Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 10

Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Mjög léttir, hljóðlátir, litríkir og kröftugir hárblásarar. Aðeins 350 gr. og 14 cm. Ársábyrgð. REDKEN ONLY SALON SALONVEHHÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI s. 568 7305 • salonveh.is ÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR VELECTA HÁRBLÁSARAR NOTAÐIR AF FAGMÖNNUM Munið gjafabréfin Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég tel mig vera í mikluábyrgðarhlutverki að búatil eitthvað sem krakkarvilja lesa, þau eiga jú eft- ir að verða framtíðarlesendur þess efnis sem skrifað er fyrir fullorðna. Barnabókmenntir skipta því gífur- lega miklu máli og ég held ótrauð áfram á meðan ég fæ hugmyndir og hef gaman af starfinu mínu. Ég nýt þess að skrifa fyrir börn og ég er alltaf með þreifarana úti,“ segir Sig- rún Eldjárn, einn ástsælasti rithöf- undur okkar, en hún sendir frá sér þrjár bækur þessi jól. Þetta eru bækurnar Listasafnið, endurútgáfa á Bétveim og svo eru það Jólakrakk- ar, en sú bók geymir 26 jólakrakka sem hægt er að klippa út og einnig er hægt að klippa út jólaklæði og hversdagsklæði til að klæða þau í. „Það er þroskandi fyrir barnaputta og eflir fínhreyfingar að klippa út svona fínlegt. Svo getur verið gott að fá hjálp við þetta hjá eldri systkinum, foreldrum eða öfum og ömmum, þau hafa gott af því. Öll samvera er af hinu góða.“ Gerir engan greinarmun á strákum og stelpum Fyllsta jafnræðis er gætt í þessari bók og þar eru því ekki aðeins jólasveinar heldur líka jóla- stelpur. „Það er jú jafn mikið af strákum og stelpum í heiminum, þannig að mér fannst þetta hið eðli- legasta mál. Í gegnum tíðina hefur það ósjálfrátt orðið þannig í mínum bókum að þær eru bæði fyrir stelpur og stráka, enda geri ég engan grein- armun þar á. Strákarnir í Jóla- krakkabókinni heita hinum hefð- bundnu jólasveinanöfnum eins og Stekkjastaur og Stúfur, en hver þeirra á sér tvíburasystur sem ég bjó til nöfn á út frá nöfnum strák- anna. Þarna eru Stekkjastöng, Stubba, Giljagletta, Askasleikja, Hurðaskella og fleiri flottar stelp- ur.“ Tvíburarnir Bjúgnakrækir og Bjúgnakrækja eru þeldökk og systkinin Kertasníkja og Kerta- sníkir eru gul á hörund. „Ég er oft með krakka í bókunum mínum sem hafa annan hörundslit en þann hvíta og ég minnist ekkert á það í textanum, heldur sést það bara á myndunum. Þetta er mitt innlegg til fjölbreytninnar í mannlífinu.“ Nnútíma afi og amma Árið 1986 sendi Sigrún frá sér bók um geimveruna Bétvo og naut hún mikilla vinsælda. Ákveðið var að endurútgefa þessa bók sem segir frá geimveru sem kemur úr geimnum til að kynnast því merka fyrirbæri, bókinni. „Það er ekkert laununga- mál að þessi saga er áróður fyrir bókum og bóklestri. Mér fannst bók- in um Bétvo eiga aftur erindi núna í ljósi þeirrar umræðu að krakkar séu farin að lesa minna. Ég gerði alveg nýjar myndir fyrir þessa nýju útgáfu Stelpurnar Stekkja- stöng og Giljagletta Þar sem jafnmikið er af strákum og stelpum í heiminum, þá fannst henni sjálf- gefið að allir jólasveinarnir ættu tvíburasystur. Jólakrakkarnir hennar Sigrúnar Eldjárn eru allskonar og hennar innlegg til fjölbreytninnar í mannlífinu. Sigrún ólst upp á þjóðminjasafni og það varð kveikjan að bókum sem gerast á