Morgunblaðið - 21.12.2012, Síða 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er alltaf gaman að skiptast á
skoðunum við fólk í öðru starfi. Misskilning,
sem upp er kominn, má rekja til þess að
deiluaðilar hafa ekki yfirsýn yfir málið.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að ganga frá smáatriðum
sem tengjast skatta- og tryggingamálum. Líf
þitt gæti ekki verið betra en nú. Njóttu þess
í botn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þig langar til þess að breyta til en
vantar herslumuninn upp á að drífa hlutina í
gegn. Mundu að sýna þeim örlæti sem lögðu
þér lið þegar þú þurftir á því að halda.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft ekki að hlaupa til þótt fólkið
í kringum þig sé með einhver látalæti. Brátt
mun allt falla í ljúfa löð í stórfjölskyldunni
þér til mikils léttis.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú er tilvalið að fást við fasteignamál
eða hluti sem tengjast framkvæmdum á
heimilinu. Ef þú gengur fram af ættingjunum
munu þeir svara þér fullum hálsi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst eins og þú eigir í togstreitu
við ákveðna persónu. Heimspekikenningar
og góðar hugmyndir hafa mikil áhrif á þig í
dag. Láttu heilsuna ganga fyrir öllu öðru.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt sjálfsagt sé að vera gagnrýninn á
sjálfan sig máttu ekki fara út í öfgar á því
sviði frekar en öðrum. Sættu þig við hvernig
aðrir skemmta sér og lyftu þér upp líka.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Talaðu varlega. Hvers vegna
þykir þér nauðsynlegt að gera allt fyrir jól?
Veltu því fyrir þér, sérstaklega ef eitthvað
virðist heltaka þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú heldur þig auðvitað innan
þess ramma, sem yfirmenn þínir hafa sett
þér. Jákvæð áhrif vinar ýfa upp frelsisþrána.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eyddu tímanum með fólki sem
hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á þig og
segðu skilið við annað. Hentu, gefðu og
seldu það sem hægt er.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er alltaf auðveldara að sjá
hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð
gengið. Sláðu á létta strengi til að laga and-
rúmsloftið heima fyrir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er sjálfsagt að hjálpa öðrum
þegar maður er í aðstöðu til þess. Líttu svo
á að allir séu að reyna að gera sitt besta
með þeim verkfærum sem þeir hafa yfir að
ráða.
Pétur Stefánsson segir trega-þrungnu jólalögin alveg við
það að drepa sig úr leiðindum „með
ástarívafi sem glymja í útvarpinu
þessa dagana. Grátklökkir söngv-
arar stynja textunum uppúr sér
með ekkasogum. Almáttugur. Hvar
er jólagleðin?“ Og hann yrkir:
Lífsfjör fer á lægsta stig,
leiði og drungi eflast mjög.
Tíðum eru að trufla mig
tregaþrungin jólalög.
Sigmundur Benediktsson lýkur
lofsorði á bók Jóns Gissurarsonar,
Fjallagróður, sem hefur að geyma
ljóð og vísur eftir föður hans Gissur
Jónsson, bónda í Valadal á Skörð-
um:
Blóm af hjalla búandans
ber hinn snjalli óður,
þíðir allar þrautir manns
þessi Fjallagróður.
Pétur Pétursson orti heilsu-
heilræði á vef Akureyrarbæjar fyr-
ir nokkrum árum mánaðarlega í
heilt ár.
Hver sem tóbaksruddann reykir
reynir frelsissviptingu.
Hann æðar skemmir, krabba kveikir
og kæfir holdsins lyftingu.
Viagra ýmsum er til bjargar,
sem áður litu ei glaðan dag,
en ef þú tekur alltof margar
áttu á hættu reiðarslag.
Ef þig feita(n) fýsir að
forðast kvilla,
best mun víst að borða það,
sem bragðast illa.
Þótt sumir flái feitan gölt
og flestöll hafi úti spjót,
ég sannfrétt hef, að rörarölt
reynist engum heilsubót.
Við grillið þar hentar ei galsi né spé
og gæta þar hreinlætis átt,
einkum ef matbýrðu fiðurfé,
framliðið, mengað og hrátt.
