Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Listaverk Þau voru mörg listaverkin í samspili lita, ljóss og vatns sem urðu til á sundmóti í Ásvallalaug í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Hér syndir Ásdís B. Guðnadóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar. Árni Sæberg Við þær aðstæður sem nú eru í stjórn- málum og samfélaginu almennt nægir ekki að boða breytingar og betri tíma. Stjórn- málaflokkar og stjórn- málamenn verða sjálf- ir að vera sú breyting, endurvinna það traust sem glatast hefur og hafa hugrekki til að fara nýjar leiðir og innleiða ný vinnubrögð. Allt þetta getur Sjálfstæðis- flokkurinn gert og á að gera. Með því að gefa aldrei eftir í barátt- unni fyrir hagsmunum fólksins í landinu getur Sjálfstæðisflokkur- inn náð góðum árangri í vor. Sóknarfærin eru hugsjónir hans og það brýna erindi sem þær eiga við þjóðina nákvæmlega núna. Brýnasta verkefni vetrarins er að tryggja að kjósendur viti nákvæm- lega hvað muni breytast þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við stjórn landsmála. Grunnstefið er skýrt. Frelsi með ábyrgð á að ráða för; hið op- inbera þarf að minnka umsvif sín og kostnað; ólíkir hópar og stéttir þurfa að vinna saman og almenn- ingi og atvinnulífi á að treysta fyr- ir eigin ákvörðunum, lífi og fram- tíð. Það á fyrir kosningar að kynna tímasettan verkefnalista fyrir næsta kjörtímabil. Þannig eiga kjósendur að vita hvernig og hvenær verður tekið af alvöru á skuldavanda heimilanna; hvenær og hvernig skattar verða lækk- aðir; hvenær og hvernig óþarfa verkefni ríkisins verða lögð af og hvenær og hvernig almenningi og atvinnulífi verður á ný veitt frelsi til að nýta þau tækifæri sem hér eru. Þjóðin á betra skilið Þau verkefni sem bíða íslensks samfélags hafa sjaldan verið brýnni en nú. Ekkert stjórnmála- afl getur tekist á við þessi verk- efni betur en Sjálfstæðisflokkur- inn. En til þess þarf hann afgerandi umboð þjóðarinnar. Umboð sem fæst ekki aðeins vegna þess að núver- andi ríkisstjórn leysir verkefnin illa, heldur vegna þess að al- menningur treystir því að Sjálfstæðis- flokkurinn muni leysa þau betur en aðrir. Þrátt fyrir að næstu mánuðir muni einkennast af um- ræðu um augljósan vanmátt ríkisstjórnarinnar, þá er viðfangsefnið mun stærra en ár- angursleysi hennar. Viðfangsefnið er framtíð þessa lands og fólksins sem hér býr. Hið almenna van- traust í garð allra stjórnmála- flokka gerir það að verkum að þeir verða fyrst og fremst að sannfæra kjósendur um eigið ágæti og getu. Það gerum við, sem í Sjálfstæð- isflokknum störfum, best með því að vera sú breyting sem við boð- um. Við horfumst í augu við breytt samfélag og bregðumst við með því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að al- mannahagsmunir séu ofar öllu í uppbyggilegri, sanngjarnari og betri stjórnmálum. Í eigin flokks- starfi vinnum við eins, þar sem lýðræðisleg umræða, samvinna og aðkoma sem flestra er virt. Samfélagið þarfnast slíkra breytinga. Breytinga, þar sem fólkið í landinu fær svigrúm til að nýta tækifærin. Sömu tækifæri bíða Sjálfstæðisflokksins sjálfs, ef hann verður breytingin sem hann boðar og endurspeglar eigin hug- sjónir í öllum sínum áherslum, lausnum og starfi. Þannig nær öll þjóðin árangri. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » „Það á fyrir kosningar að kynna tímasettan verkefnalista fyrir næsta kjörtímabil.