Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Gálan
bbbmn
Breiðskífa Júlíusar Guðmundssonar
sem kallar sig Gáluna. Geimsteinn
gefur út.
Júlíus Guðmundsson hefur feng-
ist við músík alllengi og á ekki langt
að sækja áhuga eða hæfileika. Hann
á það til að gera
sólóskífur og
bregður þá fyrir
sig listamanns-
nafninu Gálan
sem lét fyrst í
sér heyra á
þeirri frábæru
plötu Fyrsta persóna eintölu fyrir
fjórtán árum.
Á fyrri plötum hefur Júlíus samið
flestallt sjálfur, en stöku texti verið
eftir aðra eða unninn í samvinnu. Að
þessu sinni sækir hann í textasafn
föður síns, G. Rúnars Júlíussonar og
tileinkar plötuna móður sinni Maríu
Baldursdóttur, enda flestir ortir til
hennar. Lögin á Júlíus sjálfur og
leikur að auki á flest hljóðfæri, syng-
ur og stýrir upptökum.
Rúnar Júlíusson var laginn texta-
smiður og þó lítið fari fyrir stór-
brotnum átökum í textum hans rista
þeir djúpt þegar grannt er skoðað
og víða smekklega orðað: Hvers er
að vænta / hvað er að ske? / Rennum
við saman / í eilífðarte?
Júlíus nær líka að gæða þá frek-
ara lífi með fjölbreyttum lögum og
hugmyndaríkum útsetningum. Nóg
er til að mynda framúrskarandi lag
með skemmtilegum drunga sem á
vel við textann, Ég mun þarfnast þín
er ekki síður vel heppnað. Kannski
finnst einhverjum þessi lög hljóma
dáldið gamaldags, en réttara að
kalla þau klassísk.
I Will Die And You Will Die
And It Will Be Alright
bbbbn
Breiðskífa Þóris Georgs Jónssonar.
Kimi Records gefur út.
Í upphafi þessarar fínu skífu
hljómar Þórir Georg eins og hann
hafi vaknað upp við vondan draum;
áhyggjuleysi
æskuáranna að
baki og fram-
undan dauðans
óvissu tími: Ef
það er annað líf
eftir þetta líf
vona ég það sé
staður þar sem við fáumst þrifist,
segir hann í upphafslaginu.
Á plötunni er Þórir reyndar með
fleiri liti á spjaldinu en oft áður þeg-
ar hann dregur upp sínar svartkrít-
armyndir og nú er treginn tempr-
aður, góðlátleg depurð. Heyr til að
mynda lokalag plötunnar og titillag
hennar: Ég dey og þú deyrð og það
er í fínu lagi. Álíka má heyra í laginu
Afmæli, hreinræktað íslenskt ást-
arlag með þeim boðskap að mæta
mótlætinu með bros á vör, fagna
hverjum degi.
Lagasmíðar eru almennt mjög fín-
ar, áðurnefnt upphafslag, Thrive, er
gott dæmi um það, raddir skemmti-
lega notaðar og eins gerir klif-
unarkenndur gítar í You Know mik-
ið fyrir lagið. Lokalag plötunnar er
líka frábært í einfaldleika sínum.
Ölduslóð
bbbbn
Hljómplata Svavars Knúts Krist-
inssonar. Dimma gefur út.
Útsetningar á Ölduslóð eru til fyr-
irmyndar, víða eru hugvitssamleg
innskot og skraut sem gæðir lögin
lífi. Nefni sem
dæmi blástur í
upphafslagi
þegar ástsjúk
básúna stingur
sér inn í man-
söng. Það þarf
þó ekki endilega
aukaskraut, eins og heyra má í
snyrtilegu kassagítarspili í Sound-
tracks.
Vert er líka að geta um framlag
Makéta Irglóva, því allt sem hún
kemur að breytist í snilld. Heyr til
að mynda þegar rödd hennar leggst
við rödd Savars í Humble Hymn og
gerir lagið að sannkölluðum sálmi.
Frábært lag. Hápunktur plötunnar
finnst mér þó vera lagið Vetrarsól
þar sem allt helst í hendur, fínt lag,
góður texti, hugvitssamleg útsetning
og óaðfinnanlegur flutningur. Text-
inn við Spor finnst mér líka vel
heppnaður.
Það eru ekki flugeldasýningar á
Ölduslóð, enginn hamagangur og
engin læti; hér er enginn að sýnast
og gera sér upp tilfinningar, þetta er
allt ekta. Einlægnin sigrar.
God’s Lonely Man
bbbbm
Plata Péturs Þórs Benediktssonar.
Hann gefur sjálfur út.
Það verður varla annað sagt en að
hér sé farið af stað með miklum
metnaði, um það vitnar allur umbún-
aður þessarar plötu, en ekki síður
hátimbruð mús-
íkin sem tekur á
móti hlustanda
þegar í fyrsta
lagi, geysiþéttur
taktur, strengir,
celeste og rafgít-
ar hrífa okkur af
stað í ferðalag út
á ísinn og ofan í djúpið.
Tónlistarlega er þessi plata hreint
afbragð, lagasmiðar og spila-
mennska eru upp á fimm stjörnur.
