hún segir stafa af inngöngu. „Hlutverk fyrirlestrarins er ekki að segja Íslendingum hvað þeir ættu að gera, en svo kann að vera að ástæður þess að andstaða hefur vaxið í Bret- landi komi Íslendingum við,“ segir Hoey. „Þær þjóðir sem ganga þar inn eru í raun að segja skilið við sjálfstæði sitt,“ segir Hoey. Vanmáttugir Bretar Hún er á vagni þeirra sem vilja yf- irgefa sambandið og segir hún and- stöðuna við það vera að mestu leyti tengda því lýðræðislega ferli sem fram fer innan sambandsins. Þá sýn hafi hún fengið þegar hún varð ráð- herra innanríkismála í Bretlandi árin 1998-1999 og dvaldi oft og tíðum í Brussel. Hún segir að innan ESB einkennist pólitíkin af hrossakaupum á bak við tjöldin. „Í þá daga gátum við (Bretar) ennþá haft áhrif í Evr- ópusambandinu. Sambandið hefur síðan þá þróast meira í átt að sam- bandsríki í stað þess að vera banda- lag um innri markað. Lýðræðið hefur fengið að gjalda þess,“ segir Hoey. Hún segir að Bretar telji sig van- máttuga með sína 67 fulltrúa á Evr- ópuþinginu en á því sitja 754 fulltrú- ar allra þjóða. Í flestum málum ræður einfaldur meirihluti. Hún tel- ur líklegt að Íslendingar fengju einn fulltrúa þar. „Evrópusinnar segja að það sé mikilvægt að taka þátt í lýð- ræðisferlinu sem þar er. Raunveru- leikinn er hins vegar sá að þú hefur nánast engin áhrif. Að segja annað er óskhyggja,“ segir Hoey. Getur skilið umsókn Íslands Hún varar Íslendinga við því að láta af stjórn á sínum fiskimiðum. „Ef ég væri íslenskur sjómaður þá myndi ég ekki taka neinum samningi sem væri í boði. Því þú vilt ekki láta stjórn á svo mikilvægri auðlind í hendur skrifræðisbákns sem ekki hefur skilning á sérþörfum landsins,“ segir Hoey. „Ég get skilið af hverju Íslend- ingar sóttu um aðild,“ segir hún og vísar þar til efnahagsástandsins sem ríkti eftir hrun hér á landi. „En ég get ekki skilið af hverju Íslendingar eru enn í aðildarviðræðum þar sem svo margt hefur breyst í Evrópu síð- an Ísland sótti um,“ segir hún. „Ís- lendingar geta gert samninga við þau lönd sem þeir vilja, flutt vörur þangað sem þeir vilja. Hví skyldi þjóð með alla þessa möguleika, mið- að við landfræðilega legu, vilja ganga í Evrópusambandið?“ spyr Kate Ho- ey. Morgunblaðið/Eva Björk Kate Hoey Andstaða við Evrópusambandið hefur vaxið meðal Breta. Nú er svo komið að meirihluti kjósenda Verkamannaflokksins vill ganga úr ESB. Skoðanakannanir benda til þess að mikill meirihluti sé fyrir útgöngu. Telur Breta lítil áhrif hafa innan ESB  Segir pólitík innan ESB einkennast af hrossakaupum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 42 ára gamlan karlmann, Aron Karlsson, í tveggja ára fangelsi fyr- ir stórfelld fjársvik. Aron var sakfelldur fyrir að hafa sem stjórnarmaður félagsins Vindasúlna ehf. blekkt Arion banka, Glitni og Íslandsbanka til að létta veðum af húsi við Skúlagötu í Reykjavík í desember 2009. Í kjöl- farið seldu Vindasúlur kínverska sendiráðinu húsið. Aron var einnig dæmdur til að greiða bönkunum þremur samtals rúmar 160 milljónir króna í skaða- bætur. Þá lagði dómurinn hald á tæpar 97 millljónir króna, sem voru inni á bankareikningi félags Arons. Í niðurstöðu dómsins segir, að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að Aron hafði einbeittan ásetning til verksins og brotið hafi verið þaulskipulagt. Áfrýjar Aron sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu og segir þar að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann ekkert gert rangt. Dómur héraðsdóms sé hon- um mikil vonbrigði og niðurstaðan byggð á röngum forsendum. „Mér finnst í þessu tilfelli að bankakerfið hafi fengið að njóta vafans í málinu en ég ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Tveggja