Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
✝ Garðar Hall-dórsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
nóvember 1941.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 16. des-
ember 2012.
Foreldrar Garð-
ars voru Halldór
Ágúst Benedikts-
son, f. 23. sept-
ember 1911 í Bol-
ungarvík, d. 13. febrúar 1989 og
Þórunn Bjarney Garðarsdóttir,
f. 3. september 1918 í Svarf-
aðardal, d. 18. janúar 2008.
Systkini Garðars eru Kristín
Jóna, f. 3. mars 1947, d. 22.
febrúar 2011, og Anna Þórunn,
f. 9. september 1951, maki
Ágúst Þorsteinsson. Systkini
sammæðra, Helgi Þór Helga-
son, f. 4. janúar 1956, maki Guð-
björg Gylfadóttir, og Hanna
Ragnheiður Helgadóttir, f. 22.
febrúar 1961, maki Steffen Sim-
bold.
Hinn 6. nóvember 1969 giftist
Garðar eftirlifandi eiginkonu
sinni Ingu Jónsdóttur frá Herr-
reit, Butralda. Garðar og Inga
hófu búskap sinn á Grenimel en
árið 1974 fluttu þau sig svo í
Furugerði þar sem þau hafa bú-
ið síðan. Garðar lauk gagn-
fræðaprófi í Reykjavík. Hann
varð búfræðingur frá Hvann-
eyri árið 1960 og sinnti bústörf-
um í Lundarreykjadal til ársins
1964. Garðar hóf störf í Lög-
reglunni í Reykjavík árið 1965
og útskrifaðist úr Lögregluskól-
anum árið 1969. Garðar starfaði
sem aðstoðarvarðstjóri frá 1977
til 1981. Þá flutti hann sig yfir
til Seðlabanka Íslands þar sem
hann starfaði sem bílstjóri þar
til hann lét af störfum vegna
aldurs árið 2011. Garðar sinnti
bæði kennslu á bifhjól og bif-
reiðar um langt skeið. Garðar
var meðal stofnenda Íþrótta-
félags lögreglumanna og var
liðtækur í skotfimi og hand-
bolta. Hann var lengi félagi í
Lögreglukórnum, einnig söng
hann með Karlakórnum Þröst-
um um nokkurt skeið en frá
árinu 2005 hefur hann verið fé-
lagi í Karlakór Kjalnesinga.
Garðar var einnig í KK-
kvartettinum með félögum sín-
um úr kórnum. Hestamennska
skipaði stóran sess í lífi Garðars
og þá sér í lagi hestaferðir.
Útför Garðars verður gerð
frá Langholtskirkju í dag, 21.
desember 2012, kl. 13.
íðarhóli, f. 3. ágúst
1939. Foreldrar
hennar voru Jón
Jónsson og Rósa
Runólfsdóttir. Börn
Garðars og Ingu
eru: 1) Jón Krist-
inn, f. 1. mars 1971,
unnusta hans er
Berglind Sig-
urþórsdóttir, f. 29.
maí 1980. Dóttir
þeirra er Júlía Mar-
ín, f. 13. mars 2010. Dætur Jóns
eru Gabríela Birna, f. 23. októ-
ber 1995, móðir Anna María
Jónsdóttir og Edda Sigrún, f.
17. apríl 2003, móðir Sigrún
Gréta Helgadóttir. Sonur Berg-
lindar er Anton Örn Davíðsson,
f. 10. október 2000. 2) Þórunn
Bjarney, f. 10. febrúar 1972.
Börn hennar eru Garðar Ingi, f.
20. desember 1997, og Ágústa
Huld, f. 6. febrúar 2000, faðir
þeirra er Gunnar Andrésson.
Garðar ólst upp í Reykjavík.