Þegar hendist hausinn á
hrokafullur glanni,
dável hjálmur dugir þá
drukknum hestamanni.
Og hann greip einu sinni til
limruformsins.
Ef þitt farvatn er illfært og ýfið
og ergir þig baslið og kífið,
þá veit ég það vízt,
sem væntir þig sízt,
að hláturinn lengir lífið.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af lífsgleði, jólalögum og
heilsuráðum í bundnu máli
Í klípu
„NÚ ER NÓG KOMIÐ AF ÁÆTLUNUM OG
SKIPULAGNINGU! HUNSKASTU ÚT OG
DREPTU EITTHVAÐ!“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JAHÁ, TÆKNIN NÚ TIL DAGS!
47 HÆÐIR Á SEX SEKÚNDUM!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... gleðin við að
skipuleggja brúðkaup.
Boðskort
Gesta-
listi
VIÐ ERUM SKO MEÐ DYRABJÖLLU,
EF ÞAÐ HEFUR FARIÐ FRAMHJÁ
YKKUR, SKO!
ÞÚ FINNUR SKO ALDREI
HVAR ÉG FALDI GJAFIRNAR
Í ÁR, GRETTIR!
JÆJA
JÁ?
VIÐ SKULUM
NÚ SJÁ TIL
MEÐ ÞAÐ!
VONANDI FINNUR HANN ÞÆR,
ÉG MAN EKKI HVAR ÞÆR ERU.Vilhjálmur Hjálmarsson, rithöf-undur og fyrrverandi alþing-
ismaður og ráðherra, á Brekku í
Mjóafirði er með hressari mönnum
og lætur aldurinn ekki þvælast fyrir
sér. Hann hefur sent frá sér hverja
bókina eftir aðra undanfarna þrjá
áratugi og nýverið kom út bókin
Glettur og gamanmál, þar sem þessi
98 ára gamli sögumaður fer á kost-
um.
x x x
Í bókinn segir meðal annars af fram-boðsmálum fyrir austan:
„Árni Pálsson var tvisvar í kjöri
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suður-
Múlasýslu, 1931 og 1933, og var
þungróið. Mjófirðingar fylgdu allir
Sveini [Ólafssyni í Firði, Framsókn-
armanni. Innsk. blm.] nema prest-
urinn [séra Haraldur Þórarinsson].
Og þegar Árni spurði þennan flokks-
bróður sinn hvort ekki hefði nú eitt-
hvað aukist fylgi Sjálfstæðisflokksins
í Mjóafirði síðan seinast, þá svaraði
prestur: „Nei, biddu fyrir þér. Það er
frosið fyrir öll skilningarvit á þeim!““
x x x
Eftirfarandi saga er líka í bókinni:„Siggi átti heima á Breið-
dalsvík. Pabbi hans fór oft suður fyr-
ir á og Siggi fékk að fara með. Það
var hylur við brúna. Pabbi var með
veiðistöng. Hann stoppar á brúnni,
kastar og er fyrr en varir kominn
með stærðar silung upp á brú. Siggi
var heldur ekki iðjulaus og farinn að
klifra utan á handriðinu þegar pabbi
hans leit um öxl. Skelfingu lostinn
gat hann laumast að syni sínum og
kippt honum inn yfir handriðið. Og
segir nú – með meiru: „Hvað hefðir
þú gert, Siggi minn, ef þú hefðir dott-
ið í ána?“ Siggi leit brosandi á föður
sinn: „Ég hefði bitið á öngulinn,
pabbi.““
x x x
Og svo var það Magnús bóndi:„Slyngur sölumaður bauð
Magnúsi bónda spánnýjan mykju-
dreifara á hagstæðu verði. Bónda
leist vel á vöru og verð – en átti gaml-
an fyrir og hélt að hann myndi duga
enn um sinn. Sölumaður herti róð-
urinn – enginn færi með peninga sína
til himnaríkis! En Magnús svaraði að
bragði: „Varla gengi mér betur með
dreifarann.““ víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn
minni á bug né tók frá mér miskunn
sína. (Sálmarnir 66:20)
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is
Supreme Deluxe svefnsófi
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16
Extra þykk og
góð springdýna
Svefnbreidd
140x200
Rúmfatageymsla
í sökkli
kr. 169.800