Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
STUTTAR FRÉTTIR
● Landsframleiðsla á mann, leiðrétt
fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig,
var 11% yfir meðaltali ESB landanna hér
á landi á síðastliðnu ári samkvæmt töl-
um sem hagstofa Evrópusambandsins,
Eurostat, birti í síðustu viku. „Er þessi
mælikvarði oft notaður á velferð og
virðist hún vera nokkuð viðunandi á Ís-
landi í þessum samanburði þrátt fyrir
allt sem hér hefur gengið á í efnahags-
málum á undanförnum árum,“ sagði í
morgunkorni greiningar Íslandsbanka í
gær.
Þar kemur jafnframt fram að þótt
staða landsins sé betri en gerist að
meðaltali í ESB og að hún sé betri en
gerist í flestum ríkjum innan EES hafi
hún á þennan mælikvarða versnað um-
talsvert á undanförnum árum. Ísland
hafi verið 32% yfir meðaltali ESB land-
anna fyrir 10 árum. Þá hafi Ísland verið
í 6. sætinu á þessum lista Eurostat yfir
Evrópuþjóðir. Í samkeppni þjóða um að
bjóða sem best lífskjör hafi Ísland því
dregist umtalsvert aftur úr á síðustu ár-
um. Það land sem komi einna best út úr
þessum samanburði sé Noregur.
Landsframleiðsla á mann í Noregi hafi
verið 89% yfir meðaltali ESB ríkjanna á
síðastliðnu ári og 68% yfir því sem hún
var hér á landi.
Landsframleiðslan hér
11% yfir meðaltali ESB
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu
lífeyrissjóða og Landsbankans, hefur
notað hina ýmsu ráðgjafa til að annast
sölu á hlutabréfum í eigu sjóðsins. At-
hygli vekur að sjóðurinn hefur einung-
is einu sinni notað Landsbankann, líkt
og sjá má á meðfylgjandi töflu, en
hann er stærsti eigandi sjóðsins með
28% hlut.
Hafliði Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Framtakssjóðsins, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að fagleg sjón-
armið ráði ávallt vali sjóðsins á
ráðgjöfum.
Framtakssjóðurinn keypti eignar-
haldsfélagið Vestia af Landsbankan-
um árið 2010 og við það eignaðist
bankinn hlut í sjóðnum. Átta félög
fylgdu með Vestia í kaupunum: Húsa-
smiðjan, Icelandic, Plastprent, Voda-
fone og fjögur tæknifyrirtæki sem síð-
ar sameinuðust undir merkjum
Advania.
Viðskiptabankarnir
Viðskiptabankarnir þrír, Arion, Ís-
landsbanki og Landsbankinn, fengu
fjölmörg fyrirtæki í fangið eftir
bankahrun og hafa verið þeir sem hafa
selt hvað flest fyrirtæki í sínu eigna-
safni eftir hrun. Bankarnir hafa nýtt
eigin ráðgjafa við söluna þegar fyrir-
tækin eru að öllu leyti í eigu þeirra, en
Morgunblaðið þekkir eitt dæmi um
annað, þegar Kontakt seldi Sigurplast
fyrir Arion, en Kontakt sérhæfir sig í
minni og meðalstórum fyrirtækjum.
„Misjafnt er hver annast sölu á fé-
lögum sem Íslandsbanki hefur tekið
yfir. Í sumum tilvikum annast bankinn
sölu umræddra eigna sjálfur enda er
það hluti af kjarnastarfsemi bankans
auk þess sem starfsmenn bankans
búa yfir viðeigandi sérþekkingu. Í
öðrum tilvikum þar sem kröfuhafar
eru margir þá koma þeir sér saman
um hvaða aðila er falið að annast sölu
eigna,“ segir í svari frá Íslandsbanka.
Innan hvers banka er sagt að þeir
hafi yfir að ráða öflugum hópi ráð-
gjafa sem þeir treysti best til að sinna
fyrirtækjasölu. Sumir segja að það
mætti jafnvel túlka það sem einhvers
konar vantraust á eigið starfsfólk að
nýta það ekki, til að sinna sölu á eigin
eignum, en á sama tíma selja þjón-
ustu þeirra dýrum dómum til ann-
arra. Aðrir segja að bankarnir eigi að
ráða til sín þriðja aðila til að aðstoða
við söluna til að auka trúverðugleika
sölunnar út á við, þar sem verið sé að
selja eigin eignir. Sem sagt, til að að-
stoða þeirra ráðgjafa en ekki yfirtaka
alfarið verkefnið. Ósanngjarnt sé að
biðja þá um að sleppa alfarið höndum
af verkefninu, þar sem þeir séu einnig
sérfræðingar á þessu sviði.
Framtakssjóðurinn fær
víða aðstoð við eignasölu
Landsbankinn á 28% hlut í sjóðnum Viðskiptabankarnir selja eigin félög
Borgartún Mörg fyrirtæki hafa komið sér fyrir í Borgartúninu.
Athygli vekur að FSÍ hefur einungis einu sinni notað Landsbankann.