Hann fór ungur í sveit að Hóli í
Lundarreykjadal og tengdist
þeirri sveit órjúfanlegum bönd-
um. Þar eiga þau hjónin sælu-
Faðir minn er fallinn frá,
langt fyrir aldur fram að mér
finnst. Hann var vel á sig kom-
inn, hraustur og oftast með
glettnislegt bros á vörum. Pabbi
var að undirbúa komu hestanna
þegar hjartað hætti að slá. Þrátt
fyrir að útlitið væri svart þá lifði
hann af og barðist fyrir lífi sínu.
En áfallið varð honum um megn
og hann lést síðastliðinn sunnu-
dag. Ég hugsa til föður míns
með stolti og hlýju. Hann var
einstaklega greiðvikinn, hlýr og
áreiðanlegur. Hann var mér oft
innan handar og það var gott að
geta leitað til hans með hin
ýmsu mál. Hann aflaði sér upp-
lýsinga og leiðbeindi eftir
fremsta megni en aldrei tók
hann fram fyrir hendurnar á
mér. Pabbi hafði mikla ánægju
af barnabörnunum og vildi hag
þeirra sem bestan. Hann söng
með þeim og var ávallt reiðubú-
inn að leika við þau. Umtöluð
var framganga hans í fótbolta-
leik á liðnu sumri þar sem hann
varði snilldarlega með því að
fara í splitt. Pabbi lagði sig
ávallt allan fram, sama hvað
hann tók sér fyrir hendur. Það
var mjög ánægjulegt að fylgjast
með pabba í áhugamálunum,
hestamennskunni og söngnum.
Þar naut hann sín vel og eign-
aðist marga góða vini. Ég var
ákaflega stolt af pabba þegar
hann söng með KK-kvartettin-
um í Lágafellskirkju hinn 14.
nóvember síðastliðinn og hafði
orð fyrir þeim félögum. Það er
dýrmæt minning.
Við fjölskyldan eigum hafsjó
af minningum um pabba sem
munu ylja okkur um ókomna tíð.
Með djúpri virðingu og miklu
þakklæti kveð ég föður minn,
blessuð sé minning hans.
Þórunn Bjarney.
Kveðja til föður,
tengdaföður og afa
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem)
Jón Kristinn og Berglind,
Þórunn Bjarney, Gabríela
Birna, Garðar Ingi, Ágústa
Huld, Anton
Örn, Edda Sigrún
og Júlía Marín.
Mig langar í fáum orðum
minnast Garðars Halldórssonar,
fyrrverandi tengdaföður míns.
Ég kynntist dóttur þinni Þór-
unni árið 1989 og áttum við frá-
bær 20 ár saman og eignuðumst
tvö yndisleg börn.
Það er svo eftirminnilegt þeg-
ar þið komuð á Landspítalann
ásamt foreldrum mínum kvöldið
þegar við Þórunn eignuðumst
Garðar Inga. Þetta var mikil
gleðistund í lífi okkar en þú hafð-
ir þó á orði að þú, lögreglumað-
urinn sjálfur, hefðir aldrei verið
keyrður á eins miklum hraða og
þetta kvöld og skaust augum þín-
um glettnislega yfir á föður
minn.
Það var mikil stund þegar þú
hélst á Garðari Inga, sem var
skírður í höfuðið á þér og Ingu.
Yndislegt var að sjá hversu stolt-
ur þú varst að eignast nafna og
ég man afar vel það sem þú hvísl-
aðir í eyrað á mér að lokinni at-
höfn. Þú hugsaðir afskaplega vel
um barnabörnin þín og ekki bara
þau heldur öll börn sem voru í
kringum þig og Ingu. Það var
með ólíkindum hvað þú áttir auð-
velt með að ná til barna og oft
mikil eftirsókn litla fólksins að fá
að vera hjá þér. Það var ekkert
skrýtið því allir fundu hversu
einstakt ljúfmenni þú varst.
Það var aðdáunarvert hversu
óeigingjarn og ötull þú varst í að
bjóða fram hjálp þína sama hvað
það var. Það virtist reyndar eins
og þú gætir allt og maður leit oft
út eins og kjáni þér við hlið við
hin ýmsu verkefni á heimilinu.
