Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 40

Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Heimsendaspár koma ekki í veg fyrir að Diljá Mist Ein-arsdóttir haldi afmælisdaginn sinn hátíðlegan í faðmi vinaog fjölskyldu í dag. Hún segir umheiminn einungis skynja að eitthvað stórkostlegt eigi sér stað enda markar afmælisdagur Diljár jafnan þau skil þar sem skammdegið lætur hægt og bítandi undan fyrir hækkandi sól en afmælisdag Diljár ber upp á vetr- arsólstöður í ár. Hún er heimakær athafnakona sem lauk prófi til lögmannsréttinda í haust og starfar í dag sem lögmaður á stofunni Lögmál. „Lögfræðin á vel við mig og lögmannsstarfið er skemmti- legt og krefjandi. Laganámið undirbjó mig vel en lögfræðin er lif- andi fag og því læri ég alltaf eitthvað nýtt í mínu starfi,“ segir Diljá sem útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2011. Hún er fædd og uppalin í Grafarvogi þar sem hún segist taka sín léttustu spor og þótt hún sé nú flutt úr hverfinu verður stefnan tekin þangað aftur innan skamms. „Það fara allir alltaf á endanum heim og ég stefni óðfluga í Grafarvoginn, mína heimabyggð, aftur enda mikill Grafarvogsbúi í mér.“ Diljá er trúlofuð hagfræðingnum Róberti Benedikt Róbertssyni og þau stefna á að gifta sig í júlí árið 2014. Þá segist Diljá rækta sál- ina jafnt sem líkama en með hugarrækt getum við tamið hvatir okk- ar og bætt líkama og sál. Góð bók finnst Diljá gulli betri og hún hlakkar til að eyða tíma með fjölskyldunni yfir jól og áramót. Diljá Mist Einarsdóttir er 25 ára Lögmaðurinn Diljá Mist með unnusta sínum Róberti Benedikt hag- fræðingi og fyrrverandi blaðamanni á góðri stundu. Ung athafnakona og bókaormur Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Jón Helgi Hálfdan- arson í Hveragerði, er sjötíu og níu ára í dag, 21. desember. Hann verður að heiman og ver deginum í faðmi fjöl- skyldunnar. Árnað heilla 79 ára Akranes Vigdís Bríet fæddist 1. mars kl. 18.28. Hún vó 4.070 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigurrós Harpa Sigurðardóttir og Ingibjörn Þórarinn Jónsson. Nýir borgarar Reykjavík Egill fæddist 6. mars kl. 9.16. Hann vó 3.515 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Auður Sig- urðardóttir og Kristján Ragnar Hall- dórsson. Á sdís fæddist í Reykjavík 21.12. 1962 en ólst upp í Garðabæ. Hún gekk í Flataskóla og Garða- skóla, lauk stúdents- prófi frá FG 1983, lauk B.ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1989, diplómagráðu í hagnýtri fjöl- miðlun 1991 og lauk MA-gráðu í fjölmiðlafræði með áherslu á skemmtimennt frá Ohio University 1994. Nám í heilsu og hamingju Þá hefur hún lagt stund á nám í jákvæðri sálfræði við Pennsylvania State University, núvitund við Center for Mindfulness Research Ásdís Olsen, aðjunkt við HÍ – 50 ára Fjölskyldan Ásdís og Karl Ágúst, ásamt dætrunum, tengdasyninum og barnabörnunum. Ásdís og hamingjan, hugleiðsla og heilbrigði Á frumsýningu Ásdís, ásamt Auði, systur sinni og foreldrum sínum, Alfred og Halldóru , á frumsýningu heimildarkvikmyndar um Loftleiðir, vorið 2009. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Við óskum Kattholti til hamingju með nýja vefinn Vantar þig heimasíðu? www.tonaflod.is - Sími 553 0401 www.kattholt.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.