Morgunblaðið - 21.12.2012, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Verkfræðifyrirtækið Mannvit hefur
hlotið 40 milljóna evra styrk vegna
jarðvarmaverkefnis í Ungverja-
landi. Er þetta eitt af 23 verkefnum
sem hljóta styrki vegna NER300-
áætlunar framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins um græn
orkuverkefni. Markmið verkefn-
isins er að örva jarðvarmakerfi til
raforkuframleiðslu í suðaust-
urhluta Ungverjalands. Ráðgert er
að vinna verkefnið á næstu árum í
nánu samstarfi sérfræðinga á sviði
verkfræði og jarðvísinda í Ung-
verjalandi og á Íslandi. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá Mannviti.
Framlag ESB til verkefnis Mann-
vits í Ungverjalandi nemur um 40%
af heildarkostnaði verksins sem er
áætlaður ríflega 100 milljónir evra.
Sjá nánar á mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Búdapest Mannvit hefur rekið dótturfélag
í Búdapest í Ungverjalandi frá árinu 2007.
Mannvit fékk fjörutíu
milljónir evra í styrk
Gerður Rík-
harðsdóttir
rekstrarhag-
fræðingur hefur
verið ráðin fram-
kvæmdastjóri
Cintamani frá og
með næstu ára-
mótum. Gerður
var fram-
kvæmdastjóri
IKEA í þrjú ár,
framkvæmdastjóri Útilífs í fimm ár
og undanfarin sex ár hefur hún
verið framkvæmdastjóri sérvöru-
fyrirtækja Haga, samkvæmt því
sem fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Gerður er með meistara-
gráður, annars vegar í rekstr-
arhagfræði og hins vegar
starfsmannastjórnun.
Ráðin framkvæmda-
stjóri Cintamani
Gerður
Ríkharðsdóttir
Þriðji stærsti banki Grikklands,
Eurobank, tapaði 1,095 milljörðum
evra, 182 milljörðum króna, á
fyrstu níu mánuðum ársins.
Þurfti bankinn að afskrifa á
tímabilinu 6 milljarða evra af skuld-
um gríska ríkisins. Vegna þessa
þarf Eurobank á endurfjármögnun
að halda upp á 5,8 milljarða evra.
Grískir bankar munu alls fá 50
milljarða evra úr björgunarsjóði
Evrópu til endurfjármögnunar.
Tapaði yfir milljarði
evra á níu mánuðum
STUTTAR FRÉTTIR
Íslendingar hafa á síðustu þremur
árum eytt umfram efni og í flestum
mánuðum duga tekjur ekki fyrir út-
gjöldum. Þetta kemur fram þegar
tölur frá Meniga um heildarútgjöld
og neyslu eru skoðaðar. Niðurstaðan
sýnir aukna skuldasöfnun þrátt fyrir
að á tímabilinu hafi ríkissjóður fjór-
um sinnum verið með vaxtaniður-
greiðslu, fólk hafi tekið út tugi millj-
arða úr séreignarsparnaði og
bankarnir hafi lækkað skuldir eða
greitt fólki til baka hluta vaxta-
greiðslna. Á sama tíma hafa yfir-
dráttaskuldir og óverðtryggð
skuldabréfalán heimilanna sem ekki
eru íbúðalán hækkað nokkuð.
Meðalhalli einstaklings í hverjum
mánuði er samkvæmt þessum tölum
1,9%, en það er töluvert önnur nið-
urstaða en Hagstofan kemst að í
Hagtíðindum hinn 6. desember síð-
astliðinn þar sem afgangur heimil-
anna er 14% á mánuði á árunum 2009
til 2011. Í tölum Meniga er tímabilið
2010 til 2012 skoðað, en meðalhalli
var mestur árið 2010 og hefur farið
lækkandi síðan.
September er sá erfiðasti
Mikill munur er á útkomu ein-
stakra mánaða og fer það meðal ann-
ars eftir því hvort barna- og vaxta-
bætur séu greiddar út, auk þess sem
vaxtaniðurgreiðsla ríkissjóðs hefur
áhrif. September er sá mánuður sem
er fólki erfiðastur en á síðustu 3 ár-
um hefur hann samtals verið nei-
kvæður fyrir hvern og einn um 110
þúsund krónur, eða um 33 þúsund á
mánuði. Nánari umfjöllun á mbl.is
thorsteinn@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Eyðslusemi Í flestum mánuðum duga tekjur ekki fyrir útgjöldum.
Íslendingar eyða
um efni fram
Aukin skuldasöfnun undanfarin 3 ár
Skráðu bílinn þinn
frítt inn á
diesel.is
Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252
þegar þú ætlar að selja bílinn
Munið að slökkva
á kertunum
Aldrei má skilja eftir logandi kerti
eða kertaskreytingu í mannlausu
herbergi s.s. í fundarherbergi eða
á kaffistofu vinnustaðar.
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Föstudagur 21. des., Laugadagur 22. des.,
Sunnudagur 23. des. frá kl. 12:00 til 20:00
Skata, Saltfiskur, Kartöflur,
Rófustappa, Hangiflot
Studio 29, Á horni Laugaveg Snorrabrautar, sími 511 3032, 861 2319
Skata - Skata - Skata