Við gerðum svo margt saman
áður en leiðir okkar Þórunnar
skildu. Eftirminnilegust af svo
mörgum ferðum okkar var lík-
lega ferð til Toscana árið 1999
þar sem við náðum að skoða svo
margt og upplifa svo mikið sam-
an. Þér tókst reyndar líka að
brenna þig í sólinni en jógúrtið
gerði sitt gagn.
Þú fylgdist alltaf náið með mér
í boltanum og þótti mér afar
vænt um það enda gátum við
endalaust spjallað saman um þau
mál. Þú hafðir leikið í marki í
handbolta í gamla daga með HK
og hafðir greinilega mikinn skiln-
ing á þessari íþrótt. Mér fannst
leiðinlegt að geta ekki tekið þátt
með þér og fjölskyldunni í hesta-
mennskunni en hún ásamt
söngnum var þitt aðaláhugamál.
Ég hugsaði það oft er ég sá
hvað fólki leið vel í kringum þig
að það væri vart til betri fyrir-
mynd. Það er mikill sjónarsviptir
að þér og söknuðurinn mikill hjá
afabörnum þínum.
Hugur minn er hjá ykkur,
elsku fjölskylda. Guð verði með
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Gunnar Andrésson.
Minn kæri frændi Garðar
Halldórsson er fallinn frá snögg-
lega og allt of fljótt. Hann var
elsta barnabarn afa okkar og
ömmu Garðars Jónssonar og
Jónu Björnsdóttur. Við höfum
borið sama nafn, skírðir í höfuðið
á afa okkar og báðir vorum við
kallaðir Gæi eins og afi. Gæi
frændi var 10 árum eldri en ég og
var oft nefndur Gæi stóri og ég
þá Gæi litli. Ég bar lotningu fyrir
þessum stóra og öfluga frænda
mínum og kynntist honum nánar
þegar hann kenndi mér að aka
bíl, því hann var ökukennari. Þá
var ég ungur menntskælingur,
en Gæi frændi lögregluþjónn. Í
einum ökutímanum hjá honum
hóf hann skyndilega að ræða við
mig um pólitíska róttækni
menntskælinga og mótmælaað-
gerðir skólafólks, sem þá voru
nokkuð algengar á árunum eftir
1968. Ég brást rösklega við og
rökræddi við hann af krafti á
meðan hann beindi mér um götur
borgarinnar. Í lok ökutímans
sagði hann brosandi að hann
hefði viljað prófa hvort ég héldi
athygli varðandi umferðina og
akstur bifreiðarinnar þó að hann
léti reyna á pólitískar rökræður.
Þannig var frændi minn alla tíð
eins og ég þekkti hann, rökfast-
ur, traustur reglusamur og yf-
irvegaður.
Hann byggði fyrir fjölskyldu
sína sumarhús í sælureit í Lund-
arreykjadal. Þar hélt hann ætt-
armót, þar sem mæður okkar og
systur þeirra komu saman með
fjölskyldur sínar. Þar kom Gæi
frændi með hesta og leyfði yngra
fólkinu að reyna sig á hestbaki og
hugaði þá vel að góðri stemningu
og um leið öryggi allra. Hann var
frændrækinn og fylgdist vel með
líðan síns fólks. Hann skemmti
sér greinilega vel þegar hann fór
með móður sína og fjórar systur
hennar akandi norður til Akur-
eyrar. Hann hló dátt þegar
fjörug ferðasagan var sögð.
Garðar hafði margt fyrir stafni,
var virkur í félagsstarfi og söng í
kórum.
Hann var stoltur af fjölskyldu
sinni og er fráfall hans mikill
missir fyrir hans nánustu. Hugur
okkar er hjá Ingu, Jóni Kristni
og Þórunni Bjarneyju og fjöl-
skyldum þeirra. Ég kveð með
söknuði ljúfan frænda. Hann var
okkur sem yngri erum góð fyr-
irmynd.
Garðar Mýrdal.