söfnum. Fjölbreytni Þær Kertasníkja og Bjúgnakrækja eru flottar stelpur. Bloggsíðunni eatdrinkchic.com er haldið úti af grafíska hönnuðinum Amy Moss. Hún sérhæfir sig í því að búa til litríka og fallega smáhluti fyrir partí, brúðkaup og ýmiss konar við- burði í daglegu lífi. Nýjasta færsla Amy sýnir hvernig má búa til flotta merkimiða með kærleiksríkum skila- boðum. Ef þig vantar fleiri merkimiða á jólapakkana ættirðu að kíkja á þetta og þeir munu eflaust skera sig úr þetta árið. Á vefsíðunni má finna mikið af nýstárlegum hugmyndum fyrir samkvæmi ýmiss konar en líka sjá uppáhaldshluti Amy fyrir heimilið hverju sinni svo og áhugaverða hluti úr tískuheiminum sem hún rekst á. Fín síða til að fá góðar hugmyndir eða bara láta hugann reika og njóta þess að skoða fallega hluti. Vefsíðan wwww.eatdrinkchic.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólapakkar Merkimiðar setja punktinn yfir i-ið á fallegum pökkum. Óvenjulegir jólamerkimiðar Íslensku jólasveinarnir hafa nú komið við daglega kl. 11 á Þjóðminjasafninu. Nú er von á síðustu sveinunum en Gáttaþefur kemur hinn 22. desember, Ketkrókur 23. desember og á að- fangadag lítur Kertasníkir inn kl. 11. Jólasveinarnir eru klæddir þjóðlegu fötunum sínum í þessum heimsókn- um og finnst þeim gott að koma í Þjóðminjasafnið því þeir eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Endilega … … hittið síðustu jólasveinana Morgunblaðið/Golli Jólaheimsókn Sveinkarnir verða þjóðlegir svipað og þessir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Daginn í dag 2 er sjálfstætt framhald af samnefndum mynddiski sem kom út árið 2010. En þar fáum við að fylgj- ast með þeim Hafdísi og Klemma sem snúa hversdagslegum atburðum í ævintýri. Í sögunum um þau Hafdísi og Kemma eru dæmisögur um Jesú yfirfærðar á daglegt líf. Þau takast þannig á við boðskapinn og uppgötva gildi hans. Leikstjóri er Þorleifur Ein- arsson en hann sér einnig um brúðu- gerð og klippingu. „Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Guðna Má Harðarsyni út frá orð- um biskups á prestastefnu 2008. Hann bar hugmyndina síðan undir mig og meðprest sinn í Lindakirkju, Guðmund Karl Brynjarsson. Saman bjuggum við til ramma sem við skrif- uðum síðan handritið út frá. Fyrri diskurinn kom út árið 2010 og viðtök- urnar voru það góðar að við gátum í raun ekki annað en búið til meira,“ segir Þorleifur. Daginn í dag 2 segir hann vera sjálfstætt framhald af fyrri diskinum en í sumar var einnig tekin upp þriðja sería. „Markmið okkar var að gera skemmtilegt barnaefni með þessum góða boðskap. Í barnaefni má aldrei vera dauður punktur og það er áskor- un að halda athygli yngri áhorfenda,“ segir Þorleifur. Hvað varðar brúðu- gerðina segir hann það hafa komið til af því að fjármagn var takmarkað. „Ég hef verið að nördast í þessu núna í þrjú ár mikið til á netinu en ég hitti líka Helgu Steffensen stuttlega og fékk hjá henni góð ráð,“ segir Þor- leifur. Aðalleikarar eru Hafdís María Matsdóttir og Jóel Ingi Sæmundsson en Þorleifur vill nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem unnu að diskinum. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook síðunni www.facebook.com/ daginnidag. Daginn í dag 2 Uppgötva gildi boðskapsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.