Morgunblaðið - 21.12.2012, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
✝ Þuríður JónaÁrnadóttir
fæddist í Miðdölum,
Dalasýslu, 8. sept-
ember 1920. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Grund 14. des-
ember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjóna
Jónsdóttir frá Arn-
arstapa, Snæfells-
nesi, f. 4.10. 1894, d.
29.7. 1959, og Árni Jónasson ull-
armatsmaður frá Stóra-
Vatnshorni í Haukadal, fæddur
30.6. 1892, d. 10.6. 1968.
Þuríður var einkabarn for-
eldra sinna og ólst upp í for-
eldrahúsum í Skriðukoti í
Haukadal. Fluttist hún þaðan
með foreldrum sínum til Reykja-
víkur árið 1934. Árið 1941 giftist
Þuríður Ingólfi Jónssyni, frá
Stöðvarfirði, f. 5.6. 1908, d. 19.2.
1998. Þau skildu. Þuríður og
Ingólfur eignuðust eina dóttur,
Steinunni, f. 7.7. 1943. Maki
Gylfi Geirsson frá Vík í Mýrdal,
f. 21.10. 1948. Börn þeirra: 1)
Geir Gylfason, f. 25.9. 1977, og 2)
Jóhanna Gylfadóttir, f. 7.7. 1979.
Barn hennar og Bjarna Þ. Sig-
urbjörnssonar er Katla, f. 24.5.
fræðaskólapróf í Reykjavík. Síð-
ari á ævinni stundaði hún nám
við öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð. Hún vann lengi
við verslunarstörf í Reykjavík,
m.a. hjá kvenfataverslununum
Ninon og Feldinum. Ljósmyndun
var Þuríði mjög hugleikin og
starfaði hún m.a. hjá ljósmynda-
stofu Vigfúsar Sigurgeirssonar
og ljósmyndastofu Lofts. Á
sjötta áratugnum fór Þuríður til
Bandaríkjanna og starfaði þar
við ýmis þjónustustörf. Eftir að
heim kom starfaði hún í mörg ár
hjá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga við verslunarstörf og
kenndi þar m.a. á Singer-
saumavélar eftir að hafa sótt
nokkurra mánaða námskeið þar
að lútandi í London.
Þuríður stundaði ritstörf,
skrifaði sögur og ljóð. Auk þess
sem hún tók fjölmörg viðtöl við
alþýðuhetjur víða um land sem
birtust í Lesbók Morgunblaðsins
undir stjórn Gísla Sigurðssonar
ritstjóra. Þuríður var vel hag-
mælt og ættingjar hennar gáfu
út ljóðasafn hennar „Hvaðan og
hvert“ á nýræðisafmæli hennar
2010. Þuríður og Einar bjuggu í
Reykjavík, lengst af á Háaleit-
isbraut og síðar í Mávahlíð. Eftir
lát Einars bjó Þuríður áfram í
Mávahlíð en flutti á Dvalarheim-
ilið Grund haustið 2011.
Útför Þuríðar verður gerð frá
Háteigskirkju föstudaginn 21.
desember 2012 kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
2012. Árið 1958
giftist Þuríður Ein-
ari Alberti Magn-
ússyni leigu-
bifreiðastjóra frá
Leirubakka í Land-
sveit, f. 11.11. 1917,
d. 20.8. 1992. Þur-
íður og Einar eign-
uðust Árna Kristin,
f. 1.3. 1959. Árni á
soninn Hákon Örn,
f. 5.6. 1986, með Sú-
sönnu Þ. Jónsdóttur, f. 23.7.
1959. Þau slitu samvistum.
Maki Árna er Ómar Ellerts-
son, f. 8.12. 1966. Synir hans eru
Jón Óli og Ellert Björn. Sonur
Einars af fyrra hjónabandi er
Gunnar Magnús, f. 29.2. 1948.
Maki Ingibjörg Sigríður Guð-
mundsdóttir, frá Húsatóftum á
Skeiðum, f. 13.5. 1949. Dætur
þeirra: 1) Sólveig Hrönn, f.