Gæi frændi eða Gæi stóri, eins
og við kölluðum hann gjarnan
var elstur okkar frændsystkin-
anna. Við vorum gáskafullur hóp-
ur systrabarna og samgangur
náinn, ekki síst í kringum heimili
Garðars afa og Jónu ömmu á
Vesturgötunni og seinna í Skip-
holtinu.
Við litum upp til Gæa enda var
hann talsvert eldri en við hin.
Hann var stór og sterkur, en
traustur, ljúfur og umhyggju-
samur og passaði vel upp á litlu
frændur sína. Hann var okkur
líka frábær fyrirmynd alla tíð.
Hann var mikill íþróttamaður.
Gat hlaupið þindarlaust og spil-
aði handbolta með Fram. Hann
hafði líka góða söngrödd og var
liðtækur í kórum. Hann fékk
snemma áhuga á hestamennsku,
umgekkst hesta sína af nær-
gætni og naut útiverunnar sem
því fylgdi.
Ég lærði undir bílpróf hjá
Gæa og kynntist þá betur ná-
kvæmni hans og snyrtimennsku.
Öryggi og tillitssemi var í fyr-
irrúmi við aksturinn. Þessir eig-
inleikar nutu sín vel í störfum
hans hjá lögreglunni og hann var
flottur þegar hann sveif um göt-
urnar sem foringi vélhjólasveitar
lögreglunnar. Við frændsystkin-
in skildum vel hvers vegna seðla-
bankastjórinn treysti honum
best til að flytja peningasending-
ar um landið.
Best var þó að hitta Gæa
frænda á góðri stund í fjöl-
skylduboðum. Þar nutu eiginleik-
ar hans sín vel, traust, kímni og
umhyggja. Það var gott að ræða
við hann og alltaf stutt í bros og
gamansemi. Hann var áhuga-
samur um lífið og tilveruna, eink-
um um hagi fjölskyldunnar okk-
ar. Ég mun sakna GæFa frænda
míns og sendi samúðarkveðjur til
Ingu, Þórunnar Bjarneyjar, Jóns
Kristins og fjölskyldu þeirra.
Sigurjón Mýrdal.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Þessar ljóðlínur eiga vel við á
kveðjustund móðurbróður míns
Garðars Halldórssonar enda hef
ég margs að minnast af samfylgd
okkar og á honum ótal margt að
þakka.
Gæi frændi var í mínum huga
ímynd hins trausta og trygga
sem ekkert fékk haggað. Þétt
handabandið þegar hann heilsaði
og djúp röddin undirstrikuðu
hversu gegnheill hann var. Hann
var reglusamur, rammur að afli
og einstaklega hraustur. Gæi
hafði ákveðnar skoðanir og gat
verið fastur fyrir en hafði jafn-
framt ríkan húmor. Hann hafði
gaman af því að gera grín og var
oft virkilega gaman að vera í ná-
vist hans. Gæi var bóngóður og
greiðvikinn, auk þess að vera
mjög barngóður. Naut ég þess í
ríkum mæli og síðar börnin mín
þegar þau voru um árabil í pöss-
un hjá Ingu í Furugerðinu. Í
veikindum frænda míns síðustu
vikur og við andlát hans hafa
ljóðlínur úr kvæðinu Á fætur eft-
ir Grím Thomsen sótt fast á
huga minn enda var Gæi þéttur á
velli og þéttur í lund, þrautgóður
á raunastund. Að lokum þakka
ég frænda mínum væntumþykju
hans, tryggð og greiðvikni í minn
garð og fjölskyldu minnar.
Stefanía Guðrún
Sæmundsdóttir.
Upp á síðkastið hef ég tekið
mér göngur um Kleppsholtið. Á
leið minni hef ég gengið framhjá
húsunum í holtinu. Á hugann
hafa leitað minningar um gamla
vini sem ég eignaðist þar. Einn
þeirra var Garðar Halldórsson.