ára fang- elsi fyrir fjársvik Náttúrustofa Suðurlands og Sæ- heimar í Eyjum voru með ljósgildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar líkt og tvö síðustu sumur. Alls náð- ust 309 fiðrildi og var grasvefari al- gengastur, en einnig voru grasygla, brandygla, Scrobipalpa samad- ensis, hrossygla og jarðygla al- gengar. Gildran var tæmd vikulega frá frá 23. apríl til 5. nóvember. Einnig veiddust dumbygla, sand- ygla, flikruvefari, hringygla, gul- ygla, dílamölur, túnfeti, garðygla og gráygla, segir á heimasíðu Nátt- úrustofu Suðurlands. Garðygla og gráygla höfðu ekki komið í Stór- höfðagildruna áður, en nú vantaði fjórar tegundir sem annaðhvort veiddust 2010 (gammaygla, Bryot- ropha similis og kálmölur) eða 2011 (tígulvefari). Grasvefari algeng- astur í Stórhöfða Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það virðist einhver einn einstak- lingur vera að ganga mjög ákveðið fram og lengra en rétt er að gera við þessar aðstæður,“ sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga [FÍH], um bréf sem gengur á milli hjúkr- unarfræðinga þessa dagana þar sem þeir eru hvattir til að segja upp störfum hjá Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi [LSH] vegna óánægju með að nýr stofnanasamningur sé ekki klár. Elsa segir bréfið félaginu algerlega ótengt og að unnið sé fag- lega að málum hjá FÍH. Að fundað hafi verið með fjármálaráðherra í síðustu viku og að í þessari viku standi til að hitta þrjá þingflokka og auk þess velferðarráðherra í þeim tilgangi að afla fjár til spítalans vegna nýs stofnanasamnings. „Það strandar á því að það er ekki til fé innan spítalans til að klára þennan hluta kjarasamningsins sem við undirrituðum í fyrra,“ segir Elsa og á við umrætt bréf og bætir við: „Svona lagað getur spillt fyrir því sem félagið er að gera. Við erum auð- vitað bundin friðarskyldu og við er- um með gilda kjarasamninga.“ Björn Zoëga, forstjóri LSH, sagð- ist ekki vita af bréfinu en sagðist vita af af ákveðinni undiröldu. Hann sagði ekki meiri uppsagnir í gangi en venjulega og að í gildi sé stofnana- samningur og að LSH hafi reynt að koma á nýjum samningi, en krafa sé uppi um kjarabætur í honum. Hann segir LSH ekki hafa fjármagn frá ríkinu til þess. Hann segir samninga við FÍH hafa gengið vel þar til í haust. „Þá hleypur í þetta mikill kjarabaráttuandi og þá varð þetta erfiðara, en það er samt verið að vinna í þessu,“ segir Björn. Hvatt til uppsagna á LSH  Hjúkrunarfræðingar hvattir til uppsagna vegna ókláraðs stofnanasamnings  Ekki á ábyrgð félagsins, segir formaður  Forstjóri segir lítið um uppsagnir Björn Zoëga Elsa B. Friðfinnsdóttir Kate Hoey er norðurírsk og hefur verið á þingi fyrir breska Verka- mannaflokkinn frá árinu 1989. Hún sinnti innanríkisráðuneyt- inu árin 1998-1999 og var íþrótta- málaráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs frá 1999-2001. Hún hefur margsinnis farið gegn vilja flokks- ins og setti sig m.a. gegn foryst- unni þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Hún hefur verið andsnúin veru Breta í Evrópusambandinu en alla jafna er stuðningur við ESB mikill innan Verkamannaflokksins þó kjósendur hans séu á öðru máli nú. Hún er mikill íþrótta- áhugamaður og hefur m.a. starfað fyrir Arsenal, Tottenham og Chelsea sem menntafulltrúi. Þrátt fyrir það studdi hún ekki að Ól- ympíuleikarnir yrðu haldnir í Lond- on árið 2012. Andsnúin veru Breta í ESB KATE HOEY HEFUR SETIÐ Á ÞINGI Í 23 ÁR Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is Skór á alla fjölskylduna í Flexor 10.990 3.990 6.990 10.990 9.530 Stærðir 20–27 Stærð 36–41 Stærð 36–41 Stærðir 36–41 Stærðir 36–41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.