Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Storkufangans Matthíasar Mána Erlingssonar er enn leitað. Hann strauk frá Litla- Hrauni fyrir þremur sólar- hringum. Að sögn lög- reglu er verið að púsla saman þeim upplýs- ingum og vísbendingum sem fyrir liggja. Ekki var eins fjölmennt lið við leitina í gær og tók þátt í henni á miðvikudaginn. Engar myndbandsupptökur eru til af flótta Matthíasar þar sem hreyfiskynjarar í myndavél virk- uðu ekki. Matthías er 24 ára, 171 cm á hæð, um 70 kg. Síðast þegar sást til hans var hann klæddur grárri hettupeysu, með svarta húfu og í dökkum buxum. Leit að stokufang- anum hefur ekki enn borið árangur Matthías Máni Erlingsson Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem tók þátt í leitinni að stroku- fanganum Matthíasi Mána Erlings- syni í fyrradag fann við leitina hest sem var frosinn fastur úti í miðri tjörn. Ef ekki hefði verið fyrir leit- ina hefði hesturinn líklega drepist. Ákveðið var að breyta leitinni í björgun og var þyrlunni lent við næsta sveitabæ. Þar ræddu gæslu- menn við bóndann sem ætlaði að aka á staðinn og bjarga hrossinu. Þyrlusveitin hélt því næst leitinni að fanganum áfram en sá að bónd- inn átti í erfiðleikum með að kom- ast á svæðið þannig að þyrlunni var lent hjá honum, hann tekinn upp í og flogið með hann að hestinum. Tókst að brjóta ísinn, losa hestinn og koma honum á þurrt land. Þyrlusveit LHG bjargaði hesti Karlmaður lést þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Grundarfirði í fyrrinótt. Hinn látni hét Smári Örn Árnason, fæddur 19. ágúst 1971. Smári Örn bjó í Grundarfirði nær allt sitt líf. Hann var ókvæntur en lætur eftir sig tvö börn. Slökkviliðið í Grundarfirði var kallað út þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í þrjú í fyrrinótt þegar tilkynning barst um eld í íbúðar- húsinu. Þegar komið var á vettvang logaði mikill eldur í húsinu. Reyk- kafarar fundu Smára Örn sem var einn í húsinu og var hann þá látinn. Upptök eldsins eru enn ókunn og er málið í rannsókn hjá lögreglu. Lést í eldsvoða í íbúðarhúsi Skúli Hansen skulih@mbl.is Fjárlagafrumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær með 28 at- kvæðum en 26 þingmenn sátu hjá og 9 voru fjarverandi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Hreyfing- arinnar auk Lilju Mósesdóttur, þing- manns Samstöðu, Atla Gíslasonar, utanflokka, og Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna, sátu hjá. Þingmenn stjórnarflokkanna sam- þykktu það og það gerðu einnig Guð- mundur Steingrímsson og Róbert Marshall, þingmenn Bjartrar fram- tíðar. Þá var einnig samþykkt breyting- artillaga meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar en í henni var lagt til að fallið yrði frá hækkunum m.a. á bensíni, dísilolíu og áfengi auk þungaskattsins og útvarpsgjaldsins. Með breytingunni minnka tekjur m.a. af vörugjaldi af bensíni um 218 milljónir frá því sem áætlað var og af sérstöku vörugjaldi um 348 milljónir. „Það kom fram við umfjöllun um frumvarpið að þar væri lengra gengið en þörf væri á í að afnema svokall- aðan afdráttarskatt á vexti sem greiddir eru úr landi, það var í frum- varpinu gert ráð fyrir að falla alveg frá þeim skatti en við teljum rétt að falla aðeins frá honum vegna þeirra lána sem tekin eru á mörkuðum og það eykur tekjur ríkissjóðs um 1.600 milljónir frá því sem frumvarpið gerði ráð fyrir,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, spurður af hverju fallið hefði verið frá þessum gjaldhækkunum. „Þá var það niðurstaðan að verja þessum 1.600 milljónum í að falla frá þessum hækkunum. Það hefur þá já- kvæð áhrif á verðlagsþróun og dreg- ur úr neikvæðum áhrifum á verð- tryggðar skuldir heimilanna.