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Verum breytingin sem við boðum Nýverið birti einn af frambæri- legri frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins, Sigríður Andersen, grein undir fyrirsögninni „Jóhönnulánin“ (http://www.sigrid- urandersen.is/site/?p=713). Sigríð- ur bendir réttilega á þá hryggi- legu staðreynd að þegar öllum mátti ljóst vera að framundan væri djúp verðleiðrétting á fast- eignum og gengi krónunnar með tilheyrandi verðbólguskoti um mitt ár 2008 greip þáverandi fé- lagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, til þess að auðvelda grunlausum að steypa sér í skuldafen hjá Íbúðalánasjóði. Því miður eru hins vegar fleiri sorg- legar hliðar á inngripum stjórn- málamanna á fjármálamarkaði sem byggjast á „einföldum kosningaskilaboðum“ sem sneydd eru allri grunnhugsun. Ef vaxta- og húsaleigubætur gætu gengið upp í hagfræðilegum skiln- ingi væri full ástæða til að taka upp Nóbelsverðlaun í greininni og veita þau fyrstu til Íslands. Hér á landi er rek- in hávaxtastefna sem ætlað hefur verið það vafasama hlutverk að halda aftur af kaup- gleði almennings. Til að milda þá þenslu- skerðingu dælir hins vegar ríkið um þriðj- ungi vaxtakostnaðar heimilanna aftur til baka! Eftir sitja fyrir- tækin í landinu með háa vaxta- byrði sem heldur aftur af atvinnu- uppbyggingu. Til að fjármagna vaxtabæturnar gefur ríkið svo út skuldabréf sem aftur eykur eftir- spurn eftir fjármagni sem einnig stuðlar að hærra vaxtastigi. Önnur vaxtahringekja fáránleikans eru s.k. húsaleigubætur. Eins og flest- um ætti að vera ljóst ræðst húsa- leiga af framboði og eftirspurn auk vaxtastigs. Húsaleigubætur gera ekkert annað en að valda aukinni eftirspurn í húsnæði og þar með hækkun á húsaleigu. Af- leiðingin er að hinar rangnefndu „bætur“ renna til leigusala en ekki leigutaka eins og að var stefnt. Góður ásetningur stjórn- málamanna er ekki einungis til ófarnaðar fyrir þá sem njóta eiga því vaxtahring- ekjurnar eru jafn- framt hrikalegur kostnaður fyrir skatt- greiðendur. Eins og margoft hefur verið bent á er Íbúðalánasjóður eins og sjálfsmorðs- sprengjuvesti á ís- lensku efnahagslífi. Sjóðurinn er afleitur valkostur fyrir lántak- endur, með hæstu raunvexti á byggðu bóli og því algerlega óskiljanlegt hvers vegna starfsem- inni er haldið áfram. Þrátt fyrir vaxtaokrið hafa skattgreiðendur einnig þurft að leggja sjóðnum nú þegar til meðgjöf sem nemur and- virði útrásarhallarinnar Hörpu og furðuhljótt hefur verið um. Nú virðist hins vegar vanta vel á ann- að hundrað milljarða til að sjóð- urinn geti staðið í skilum. Með- virkir stjórnmálamenn allra flokka virðast ætla að taka á því vanda- máli af svipaðri festu og skulda- vanda Orkuveitunnar á sínum tíma og gott ef sumir myndu ekki bara vilja að sjóðurinn borgaði út arð til eiganda síns sem n.k. lýta- aðgerð á ríkisreikningnum að ekki sé nú minnst á þá hugmynd að hinn gjaldþrota sjóður geti greitt úr skuldavanda heimilanna! Stundum er sagt að Íslendingar þurfi ráðamenn með kjark og þor til að taka á aðsteðjandi vanda. Engar slíkar forsendur þarf til að taka á vanda Íbúðalánasjóðs, ein- ungis lítilsháttar skynsemi. Loka þarf sjóðnum í núverandi mynd með því að setja hann í hefð- bundna slitameðferð eins og gert var með föllnu bankana. Nægt framboð er af lánsfé á almennum markaði auk þess sem ESA hefur nú þegar úrskurðað að núverandi rekstur sé skýrt samkeppnisbrot á fjármálamarkaði og að endur- greiða þyrfti frekari ríkisaðstoð við sjóðinn. Eftir Arnar Sigurðsson »Eins og margoft hef- ur verið bent á er Íbúðalánasjóður eins og sjálfsmorðssprengju- vesti á íslensku efna- hagslífi. Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaði. Vaxtahringekjur Fjárhæð nýrra íbúðalána eftir lánveitendum 15 12 9 6 3 0 milljarðar króna Íbúðalánasjóður, almenn lán Íbúðalánasjóður, önnur lán Innlánsstofnanir Lífeyrissjóðir Heimild: Íbúðalánasjóður, Seðlabanki Íslands 2006 2007 2008 2009 2010 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.