Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Katrín Fjeldsted, læknir og einn 25
fulltrúa stjórnlagaráðs, segir ýmsa
reyna að hindra framgang frumvarps
stjórnlagaráðs með útúrsnúningum
og háði. Þjóðin eigi betra skilið.
Með því svarar hún þeirri gagnrýni
sem komið hefur
fram á frum-
varpið, m.a. af
hálfu prófess-
oranna Gunnars
Helga Krist-
inssonar og Sig-
urður Líndal. Sal-
vör Nordal,
formaður stjórn-
lagaráðs, baðst
undan viðtali.
– Sigurður Lín-
dal prófessor telur að draga þurfi til-
lögur stjórnlagaráðs til baka vegna
þeirra athugasemda sem komið hafa
fram. Hvernig bregstu við þessu?
Opið og aðgengilegt ferli
„Allar vel rökstuddar athugasemd-
ir er sjálfsagt að yfirfara enda hafa
stjórnlagaráð svo og stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis gert það.
Vert er að minna á hve opið vinnuferli
stjórnlagaráðs var og aðgengilegt fyr-
ir alla á meðan á verkinu stóð. Ýmsar
athugasemdir sem nú koma fram
virðast gerðar til þess eins að hindra
framgang málsins með útúrsnún-
ingum og háði.
Almenningur í landinu, sem styður
nýja stjórnarskrá, á slíkt ekki skilið.“
– Sigurður segir frumvarpið ýta
undir réttaróvissu, það sé sundrung-
arplagg. Þá hafi stjórnlagaráð ekki
náð lykilmarkmiðum, t.d. með að-
skilnaði löggjafar- og framkvæmda-
valds. Hvernig bregstu við þessu?
„Lykilmarkmið stjórnlagaráðs var
að vinna það verk sem Alþingi fól því
með samhljóða atkvæðum 28. sept-
ember 2010, að endurskoða stjórnar-
skrá lýðveldisins Íslands. Þetta gerði
stjórnlagaráð og lagði fram frumvarp
að stjórnarskrá sem þjóðin gæti sam-
einast um, en ekki til að sundra henni.
Aðskilnaður löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds er mun skýrari í nýrri
stjórnarskrá en þeirri sem nú gildir
og miðar að því að styrkja löggjafann
gagnvart framkvæmdavaldinu. Allar
breytingar á stjórnarskrá, hvar í
heimi sem er, ýta undir réttaróvissu
og það er löggjafans og dómstóla að
eyða henni.“
– Gunnar Helgi segir stjórnlag-
aráð hafa verið umboðslaust og að
það hafi útvíkkað verkefni sitt stór-
lega?
Fjarri því að vera án umboðs
„Stjórnlagaráð var fjarri því að
vera umboðslaust heldur var það
þingskipuð nefnd þeirra einstaklinga
sem höfðu áður verið kjörnir af þjóð-
inni í atkvæðagreiðslu á landsvísu.
Stjórnlagaráð skrifaði ekki nýja
stjórnarskrá frá grunni, fjölmargar
greinar eru óbreyttar. Hins vegar
var okkur ljóst að ýmsu þyrfti að
breyta til hins betra til að efla lýð-
ræði í landinu. Breytingar þær sem
gerðar voru miða einmitt að því.“
– Gunnar Helgi segir fulltrúa
stjórnlagaráðs hafa fallist á að af-
greiða allt í samstöðu og að þess
vegna hafi útkoman verið óskalisti
sem endurspegli sérvisku þeirra sem
í hlut áttu. Hvernig svararðu því?
„Stjórnlagaráð stefndi að því að ná
samstöðu um frumvarp að nýrri
stjórnarskrá en ekki var ljóst fyrr en
undir lokin að það tækist.
Vinnubrögð stjórnlagaráðs voru að
mínu áliti til fyrirmyndar. Óskandi
væri að fulltrúar okkar á Alþingi til-
einkuðu sér þau. Þjóðin á það skilið.“
– Sigurður Líndal víkur að 34.
greininni um náttúruauðlindir þar
sem segir að auðlindir í náttúru Ís-
lands, sem ekki eru í einkaeigu, séu
sameiginleg og ævarandi eign þjóð-
arinnar. Afstaða Sigurðar er að þjóð
geti ekki verið aðili að eða handhafi
eignarréttar. Ákvæðið sé mótsagna-
kennt. Hvernig bregstu við þessu?
Á að vera öllum auðskilið
„Það er auðskiljanlegt öllum al-
menningi að auðlindir í náttúru Ís-
lands eigi að vera sameiginleg og
ævarandi eign þjóðarinnar. Þjóðin á
þegar ýmislegt svo sem þjóðgarða,
þjóðlendur og Þjóðleikhús. Ég sé
ekki að þetta þurfi að vefjast fyrir
lögspekingum. Þetta er íslenska.“
– Sigurður gagnrýnir jafnframt
hversu langt stjórnlagaráð gangi í að
opna heimildir til að krefjast þjóð-
aratkvæðis. Það veiki stöðu Alþingis.
Hvernig bregstu við því?
