Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 24

Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Maður í jólasveinsbúningi skemmtir sér með höfr- ungum sem lyftu sér upp í sjávardýragarðinum Marineland í bænum Antibes í Frakklandi í gær. Í garð- inum eru m.a. sýndir höfrungar og háhyrningar. Á ári hverju heimsækja um 1,2 milljónir manna garðinn og höfrungasýningarnar njóta alltaf mikilla vinsælda. AFP Höfrungar lyfta sér upp á aðventunni Þegar fjöldamorðinginn Martin Bryant skaut 35 manns til bana með sjálfhlaðandi byssum í Port Arthur í Ástralíu árið 1996 knúði þáverandi forsætisráðherra, John Howard, fram herta löggjöf um byssueign og bann við hríðskotarifflum. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur nú boðað svipaðar aðgerðir til að stemma stigu við mannskæðum skotárásum eftir að tvítugur maður myrti 20 börn á aldrinum sex til sjö ára og sex fullorðna í barnaskóla í Newtown í Connecticut. Philip Alp- ers, ástralskur sérfræðingur í bar- áttunni gegn byssuglæpum, telur að erfiðara verði fyrir Obama að knýja fram herta byssulöggjöf en fyrir Howard í Ástralíu. „Í Bandaríkj- unum hafa viðbrögðin við fjölda- morðunum verið þau að fólk hefur keypt fleiri byssur til að verja sig. Byssum er ruglað saman við frelsi og deilan er svo hatrömm að það getur verið erfitt fyrir Obama að ná einhverju fram,“ segir Alpers. Helstu samtök bandarískra byssueigenda, NRA, eru á meðal öfl- ugustu hagsmunavarðanna í Banda- ríkjunum. Þau hafa m.a. náð því fram að 38 sambandsríki hafa losað um hömlur á byssusölu á síðustu þremur áratugum. bogi@mbl.is National Rifle Association Fulltrúadeildin Fjárframlög NRA í ár 14 milljónir dollara er heildarfjárhæðin sem notuð var í baráttunni gegn endurkjöri Baracks Obama 205 af 435 þingmönnum fengu fé frá NRA 92%8% Öldungadeildin 42 af 100 þingmönnum fengu fé frá samtökunum 92%8% Helstu samtök bandarískra byssueigenda. stofnuð árið 1871 í New York Formaður: David Keene Charlton Heston 1998 til 2003 Höfuðstöðvar í Fairfax (Virginíu) Um 4 milljónir félaga Fyrrverandi forsetar sem voru félagar í NRA John F. Kennedy (eini forsetinn úr röðum demókrata), Richard Nixon, Ronald Reagan og George Bush Framlög samtaka byssueigenda til stjórnmálamann Heimild: NRA, Opensecrets.org Framlög í ár 3,1 milljón dollara (390 millj. kr.) til ýmissa frambjóðenda 59% Gefendur 40% 96% til repúblikana þar af runnu 838.599 dollarar til repúblikanans Mitt Romney Þiggjendur 4% til demókrata Heildarframlögin í síðustu kosningum 2,96 milljónir 133.000 3,1 4,3 2012 2,8 2008 2 20042000 1,9 1996 1,8 1992 Óþekktir Demókratar Repúblikanar RepúblikanarDemókratar 18916 86 44 4 38 7 49 Clinton Bush Obama í milljónum dollara í dollurum Einstaklingar Hagsmuna- hópar 1% Obama á við ramman að rjá Brussel. AFP. | Sjávarútvegsráðherr- ar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu í gær samkomulagi um kvóta næsta árs eftir 48 klukkustunda samningaviðræður í Brussel. Samkomulaginu var lýst sem málamiðlunarlausn í deilu embættis- manna, sem vildu skerða kvóta til að vernda fiskstofna, og fiskveiðiþjóða sem lögðu áherslu á að vernda störf sjómanna. Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafði beitt sér fyrir því að veiðar á 47 fisktegundum í Atlantshafi og Norðursjó yrðu minnkaðar. Damanaki kvaðst vera ánægð með niðurstöðuna og telja að hún tryggði gott ástand „næstum allra“ fisk- stofnanna innan þriggja ára nú þeg- ar fiskveiðiþjóðirnar fylgdu ráðgjöf vísindamanna. „Við getum tryggt heilbrigða stofna, fleiri störf og meiri tekjur fyrir strandbyggðirnar. Þetta er ekki draumur. Það er hægt að gera þetta.“ Fiskveiðiþjóðirnar ánægðar Spánverjar, Frakkar, Bretar og Danir lögðust gegn mörgum af til- lögum Damanaki. Hún lagði m.a. til að ýsuveiðar í Írlandshafi yrðu minnkaðar um 55% en samþykkt var að minnka þær um 15%. Sjávarút- vegsráðherra Frakklands, Frederic Cuvillier, kvaðst vera ánægður með niðurstöðuna vegna þess að kvótarn- ir hefðu annaðhvort aukist eða hald- ist lítið breyttir í Norðursjó, Ermar- sundi, Biskajaflóa og Írlandshafi. Spánverjar sögðust vera ánægðir með samkomulagið því þeir hefðu náð öllum kröfum sínum fram. Fulltrúar umhverfisverndarsam- taka voru ekki jafnánægðir. „Sjávar- útvegsráðherrar ESB hafa ekki gripið til þeirra aðgerða sem þarf til að stöðva ofveiðar í Norðursjó,“ sagði Roberto Ferrigno, fulltrúi al- þjóðlegu umhverfisverndarsamtak- anna WWF. Deilt um nýja veiðikvóta ESB  Samið um málamiðlunarlausn AFP Sátt Sjávarútvegsráðherra Frakka og Maria Damanaki. Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is … Heilsurækt fyrir konur Nýtt! bjóðum nú einnig upp á tri mform Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.