Ekki hvarflaði að mér að svo
skjótt bærust mér fregnir af
andláti Garðars. Garðar hlýtur
að verða allra manna elstur
hugsaði ég alltaf, fullur lífsorku
alla tíð og hagaði lífi sínu skyn-
samlega. Ég fann fljótt í honum
traust og vissi alltaf hvar ég
hafði hann, fann að það var gott
að eiga hann að sem félaga. Það
sem hann vildi fást við hafði
samhljóm við skilaboðin sem ég
fékk frá mínu heimili að halda
mig frá öllu óhollu. Með því að
halda sig með þeim sem völdu
heilbrigðar lífsvenjur væri leiðin
til velfarnaðar frekar vel vörðuð.
Það fylgdi því ákveðinn stimpill
að segja: Ég er með Garðari. Af
því þurfti ekki að hafa neinar
áhyggjur. Við urðum nánir vinir,
allt til þess að við vorum báðir
orðnir fjölskyldumenn.
Garðar fór í sveit á sumrin.
Það voru vonbrigði að tapa félaga
sínum í sveitina. Hann fór að Hóli
og Hóll var í Lundarreykjadal.
Þegar hann kom aftur á haustin
sagði hann mér ævintýrasögur.
Svo var það um helgi 1958 að
Garðar sagði mér að koma með
rútunni yfir Uxahryggi og heim-
sækja sig. Sagði að ég væri vel-
kominn. Ég vissi varla hvað hann
var að tala um en þótti tillagan
spennandi. Eftir fyrstu heimsókn
átti ég líka þessa sveit. Og nú átt-
um við saman áhugamál sem
sameinaði okkur síðan. Heimilið
þar og heimilin og mannlífið í
dalnum með öllum sínum ótrú-
legu litbrigðum og fjölbreytni. Í
dalinn var ekki komin ljósapera
heldur logaði á olíuluktum og
kertum og samskipti voru um
sveitasímann. Við dáðum þennan
einfalda lífsmáta, að heimsækja
fólkið, hlusta á það, taka þátt í
amstri þess. Á milli fórum við til
veiða í ám og vötnum. Fórum
gangandi og ríðandi og ósjaldan
með byssu um öxl. Þetta var eins
og að ganga saman í skóla þegar
ungir menn eru móttækilegastir.
Þetta átti eftir að hafa áhrif á lífs-
göngu beggja.
Við ferðuðumst saman um
byggðir og óbyggðir. Nokkrar
ferðir fórum við til Halldórs föð-
ur hans og Bensa föðurbróður
hans. Þá var amma Garðars á lífi
og dekraði okkur. Þetta fólk sá
til þess að við nytum daganna
okkar við Djúpið sem best. Enda
urðu þeir eftirminnilegir ævi-
langt.
Þótt við síðar hittumst ekki á
hverjum degi og langt yrði
stundum á milli samfunda fann
ég alltaf strenginn sem á milli
okkar var. Til þess þurftum við
ekki að hittast daglega. Mér
þótti Garðar traustur og vinfast-
ur. Með tímanum skildi leiðir og
við fórum að fást við nýja hluti.
Ég gerðist þjónn kirkjunnar en
hann lögregluþjónn. Alltaf hafði
ég af honum spurnir og það
gladdi mig að þessi gamli æsku-
vinur kynnti sig vel og hlaut alls
staðar lof. Það kom mér aldrei á
óvart því hann var samkvæmur
sjálfum sér allt til enda. Honum
mátti treysta. Að leiðarlokum vil
ég þakka Garðari fyrir sam-
fylgdina, bið honum, Ingu konu
hans og börnunum blessunar.
Ólafur Jens Sigurðsson.
