Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Þetta verður bara ósköp venjulegur dagur, hver veit nema égskreppi á fótboltaleik með syni mínum,“ segir Margrét Krist-ín Sigbjörnsdóttir sem fagnar hálfrar aldar afmæli í dag. Margrét gerir ekki mikið veður út af áfanganum. „Dagurinn verður nú bara eins og hver annar, ég ætla í það minnsta ekki að halda upp á þetta með neinum sérstökum hætti,“ segir Margrét. „Allir fjölskyldumeðlimir í kringum mig eru þó voðalega dularfullir og ég var beðin um að halda afmælisdeginum opnum,“ segir Mar- grét Kristín. Hún er ekki mikið fyrir að halda veislur sjálfri sér til heiðurs. „Mér finnst ofsalega gaman að halda veislur en ekki fyrir sjálfa mig. Í fortíðinni hef ég sjaldan haldið upp á afmælin mín en reyni þess í stað að gera mér dagamun á annan hátt, skreppa burt af bæ eða prófa eitthvað nýtt,“ segir Margrét Kristín. Hún er búsett á Egilsstöðum og starfar sem sjúkraliði á HSA. „Mér líkar starfið af- skaplega vel, það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Margrét. Hún stundar auk þess nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri en er í tímabundnu hléi í augnablikinu. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sálfræði og almennt því sem höndin fær ekki snert,“ segir Margrét en meðal annarra áhugamála hennar eru handavinna, útivera, gróð- urrækt og samvera með fjölskyldunni, en Margrét á alls 3 börn, tví- burana Tinnu Björk og Halldór Bjarka, 15 ára, og Birnu Sif, 33 ára. Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir fimmtug Tilbreyting Ég hef sjaldan haldið upp á afmæli. Í staðinn geri ég mér annan dagamun, t.d. með því að skreppa burt af bæ,“ segir Margrét. „Eins og hver annar þriðjudagur“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Elena Ósk fæddist 23. febrúar. Hún var 4.480 g og 56 cm löng. Foreldrar hennar eru Laufey Birna Ómarsdóttir og Benedikt Guð- mundsson. Nýir borgarar Reykjavík Breki Hrafn fæddist 12. febrúar kl. 8.11. Hann vó 3.600 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir og Helgi Þór Arason. H alldór fæddist og ólst upp á Vesturgötunni í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1959 og stundaði nám í almennum verslunarfræðum í London 1960 og 1961, nám í kerfisfræði hjá IBM í London auk náms varðandi flugrekstur og al- þjóðlegar vátryggingar. Halldór hóf störf hjá Eimskipa- félagi Íslands 1961 og starfaði þar í ýmsum deildum félagsins til 1973, m.a. í bókhaldi, áhafnadeild, flutningadeild, farþegadeild, hluta- fjárdeild og á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og London. Hann var auk þess fararstjóri í nokkrum af hinum svo kölluðu Evrópu hringferðum með ms. Gullfossi. Halldór var skrifstofustjóri hjá Vélsmiðjunni Þrym hf. 1973 og Halldór Sigurðsson, fyrrv. framkvæmdastjóri – 70 ára Stór hópur Halldór og Hrafnhildur, ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum í fríi úti á Spáni. Í samgönguviðskipt- um og vátryggingum Slakað á Halldór og Hrafnhildur Konráðsdóttir taka lífinu með ró á Spáni. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Jólin nálgast Sívinsælu smákökurnar og smákökudeigin komin í hillurnar. Njótum aðventunnar Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.