Það er erfiðara að átta sig á text-
unum, eða orða má það svo að þeir
þurfi meiri yfirlegu. Víða er getið
um Guð í textunum og fyrsta lagið
greinilega byggt á sköpunarsögunni,
en þá þeirri sköpunarsögu þar sem
Elohim er í aðalhlutverki, upphafinn
ópersónulegur andi. Í næsta lagi, tit-
illagi plötunnar, er Guðsímyndin
mannlegri, frekar Jahve en Elohim,
en þar vitnar Pétur líka í orð Thom-
as Wolfe um einmanaleikann – er
hér vísað í kalvíníska einsemd sem
Max Weber lýsti eða í einmanaleika
þess sem segir skilið við samfélagið
eins og Travis Bickle í Taxi Driver?
Margföld einherjajól
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Einherjaplötur Þóris Georgs, Péturs Ben,
Svavars Knúts og Gálunnar teknar til kosta
Í haust kom út hljómplatan Fantasía
með 12 lögum eftir Gunnar Ó. Kvar-
an en hann syngur lögin ásamt hinni
góðkunnu söngkonu Helgu Möller
og leikur einnig á harmoniku. Aðrir
hljóðfæraleikarar á plötunni eru
Þorleifur Gíslason sem leikur á saxó-
fón, Laufey Njálsdóttir á fiðlu og
Birgir Jóhann
Birgisson á gít-
ar, píanó,
hljómborð og
fleiri hljóðfæri.
Birgir stýrði
auk þess upp-
tökum á disk-
inum. Lagatexta samdi Bjarni Jóns-
son, utan eins sem barnabarn
Gunnars, Unnur Líf Kvaran, samdi
við lagið „Ást“.
Allt milli himins og jarðar
Fantasía er önnur breiðskífa
Gunnars en sú fyrri, Sælureitur,
kom út árið 2007. Gunnar segist
snemma hafa farið að leika á hljóð-
færi, hann hafi verið farinn að leika
með hljómsveitum árið 1964 og
næstu 20 árin hafi hann verið viðloð-
andi hljómsveitarbransann. „Á þess-
um tíma var ég að spila á hljómborð
og píanó en í dag er mitt aðalhljóð-
færi harmonika, sem ég ákvað að
taka föstum tökum og læra á.“
– Hvers konar plata er Fantasía?
Er eitthvert þema á ferðinni eða
rauður þráður í tónlist og textum?
„Lögin á Fantasíu eru flest með
suðrænum blæ. Allir textarnir falla
mjög vel að lögunum mínum og þeir
fjalla um allt milli himins og jarðar,“
svarar Gunnar. Hann hafi verið svo
heppinn að fá til liðs við sig eina af
fremstu söngkonum landsins, Helgu
Möller, til að hjálpa sér við sönginn.
Hún syngi í nokkrum laganna auk
þess að syngja með honum og radda
í nokkrum lögum. Gunnar segir
diskinn hafa fengið góðar viðtökur
og að hann muni halda áfram að
semja lög og þá m.a. jólalag líkt og
hann hafi gert sl. fimm ár.
helgisnaer@mbl.is
Fantasía með
suðrænum blæ
Önnur plata Gunnars Ó. Kvaran
Í hljóðveri Helga Möller við tökur á breiðskífunni Fantasíu.
Lagasmiður Gunnar Ó. Kvaran.
Saknað fornaldar nefnist fyrsta sóló-
plata tónlistarkonunnar Önnu Maríu
sem heldur útgáfutónleika í kvöld kl.
20 í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Anna
hóf að vinna að
plötunni fyrir
þremur árum
þegar hún var við
nám í Rythmic
Music Conserva-
tory í Kaupmannahöfn. Kveikjan að
tónlistinni voru gamlar íslenskar
ljóðabækur sem hún erfði frá ömmu
sinni og afa, ljóð eftir ljóðskáld sem
eiga það nær öll sameiginlegt að
hafa búið í Kaupmannahöfn og verið
þar við nám á öldum áður. Ljóð-
skáldin ættu að vera flestum Íslend-
ingum kunn, þeir Matthías Joch-
umsson, Eggert Ólafsson, Sigurjón
Friðjónsson, Jón Thoroddsen eldri
og Tómas Guðmundsson. Auk þess
má finna á plötunni lög við tvö ljóð
íslensks ungskálds, Sölva Björns
Sigurðssonar. Anna segir að greina
megi þjóðleg áhrif í tónlistinni, hún
sé magnþrungin og tilfinningarík, á
köflum drungaleg og að greina megi
áhrif frá síðrokki og nýaldartónlist,
poppi, spunatónlist og elektróník.
En af hverju ákvað hún að semja
tónlist við þessi gömlu ljóð? „Við það
að flytja frá Íslandi fékk ég áhuga á
einhverju íslensku,“ svarar Anna.
Ljóðin, allt að 300 ára gömul, hafi
heillað hana og smám saman hafi
orðið til safn laga út frá þeim.
Anna María hefur áður komið að
plötusmíð, gaf út geisladisk með
norrænu spunasöngshljómsveitinni
IKI og hlaut sú plata Dönsku tón-
listarverðlaunin í fyrra.
Frekari upplýsingar má finna á
vefsíðu Önnu, annamaria.is.
helgisnaer@mbl.is
Tónlist við ljóð
þekktra ljóðskálda
Ljóð Anna María fagnar fyrstu sóló-
plötu sinni í Fríkirkjunni í kvöld.
Fyrsta sólóplata Önnu Maríu
Langtímaleiga
www.avis.is
52.100 kr. á mánuði og allt
innifalið nema bensín!*
Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða
kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
*Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu.
Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!