“ Ánægður með breytinguna Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í efnahags- og viðskipta- nefnd, er hann ánægður með að fallið hafi verið frá ofangreindum gjald- hækkunum. Hann bendir á að þó að það sé jákvætt að menn hafi hlustað á stjórnarandstöðuna þá sé ennþá útlit fyrir að lán heimilanna hækki um 4-5 milljarða en áður stóð til að þau myndu hækka um rúmlega sex millj- arða að hans sögn. Í drögum að nefndaráliti meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum er lagt til að aðgangs- eyrir að íslenskum kvikmyndum verði ekki lengur undanþeginn virð- isaukaskatti en vafi er talinn leika á því hvort undanþágan samrýmist 36. gr. EES-samningsins. Bæði Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands ís- lenskra kvikmyndframleiðenda, og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formað- ur Félags kvikmyndagerðarmanna, segja að þessi breyting sé gerð í fullu samráði og sátt við félög þeirra. „Ég vona að svo verði ekki,“ segir Hilmar, aðspurður hvort hann telji að þetta muni leiða til þess að aðgangseyrir á íslenskar kvikmyndir muni hækka í verði. Umdeild fjárlög afgreidd Morgunblaðið/Eggert Stutt er í að Alþingi fari í jólafrí en þing mun halda áfram í dag og eflaust einnig á morgun. Þó svo að búið sé að afgreiða fjárlög ársins 2013 eru enn nokkur mál eftir sem þarf að klára fyrir áramót en þau varða fjármál rík- isins. Má þar helst nefna hinn svokallaða bandorm, þ.e. frumvarp um ráð- stafanir í ríkisfjármálum (tekjuöflunaraðgerðir, kjarasamningar, verð- lagsbreytingar o.fl.). Þingfundur stóð enn yfir á tólfta tímanum í gærkvöldi og hafði hann þá staðið yfir frá því klukkan 10.31 um morguninn. Þá hefst þingfundur að nýju klukkan 10.00 í dag og mun hann líklegast standa yfir eitthvað fram á kvöld. Bandormurinn enn eftir Strekkingur verður á landinu öllu á Þorláksmessu, víða 10-15 m/s en gæti orðið hvassviðri á Austurlandi. Veður fer kólnandi næstu daga og frost verður á öllu landinu á að- fangadag. Á aðfangadag verður bjartviðri, 10-15 m/s og frost á bilinu núll til sex gráður, éljagangur verð- ur á Norður- og Austurlandi. Útlit er fyrir hvít jól á Norður- og Austurlandi en rauð jól fyrir sunnan. „Akstursskilyrði geta verið leið- inleg á aðfangadag, norðan- og aust- anlands, þegar él og hvassviðri fara saman,“ segir Teitur Arason, veður- fræðingur hjá Veðurstofu. Á jóladag, annan og þriðja í jólum er útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu, en úrkomulaust að kalla syðra. Víða hörkufrost á landinu, segir á vef Veðurstofu. Norðanáttinni sem verður milli jóla og nýárs á landinu fylgir kald- asta gerðin af lofti sem hægt er að fá, „hvasst og ískalt, auk þess verður ofankoma norðantil,“ segir Teitur. Í megindráttum telur Teitur að veðurspáin muni ekki breytast mikið en þó gæti orðið einhver blæbrigða- munur. Í dag og laugardag verður hitastigið á bilinu eitt til sjö stig. Rigning og sums staðar slydda sunnan- og austanlands en þurrt annars staðar. thorunn@mbl.is Strekkingur á Þorláksmessu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Jólaveðrið Hvasst verður á Þorláksmessu víða um land og ekkert sérstakt ferðaveður verður á aðfangadag og kólnar hressilega milli jóla og nýárs. „Þetta var búið að vera í nefndinni í nokkurn tíma, þetta er ekki eitt af þessum málum sem koma inn í flýti fyrir jól,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi í vel- ferðarnefnd, um eftirlitsgjald sem til stóð að leggja m.a. á smokka, tannþræði og barna- bleiur. Unnur Brá bendir á að á fundi nefndarinnar í október sl. hafi hún spurt hvort ekki ætti að endurskoða þetta eitthvað og að hún hafi gert ráð fyrir því að slíkt yrði gert. Greint var frá því að eftirlits- gjaldið myndi leggjast á fyrr- nefnda vöruflokka í frétt sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins 1. nóvember sl. „Það er ekki hægt að segja að enginn hafi vit- að af þessu og ef það er þannig að ráðherra veit ekki hvers efnis frumvörpin sem hann leggur fram eru þá vakna ennþá fleiri spurningar,“ segir Unnur Brá. Ekki náðist í Guðbjart Hann- esson velferðarráðherra en hann lýsti því yfir í fyrradag að þetta yrði dregið til baka. Rætt í nefnd í október UMDEILT EFTIRLITSGJALD Unnur Brá Konráðsdóttir  Fallið var frá hækkunum á ýmsum gjöldum  Þar á meðal vörugjaldi á bensíni og olíugjaldi  Til stendur að leggja virðisaukaskatt á íslenskar kvikmyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.