Morgunblaðið/Frikki
Umsjón með sölu á
fyrirtækjum í eigu
Framtakssjóðsins
*Skráning á markað. FSÍ seldi 60%
Umsjónaraðili
Fyrirtæki í eigu FSÍ sölu
Vodafone* Íslandsbanki
Plastprent Straumur
Húsasmiðjan Landsbankinn
Bandarísk starfsemi
Icelandic Merrill Lynch
Icelandair (10% hlutur) Íslandsbanki
Icelandair (7% hlutur) Straumur
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.+
,/0.12
+,2.11
,,.,/+
,,.11-
+3.+/4
+05.+0
+.143
+30.+2
+2-.22
+,-.1
,/0.3-
+,2.4+
,,.,22
,,.-++
+3.+21
+05.-+
+.1301
+30.51
+22.+,
,,5.0344
+,-.5
,/1.11
+,5.+4
,,.00+
,,.-55
+3.,,
+05.43
+.1354
+31.0,
+22.-4
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP
banka, spurði í viðtali við Við-
skiptablað Morgunblaðsins fyrir
viku hvort það sé „eðlilegt að eig-
endur eða stórir lánardrottnar sjái
jafnframt um sölu á hlutabréfum“.
Hann sagði að það væru von-
brigði að MP banki hefði ekki haft
aðkomu að skráningu þeirra félaga
sem hafa farið á hlutabréfamarkað
á síðustu tólf mánuðum. „Ég átti
von á því að við myndum taka að
okkur skráningarverkefni en það
hefur ekki gengið eftir og ég er
pínulítið óánægður með það.“
Spurður hvort MP banki geti ekki
keppt við stóru bankana á þessu
sviði, segir Sig-
urður Atli svo
alls ekki vera.
„Við höfum alla
burði til að
keppa við aðra
en það virðist
hafa vegið
þungt að þar
sem tengsl eru
við viðkomandi viðskiptabanka
hafa verkefnin viljað enda þar. Nú
þurfa fjárfestar, sem eru líklegir
kaupendur að slíkum bréfum, að
fara að leggja línurnar hvernig þeir
vilja að haldið sé á þessum mál-
um.“
Lánardrottnar ráða miklu
EIGENDUR OG LÁNARDROTTNAR MEÐ PÁLMANN Í HÖNDUNUM
Sigurður Jónsson
Fyrirtæki á heimsvísu hafa selt
ruslbréf til fjárfesta fyrir metupp-
hæð á þessu ári. Fjárfestar eru nú
reiðubúnir til að fallast á talsvert
lægri ávöxtunarkröfu á slíkum
bréfum en áður hefur tíðkast –
jafnvel undir 5%.
Fram kemur í frétt Financial
Times að útgáfa ruslbréfa hafi
numið 419 milljörðum Bandaríkja-
dala á árinu. Fyrra metið var sett
árið 2010 þegar útgáfa slíkra bréfa
nam ríflega 350 milljörðum dala.
Fjármagnskostnaður fyrirtækja
með lánshæfi í ruslflokki er tölu-
vert hærri borið saman við skulda-
bréfaútgefendur sem flokkast fjár-
festingarhæfir og því er aðgengi
slíkra fyrirtækja að lánsfjármagni
að öllu jöfnu bæði takmarkaðra og
dýrara.
Að sögn greinenda ætti aukin út-
gáfa ruslbréfa ekki að koma á óvart
á meðan bankar halda að sér hönd-
um í útlánum til raunhagkerfisins
og vextir eru í sögulegu lágmarki.
Fjárfestar sjá tækifæri í hávaxta-
bréfum með lélegt lánshæfismat
við slíkar aðstæður.
Í frétt Financial Times er haft
eftir Stephan Jaeger, forstöðu-
manni markaðsviðskipta með há-
vaxtabréf hjá Bank of America, að
það væri kannski ekki lengur rétt
að tala um „hávaxtabréf“ í ljósi sí-
fellt lægri ávöxtunarkröfu sem slík
bréf eru seld á.
Útgáfa fyrirtækjaskuldabréfa
sem flokkast fjárfestingarhæf hef-
ur ennfremur aldrei verið meiri en
á þessu ári. Samtals nam útgáfa
slíkra bréfa 1,71 billjón dala á
árinu, samkvæmt bráðabrigðatöl-
um breska greiningafyrirtækisins
Dealogic, en það er 46% aukning
frá fyrra meti sem var sett árið
2009. hordur@mbl.is
AFP
Wall Street Sökum lágra vaxta
sækja fjárfestar í ruslbréf.
Aldrei meiri
ásókn í ruslbréf
Fjárfestar sækja í hávaxtaskuldabréf
Thermowave plötuvarmaskiptar
Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði
Eimsvalar fyrir sjó og vatn
Olíukælar fyrir sjó og vatn
Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu
Fyrir orku iðnaðinn
Glycol lausnir fyrir byggingar og
sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali
Títan–laser soðnir fyrir
erfiðar aðstæður svo sem
sjó/Ammoníak
Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði
www.frost.is