17.12. 1973. Maki Gísli Ragnar
Kristjánsson, f. 29.9. 1972.
Þeirra börn: Kristján, Ingibjörg
og Einar Örn. 2) Bergdís Saga, f.
4.6. 1975, maki Júlíus Björg-
vinsson, f. 29.9. 1968. Synir
þeirra: Gunnar Hans, Ari Hauk-
ur og Andri Karel, sonur Júl-
íusar af fyrra hjónabandi.
Þuríður tók barna- og gagn-
„Vitur maður hefur sagt að
næst því að missa móður sína sé
fátt hollara úngum börnum en
missa föður sinn.“
Mér er í barnsminni hversu
reið móðir mín var eftirlætis-
skáldi sínu Halldóri Laxness að
byrja Brekkukotsannál á þessum
orðum. Hún skyldi vera börnum
sínum skjól til að vaxa og verða að
góðum manneskjum á sama hátt
og hún hafði notið óskiptrar at-
hygli og atlætis hjá foreldrum
sínum.
Móðir mín lifði næstum heila
öld, ólst upp í torfbæ, sá Reykja-
vík byggjast úr bæ í borg, ferðað-
ist yfir hálfan hnöttinn. Ók Route
66 í amerískum kagga yfir þver
Bandaríkin til að vinna á Cos-
mopolitan í New York. Hún hélt
heim með nýja drauma og
strauma.
Hún fyllti bernskuár mín með
ferðalögum, sveitadvöl og sumar-
búðaheimsóknum. Unglingsárun-
um stýrði hún með svipbrigðum
og þögn ef henni fannst ærslin
verða of mikil. Hún vildi að við fé-
lagarnir ættum frekar athvarf
heima en úti í sjoppu. Menntun
var nauðsyn og sjálf sótti hún sér
menntun fram á fullorðinsár.
Hún leiðbeindi um áhuga fyrir
verkum annarra og elfdi sjálfs-
virðingu. Tillitssemi við aðra án
undanlátssemi og mikilvægi þess
að kunna að halda samræðum lif-
andi og innihaldsríkum vorum við
minnt á daglega í samskiptum við
hana.
Veldur ekki sá er varar var
henni óþrjótandi umboð til að
leggja manni lífsreglurnar jafn-
vel eftir að við börnin vorum orð-
in harðfullorðin. Það var oft
freistandi að ganga gegn góðum
ráðum.
Hún átti góð ár með föður mín-
um en missti hann allt of fljótt.
Hún var sjálfstæð og sjálfbjarga
og bjó ein fram yfir nírætt þegar
hún fluttist á Grund þar sem hún
andaðist eftir stutt veikindi.
Ég vil að lokum þakka móður
minni samfylgdina og veganestið
sem hún gaf mér með ljóði sem
hún orti og birtist í ljóðasafni
hennar Hvaðan og hver sem út
kom 2010. Megi ferðalag þitt
halda áfram.
Lengi hef ég undrast og spurt
um spor mín, sem liggja hér
um sendna strönd.
Um nótt bar mig að landi
Má vera að ég sé skipbrotsmaður
sem bylgja skolaði á land,
en braut skip sitt
á leið um víðari höf.
Eða kom ég hér
aðeins til að hvílast
um stund eins og fugl frá
annarlegri stjörnu
úti í geimnum, á flugi áfram
til óþekktra heima?
Spurningu minni um
hvaðan og hvert
er enn ósvarað.
En hitt veit ég:
að innan skamms verða spor
mín grafin í gljúpan sand
og ósýnileg þeim, sem koma
og hafa viðdvöl hér
á eftir mér.
Árni Kristinn Einarsson.
Amma mín og stórvinkona er
fallin frá. Amma Þu eins og við
systkinin kölluðum ömmu var
ekki bara amma í þeirri merkingu
heldur var hún svo miklu meira.
Amma var mikil vinkona mín og
trúnaðarvinur og var ávallt gott
að tala við ömmu um það sem
manni lá á hjarta. Í gegnum árin
þróuðust samtölin okkar frá því
að vera samtal lítillar ömmu-
stelpu við ömmu sína yfir í það að
tvær vinkonur voru að spjalla
saman.
