Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 13
Birting lýsingar Fjarskipta hf. Almennt útboð 3. desember til og með 6. desember 2012 Í tengslum við almennt útboð skv. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti á hlutabréfum í Fjarskiptum hf. (hér eftir „Fjarskipti“ eða „félagið“) og umsókn félagsins um töku allra hlutabréfa í Fjarskiptum til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir „Aðalmarkaður Kauphallarinnar“), hafa Fjarskipti birt lýsingu, sem samanstendur af samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu, allt dagsett 19. nóvember 2012 (hér eftir nefnt „Lýsingin“). Lýsingin er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins, www.vodafone.is,. Útprentuð eintök af Lýsingunni má jafnframt nálgast í höfuðstöðvum Fjarskipta að Skútuvogi 2, 104 Reykjavík. Lýsingin verður aðgengileg næstu 12 mánuði. Heildarfjöldi útgefinna hluta í Fjarskiptum eru 335.645.200 talsins. Allir hlutirnir eru í sama flokki og jafn réttháir. Félagið á enga eigin hluti. Hlutir félagsins eru gefnir út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. og er hver hlutur 10 krónur að nafnverði. Stjórn félagsins hefur óskað eftir því að VOICE verði auðkenni hlutabréfanna í kerfum NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir „Kauphöllin“). ISIN númer bréfanna er IS0000020485. Skilyrði og skipulag almenns útboðs Almennt útboð fer fram í tveimur hlutum, lokuðum hluta sem völdum fjárfestum verður boðin þátttaka í og opnum hluta sem öllum sem uppfylla þátttökuskilyrði er heimil þátttaka (hér eftir nefnt „Útboðið“). Í lokaða hluta útboðsins skulu fjárfestar skila inn áskriftar- tilboðum og skulu þau þannig fram sett að verð hvers hlutar sé á bilinu 28,8 til 33,3 kr. á hvern hlut. Lágmarksfjárhæð áskriftartilboða skal vera 50 milljón krónur að kaupverði. Opinn hluti almenns útboðs félagsins fer fram frá kl. 10:00 þriðjudaginn 4. desember og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 6. desember 2012. Seljandi í opna hluta útboðsins mun bjóða til sölu á bilinu 33.564.520 áður útgefna hluti í Fjarskiptum, sem svarar til 10% heildarhlutafjár félagsins. Aðrir 33.564.520 hlutir verða einnig boðnir til sölu hvort heldur í opna eða lokaða hluta útboðsins. Lágmarksáskrift er 50 þúsund krónur að kaupverði. Útboðsgengið í opna hluta útboðsins verður ákvarðað með hliðsjón af eftirspurn í lokaða hluta útboðsins sem haldið verður á mánudeginum 3. desember 2012. Endanlegt útboðsgengi verður tilkynnt eigi síðar en fyrir miðnætti mánudaginn 3. desember 2012. Öll hlutabréf í opna hluta almenna útboðsins verða boðin til sölu á þessu sama útboðsgengi. Skilyrði fyrir þátttöku í opna hluta útboðsins eru að þátttakendur hafi íslenska kennitölu og séu fjárráða. Áður en tekin er ákvörðun um fárfestingu í hlutabréfum í Fjarskiptum eru fjárfestar hvattir til að kynna sér allar upplýsingar í Lýsingunni í heild og skilmála útboðsins sem þar koma fram. Markmið Fjarskipta og seljenda er að útboðið geri Fjarskiptum kleift að uppfylla skilyrði reglna Kauphallarinnar fyrir útgefendur fjármálagerninga, dagsettar 1. desember 2009, um dreifingu hlutafjár. Er þá bæði horft til þess að almenningur og fag- og stofnana- fjárfestar eignist hlut í félaginu. Það er jafnframt markmið seljenda að hámarka söluverðmæti hluta sinna í félaginu. Seljendur áskilja sér rétt til að falla frá útboðinu ef samanlagðar áskriftir í lokaða og opna hluta útboðsins fullnægja ekki skilyrðum Kauphallar um töku hlutabréfa til viðskipta eða ef Kauphöllin samþykkir ekki fyrirliggjandi umsókn félagsins um að hlutir í Fjarskiptum verði teknir til viðskipta. Seljandi er þó ekki skuldbundinn til að falla frá útboðinu af framangreindum sökum. Verði ekki fallið frá útboðinu gætu fjárfestar því eignast hluti í félagi sem ekki verður tekið til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Fjárfestar ættu því ekki að byggja ákvörðun um þátttöku í útboðinu á þeirri forsendu að fallið verði frá því ef ekki næst tilætlaður árangur við söluna. Niðurstöður útboðsins munu liggja fyrir eigi síðar en fyrir miðnætti föstudaginn 7. desember 2012. Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta dag viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar, en fyrsti dagur viðskipta getur þó ekki orðið fyrr en þann 18. desember 2012. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar um Fjarskipti og skilmála almenna útboðsins má finna í Lýsingu Fjarskipta. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur umsjón með útboðinu og því ferli að fá hluti félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Íslandsbanki hf. veitir nánari upplýsingar um útboðið í síma 440 4900 á milli kl. 09:00 og 18:00 dagana 4. desember til og með 6. desember 2012. Reykjavík, 20. nóvember 2012 Stjórn Fjarskipta hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.