Garðar vann í Seðlabankanum
í um þrjátíu ár sem bifreiðastjóri
og þúsundþjalasmiður. Ég
kynntist Garðari töluvert áður en
ég hélt til Basel á árinu 2004. Þá
skynjaði ég kraft hans og áreið-
anleika og heyrði af góðu orð-
spori hans í bankanum. Hann var
alltaf að. Hann var yfirleitt glað-
ur og smitaði út frá sér. En
kynnin urðu auðvitað mun nánari
eftir að ég kom til baka á árinu
2009 og hann keyrði mig, og
stundum okkur Elsu, við marg-
vísleg tækifæri. Þá kynntist ég af
eigin raun hversu góður Garðar
var í sínu starfi. Hann virtist
þekkja annan hvern lögreglu-
mann, sem stundum greiddi okk-
ur för. Og þegar við lentum við
hliðina á ráðherrabílum virtist
hann þekkja bílstjórana þar líka.
Hann var viðræðugóður, fróður
og skemmtilegur en kunni líka á
þögnina þegar á því þurfti að
halda.
Þegar Garðar fór á eftirlaun
áttu flestir von á því að fram-
undan væru mörg ár þar sem
hann gæti sinnt hugðarefnum
sínum. Hann var hraustur og
hafði orð á sér fyrir að verða nán-
ast aldrei veikur. Hugðarefnin
voru líka mörg og hann fór í þau
af krafti. En margt fer öðruvísi
en ætlað er og nú er hann allur.
Ég kveð mikinn höfðingja og við
Elsa sendum eftirlifandi eigin-
konu og dóttur og syni okkar
samúðarkveðjur.
Már Guðmundsson.
Óvænt er fallinn frá góður og
traustur samstarfsmaður til
margra ára. Þegar ég hóf störf í
Seðlabankanum 1991 var þar fyr-
ir margt góðra manna. Einn
þeirra var Garðar Halldórsson,
en hann starfaði sem bifreiða-
stjóri í bankanum og sinnti auk
þess störfum í safnadeild bank-
ans. Garðar hafði komið úr lög-
reglunni í bankann enda ein-
kenndi reglufesta og agi öll hans
störf. Hann var samviskusamur
með afbrigðum, stundvís svo af
bar og árum saman hafði hann
þann starfa að flytja peninga-
seðla í peningageymslur Seðla-
bankans út um allt land. Það
sýndi best það traust sem hann
naut hjá sínu samstarfsfólki.
Garðar var mikill útivistar- og
náttúrulífsmaður. Hann átti
hesta og sinnti þeim fram í and-
látið, var góður tamningamaður
og hafði yndi af útreiðum í ís-
lenskri náttúru. Hann gekk og til
rjúpna hér áður fyrr og var feng-
sæll. Í nokkur skipti færði hann
okkur Sonju rjúpur fyrir jólin,
snaraðist þá inn í eldhús, ham-
fletti þær og gekk frá þeim til
eldunar. Það voru góðar og eft-
irminnilegar stundir.
Garðar var söngmaður góður
og naut þess að taka þátt í kór-
starfi. Hann var í lögreglukórn-
um um árabil og síðar í Karlakór
Kjalnesinga. Hann hafði mikið
yndi af því að syngja.
Garðar var mikið hraustmenni
og lét aldrei illviðri aftra sér frá
því að komast á áfangastað. Í
nokkur skipti var ég með honum
í bíl í vitlausu veðri, snjó og
blindhríð. Dáðist ég að harðfylgi
hans og hikaði hann ekki við að
snarast út og moka snjó ef skafl-
ar hömluðu för. Fljótlega eftir
kynni okkar setti hann skóflu í
bílinn hjá mér og sagði að slíkt
verkfæri ætti ég alltaf að hafa í
bílnum. Því ráði hef ég fylgt síð-
an.
Garðar Halldórsson var ein-
hver traustasti og áreiðanlegasti
maður sem ég hef kynnst. Hann
varð góður vinur okkar Sonju og
við sendum Ingu og allri fjöl-
skyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Birgir Ísl. Gunnarsson.
Ef þú myndir velja þér lið til
að vinna að erfiðu verki væri
Garðar Halldórsson með þeim
fyrstu ef ekki sá fyrsti sem þú
vildir hafa í þínu liði. Þannig fór-
ust einum starfsmanni Seðla-
Garðar
Halldórsson