Ég varð snemma forvitin um
ævi ömmu minnar og þann tíma
sem hún lifði, andstæðurnar og
breytingarnar sem amma og fólk
af hennar kynslóð upplifðu og
endurspeglaðist í frásögnum af
gömlum tíma. Fyrir mér var
amma mín stórmerkileg kona.
Kona sem fæðist í sveit í Dala-
sýslu snemma á seinustu öld,
flyst með foreldrum sínum til
Reykjavíkur á unglingsaldri á
krepputímum og tengist borginni
strax sem sinni. Flyst svo tíma-
bundið til Los Angeles í Banda-
ríkjunum ásamt stoppi í New
York. Þessi ár ömmu í Ameríku á
fimmta áratug seinustu aldar
urðu heillandi og ljóslifandi þegar
amma sagði frá þessum tíma,
tíma þegar ung kona siglir til
Bandaríkjanna á algjörlega nýjar
og framandi slóðir og kemur til
baka með reynslu og þekkingu
sem lifðu með henni fram á sein-
ustu ár.
Amma átti fjölbreyttan starfs-
feril, allt frá því að kenna á
saumavélar og sníðagerð yfir í að
taka viðtöl og skrifa greinar í
Lesbók Morgunblaðsins. Fyrir
utan þetta var amma mikil ljóða-
kona, hagmælt og hagorð eins og
sést svo vel á ljóðunum hennar
sem hún orti allt frá bernsku.
Mörg af ljóðunum fjalla um
gamla tíma, tímana sem voru
ömmu svo hugleiknir og birtust á
svo varfærinn og fallegan hátt í
ljóðunum hennar. Lífshlaup
ömmu var litríkt og fróðlegt og
mikið er ég þakklát fyrir að hafa
fengið að skyggnast svo vel inn í
líf ömmu sem gaf mér hlutdeild í
minningum sínum og lífshlaupi.
Amma færði mér áhuga á
gömlum tíma og því sem liðið er
og kenndi mér að meta reynslu og
frásagnir liðinna tíma sem fylgja
mér ætíð og fyrir það er ég mikið
þakklát. Það er svo margt sem
hægt væri að minnast á í sam-
bandi við ömmu, bæði það sem
einkenndi hana sem einstakling
og sem ömmu. Frásagnir, ljóð og
skemmtileg samtöl ásamt hlýju
og ástríku viðmóti voru það sem
einkenndi ömmu og hennar nær-
veru. Minningin um sniðuga,
skemmtilega og yndislega mann-
eskju og þann mannvin sem
amma var verður ljóslifandi.
Ég er fegin að hafa fengið
tækifæri til að óska þér góðrar
ferðar, amma mín, rétt áður en þú
lagðir af stað í hið stórmerkilega
ferðalag þitt á föstudaginn var.
Ferðalagið sem við vorum búnar
að ræða mikið í gegnum árin og
hvernig við skynjuðum það sem
var, það sem er og það sem koma
skal. Góða ferð, amma mín, og
takk fyrir allt sem þú kenndir
mér, stuðning þinn sem var ómet-
anlegur og vinskapinn sem ég
sakna mikið en geymi í hjarta
mínu. Við hugsumst á, amma mín,
eins og þú sagðir svo oft.
Þín
Jóhanna.
Fallin er frá elskuleg amma
mín Þuríður Jóna Árnadóttir,
hún lést á hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík á 92. aldursári.
Ljúfar og góðar minningar
koma upp í hugann þegar ég
hugsa til Þuríðar ömmu og Ein-
ars afa eða ömmu og afa í Mávó
eins og við sögðum alltaf. Ég man
vel eftir tilhlökkuninni sem fylgdi
því að hitta ömmu og afa. Hlýjan
og kærleikurinn sem þau sýndu
var mikill og vildu þau allt fyrir
okkur barnabörnin gera. Mér eru
minnisstæðir bíltúrar á fína
Bensanum hans afa þar sem kom-
ið var við í ísbúðinni, ferðalögin í
Landsveitina, allar sögurnar,
samræðurnar, himneski matur-
inn og kökurnar hennar ömmu og
margt margt fleira.