„Stjórnlagaráð taldi mikilvægt að
gera stjórnsýsluna gagnsærri, efla
Alþingi en jafnframt gera almenningi
kleift að skipta sér af því sem þyrfti
hverju sinni. Í núverandi stjórn-
arskrá er það forseti Íslands einn
sem getur vísað málum til þjóð-
aratkvæðis. Ég tel ekki að aðkoma al-
mennings veiki stöðu Alþingis, en
hins vegar geta slíkar heimildir verið
aðhald fyrir þingið ef gjá myndast
milli þings og þjóðar,“ segir Katrín.
Reynt að tefja og snúa út úr
Fulltrúi í stjórnlagaráði svarar gagnrýni á frumvarp til stjórnskipunarlaga Þjóðin eigi betra skilið
en háð og útúrsnúning þeirra sem vilja tefja málið Segir vinnubrögð stjórnlagaráðs til fyrirmyndar
Morgunblaðið/Golli
„Þetta er alltof skammur tími. Við
fengum um hálfan mánuð til að
skila umsögnum og það er alltof
stuttur tími til að fara yfir svo
viðamikið mál. Það ætti öllum að
vera ljóst,“ segir Hjörtur O. Aðal-
steinsson, formaður dómara-
félags Íslands. Tilefnið er það
svar félagsins til eftirlits- og
stjórnskipunarnefndar Alþingis,
að uppgefinn tími til að fara yfir
frumvarp stjórnlagaráðs hafi ver-
ið alltof naumur.
„Dómstólaráð var sama sinnis.
Svar þess var á sömu nótum. Það
þyrfti minnst einn og hálfan mán-
uð til að fara yfir svo viðamikið
mál. Við útilokum ekki að skila
inn umsögn ef við fáum lengri
frest til þess,“ segir Hjörtur sem
vill að öðru leyti ekki tjá sig um
málið. Hann á sæti dómstólaráði
sem fulltrúi dómstjóra. Formaður
ráðsins er Símon Sigvaldason.
Að sögn Elínar Valdísar Þor-
steinsdóttur, rit-
ara stjórnskip-
unar- og eftir-
litsnefndar, hafa
ekki margir beð-
ið formlega um
lengri frest til að
skila inn um-
sögnum. Sam-
band íslenskra
sveitarfélaga sé í
hópi þeirra sem hafi óskað eftir
lengri fresti.
Þá muni Hæstiréttur, réttar-
farsnefnd og umboðsmaður Al-
þingis væntanlega skila umsögn-
um um stjórnarskrárfrumvarpið í
janúar.
Þingnefndir fengu bréf frá for-
manni stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar 23. nóv. og höfðu frest til
10. des. til að skila umsögn. Aðrir
fengu frest til 13. des. Hinn 7.
des. ákvað nefndin að rýmka
frestinn.
Telja tímann alltof stuttan
VIÐBRÖGÐ DÓMSTÓLARÁÐS
Hjörtur O.
Aðalsteinsson
Vilborg Arna
Gissurardóttir
er hálfnuð á
ferð sinni um
suðurskautið en
hún áætlar að
vera komin á
leiðarenda um
miðjan janúar.
Í fyrrakvöld
hafði hún lagt
helming ferð-
arinnar að baki, tæplega 600 kíló-
metra, en leiðangurinn er alls
1.140 km. Aðstæður hafa verið
misgóðar til göngu síðustu daga,
mikið af nýföllnum snjó sem gerir
færið þungt. Í dagbók Vilborgar á
heimasíðunni www.lifsspor.is segir
hún: „Wow þvílíkur gleðidagur í
dag. Skíðaði yfir á seinni helming-
inn og núna erum við að verð-
launa okkur með jólahlaðborði
sem samanstendur af 1 pakka af
havarti-osti og 1 pakka af ss-
pulsum sem tollararnir fundu ekki
í Chile.“
Ferðalag Vilborgar
Örnu er hálfnað
Vilborg Arna
Gissurardóttir
Mannréttindaskrifstofa Íslands
andmælir því að sérfræðinga-
nefnd sem skipuð var vegna
stjórnlagafrumvarpsins hafi
lagt til að orðalagið „allir skulu
vera jafnir“ skuli standa óbreytt
í 65. gr. stjórnarskrárinnar.
Þvert á móti styður skrif-
stofan tillögu stjórnlagaráðs
um að þarna skuli standa „öll
erum við jöfn“, enda hafi breyt-
ingar ráðsins m.a. lotið að því
„að jafna út karllægni í
stjórnarskránni“.
MRSÍ gerir athugasemdir við
hversu stuttur frestur var til
umsagna. Alþingi þurfi að gefa
sér góðan tíma og ná samstöðu
„án þess þó að hverfa frá þeim
tillögum sem stjórnlagaráð og
þjóðfundur hafa sett fram“.
Karllægni sé
strokuð út
ÁRÉTTING MRSÍ
Katrín
Fjeldsted
Fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Þingnefndir höfðu frest til 13. des. til að skila umsögn um frumvarpið.
YçÜ|Ü )ö áxÅ {≠ÇÇâÇ
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is