Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 21
saman. Í framhaldi af því þurfti ég að leggjast inn á lungnadeild og fjarstýra börnunum og koma þeim í fóstur í einhverja daga meðan ég væri að ná mér. Eldri dóttir mín og tengdasonur voru mín styrkasta stoð á meðan á þessu stóð. Þau komu með mér loks þegar niðurstöðurnar lágu fyr- ir og við sátum eins og dauðadæmd í einhverju örlitlu fundarherbergi á Borgarspítalanum þegar ungur læknir útskýrði hver staðan væri. Lungnakrabbamein – og hann út- skýrði í stórum dráttum hvers kyns það væri. Hann var líka dálít- ið miður sín og sagði að því miður væri ekkert þarna okkur til sálu- hjálpar sem hann gæti boðið okkur. En hann vildi ekki láta okkur fara fyrr en hann væri búinn að finna krabbameinslækni handa mér og honum tókst það. Síðan tók við erfiður tími – lyfja- gjöf og allt sem henni fylgdi. Ekki má heldur gleyma angist sálarinnar og kvíða fyrir því sem framundan væri. Áhyggjur vegna unglinganna minna, hvað yrði um þau ef illa færi fyrir mér. Ég gekk eins vel frá þeirra málum og ég gat með samþykki þeirra og stóru systur þeirra. Þetta reyndi mjög á okkur öll. Ég leitaði allra leiða til að létta af okkur áhyggjum, hitti félagsráð- gjafa, sálfræðing og fleiri fræðinga auk læknisins míns. Þrátt fyrir það þá sárvantaði mig að hitta ein- hverja sem hefðu lent í svona og lifað af. En svoleiðis fólk lá nú ekki á lausu, þrátt fyrir að á annað hundrað manns greindust með lungnakrabbamein á ári. Ég grúskaði líka á netinu en það voru ekki miklar upplýsingar til á íslensku og flestar sem voru til á okkar ástkæra ylhýra voru dálítið gamlar. Best reyndist mér danska síðan www.cancer.dk. Þar voru góð- ar og vel fram settar upplýsingar á mannamáli. Ári eftir að lyfjagjöfinni lauk fór ég í lungnaskurð og nú eru liðin átta ár frá þeirri aðgerð. Það var ýmislegt sem ég notaði mér til bjargráða meðan á þessu stóð, sumt var hefðbundið annað óhefð- bundið. Endurhæfing stóð mér ekki beint til boða eftir þetta allt en ég kríaði út dvöl á Heilsustofnun sem gerði mér svo gott að ég og lækn- irinn minn erum alveg sammála um að þangað eigi ég að fara annað hvert ár. Ég hét sjálfri mér að ef ég hefði þetta af þá myndi ég ekki skorast undan að styðja aðra sem lentu í svipuðum sporum. Fyrir tilviljun sá ég auglýsingu þar sem námskeið var í boði fyrir fólk sem vildi veita jafningjastuðning og ég var svo heppin að komast á það. Í fram- haldi að því stofnuðum við nokkur stuðningshóp fyrir fólk sem hefur fengið lungnakrabbamein og að- standendur þeirra og við hittumst einu sinni í mánuði í Skógarhlíðinni. Og enn hefur safnast í sarpinn. Nú er komin heimasíða um lungna- krabbamein,www.lungnakrabba- mein.is á íslensku og ég efast ekki um að hún muni koma mörgum að notum. 22. nóvember verður haldin ör- ráðstefna í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, í tengslum við alþjóðlegan ár- veknidag gegn lungnakrabbameini. Þorlákshöfn, 12.11.2012. » Ári eftir að lyfja- gjöfinni lauk fór ég í lungnaskurð og nú eru liðin átta ár frá þeirri aðgerð. Höfundur er í forsvari fyrir Stuðn- ingshóp um lungnakrabbamein. UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga BMW X5 M SPORT Ekki sætta þig við málamiðlanir þegar þú getur fengið það besta. BMW X5 M SPORT fæst með með misaflmiklum vélum, 8 gíra sjálfskiptingu og veglegum búnaði. Komdu við og skoðaðu það nýjasta frá BMW. BMW M Sport xDrive 30d, 245 hestöfl – 7,4 l / 100 km* – 7,6 sek. í hundrað 40d, 306 hestöfl – 7,5 l / 100 km* – 6,6 sek. í hundrað Verð frá: 13.790 þús.Tryggið ykkur nýjan BMW X5 á hagstæðu verði. Breytingar verða á vörugjöldum 1. jan. nk. ATHUGIÐ! BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 2 3 7 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Hrein akstursgleði BMW www.bmw.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.