Amma fylgdist vel með öllu því
sem var að gerast í þjóðfélaginu,
las mikið og var fróðleiksfús.
Einnig fylgdist hún alltaf vel með
lífi og starfi sinna nánustu, gaf
sér tíma til að hlusta og vildi vita
að öllum liði vel. Amma átti oft
löng og góð samtöl við börnin mín
þrjú, Einar Örn, Ingibjörgu og
Kristján, sem öll sakna lang-
ömmu sinnar.
Það var sérstaklega gott að
leita til hennar ömmu. Hún var
réttsýn og hafði djúpan skilning á
lífinu og tilverunni auk þess sem
hún bjó yfir góðri íslensku- og
tungumálakunnáttu. Oft og iðu-
lega fékk ég aðstoð hjá ömmu við
enskuverkefnin mín í grunnskóla,
auk þess sem amma veitti mér
dýrmæta aðstoð við ritgerðar-
smíð á fyrsta árinu mínu í Há-
skóla Íslands.
Á námsárum mínum bjó ég um
tíma hjá ömmu í Mávó og naut ég
þá hennar ómældu umhyggju og
hlýju. Við amma gátum oft spjall-
að langt fram á nótt um allt milli
himins og jarðar, hvort sem það
var um skólamál, strákamál eða
framtíðarplön, alltaf var amma
tilbúin að hlusta og sýna áhuga.
Elsku amma, söknuðurinn er
mikill nú þegar komið er að
kveðjustund, en minningin um
yndislega ömmu mun lifa með
okkur um ókomna tíð.
Þín
Sólveig Hrönn.
Mér bárust þau döpru tíðindi
um helgina að hún Þuríður hefði
látist eftir skammvinn veikindi.
Ég var nýkominn á unglingsár
er Gylfi bróðir minn trúlofaðist
og stuttu seinna giftist Steinunni
dóttur Þuríðar. Það skapaðist
strax góður vinskapur og tengsl
milli foreldra minna og Þuríðar
og Einars, stjúpföður Steinunn-
ar, sem entist þar til þau eitt af
öðru kvöddu þennan heim. Þess-
ar fjölskyldur voru afskaplega
samstilltar og tel ég að Þuríður
með sinni alúðlegu framkomu í
allra garð hafi átt mikinn þátt í að
svo varð. Ég á margar minningar
um fjölskyldufundi hvort sam það
voru samverustundir í sumar-
bústaðnum í Skorradal, í for-
eldrahúsum mínum á Dunhagan-
um, heima hjá Gylfa og Steinunni
eða á heimili Þuríðar og Einars. Á
þessum árstíma vakna óneitan-
lega minningar um jól á Íslandi
og eru mér ófá jóla- og áramóta-
boðin minnisstæð, þó sérstaklega
jólin 2002, en það voru síðustu jól
er ég dvaldi heima hjá bróður
mínum og mágkonu. Þá hafði
gestunum tekið að fækka þar sem
báðir foreldrar okkar Gylfa voru
þá fallnir frá og Þuríður hafði
misst sinn mann þó nokkrum ár-
um áður. Engu að síður var and-
inn sá sami og við nutum þess að
vera saman.
Það var alltaf gott að sækja
þau Þuríði og Einar heim, enda
bæði gestrisin með afbrigðum
auk þeirrar hlýju og kærleika
sem stafaði frá þeim báðum.
Nokkuð sem lýsti sér vel í þeirri
umhyggju sem þau sýndu móður
minni eftir að hún var orðin ekkja
og ég hafði lagt land undir fót og
hafið nám hér á Bretlandi. Þur-
íður var einnig tíður gestur móð-
ur minnar eftir að hún lagðist inn
á hjúkrunarheimili og Þuríður
stytti henni oft dægur allt fram á
hinstu stund.
Þuríður var vel máli farin og
fékkst á tímabili við blaðaskrif,
sem oft voru byggð á viðtölum er
hún átti við fólk á landsbyggðinni.
Hún hafði heilbrigða forvitni og
bjó yfir víðsýni, auk þess sem hún
hafði áhuga á mörgum málefnum.
Þuríður var dygg við að rækta
tengsl við vini og ættingja og í því
sambandi má geta að hún hafði
ætíð náið og gott samband við
Gunnar son Einars af fyrra
hjónabandi og hans fjölskyldu
sem hún tók sem sína eigin. Eftir
að móðir mín féll frá átti Þuríður
það til að slá á þráðinn til mín hér
á Bretlandi til að athuga hvernig
högum mínum sætti og fræðast
um þau verkefni sem ég var að
fást við. Mér finnst það mjög lýs-
andi dæmi um þá umhyggju sem
hún bar fyrir öðrum.
Ættingjar og vinir Þuríðar eru
of margir til að telja upp hér, en
hugur minn dvelur með ykkur svo
mörgum sem ég hef haft ánægju
af að kynnast.
Ég kveð þig Þuríður með
kærri þökk fyrir góða viðkynn-
ingu og góðar minningar.
Pétur J. Geirsson.
Elsku Þuríður mín, takk fyrir
okkar elskulegu og yndislegu ár
saman, þó að þau hafi ekki verið
mörg, næstum tugur. Okkar
fyrstu kynni voru einlæg og vina-
leg. Þú hrein og bein, svo ótrú-
lega víðsýn og fróð. Ég minnist
alltaf hversu nákvæm og ákveðin
þú varst í öllu, stjórnaðir þessari
yndislegu litlu og góðu fjölskyldu.
Þú varst leiðtogi þeirra. Mér þótti
alltaf gaman að heyra þig tala um
þinn fallega og yndislega Einar.
Glæsileg baráttukona varstu og
ert enn í okkar huga. Ég var boð-
inn velkominn í fjölskylduna og
þakka þér fyrir góð orð í minn
garð. Að gefa þér eitthvað var
alltaf mjög gaman, sérstaklega ef
þú vissir að ég hefði búið það til,
hógværð þín er ógleymanleg og
minnisstæð. Það var gaman að
ræða við þig um heima og geima,
þrjósk gastu verið eins og þinn/
okkar Árni (já brostu bara) takk.
Að lokum, elsku Þuríður mín,
þessi fáu og stuttu orð mín geyma
margt gott og skemmtilegt í
minningu minni um þig. Sérstak-
lega mörg símtöl okkar: „Er hann
Addi minn heima? Hvað eruð þið
að bardúsa núna? Eru margar
íbúðir í bígerð?“ Þú hafðir áhuga
á öllu sem við vorum að gera.
Takk og aftur takk fyrir allt og
allt. Ég veit að þér líður núna vel
hjá Einari þínum. Njóttu vel,
minning þín lifir.
Þinn
Ómar.
Þuríður Jóna
Árnadóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
JÓHANNS EINVARÐSSONAR,
Heiðargarði 29,
Keflavík.
Við óskum ykkur öllum friðsældar um jólin.
Guðný Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
hlýhug og samúð við andlát og útför
MARÍU RAGNARSDÓTTUR
saumakonu
frá Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri fyrir góða
umönnun.
Ættingjar og vinir hinnar látnu.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa,
ÁRMANNS J. LÁRUSSONAR,
Digranesvegi 20,
Kópavogi,
sem jarðsunginn var 26. nóvember frá fríkirkjunni Kefas.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki B-7 á Landspítalanum
fyrir hlýja og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Björg R. Árnadóttir,
Helga R. Ármannsdóttir, Páll Eyvindsson,
Sverrir Gaukur Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
STURLA JÓNSSON,
Tungusíðu 14,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 18. desember.
Útför hans fer fram frá Glerárkirkju
föstudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Anna Soffía Þorsteinsdóttir,
Drífa Björk Sturludóttir, Steingrímur Benediktsson,
Atli Þór Sturluson,
Júlíanna Þöll og Benedikt Sturla.