Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 52

Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 52
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Lést í eldsvoða í Grundarfirði 2. Hættur að halda útskriftarveislur 3. Það sem konur vilja alls ekki í … 4. Annþór og Börkur fá 6 og 7 ára … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bókaverslanir Eymundsson hafa tekið við 1012 íslenskum bókartitlum til sölu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í fyrra voru titlarnir 1010. Við titlana 1012 bætast svo ríflega 100 rafbókartitlar. 1012. titillinn var bókin Wayne Rooney – áratugur í úrvals- deildinni sem kom í verslanir Eymundsson í gær. AFP Metfjöldi bókartitla hjá Eymundsson  Michael Bill- ington, gagnrýn- andi breska dag- blaðsins The Guardian, telur sýningu leikstjór- ans Benedicts Andrews á Þrem- ur systrum í Young Vic-leik- húsinu í Lundúnum eina af þremur bestu sýningum ársins í Bretlandi. Andrews stýrir jólasýningu Þjóðleik- hússins í ár, Macbeth. Sýning Andrews ein þeirra bestu  Úlfar Þormóðsson hlaut í gær við- urkenningu úr rithöfundasjóði Rík- isútvarpsins auk 500 þúsund króna framlags úr sjóðnum. Úlfar hefur starfað bæði sem blaðamaður og rit- höfundur og gefið út skáldverk og ljóðabækur. Fyrsta skáld- saga hans, Sód- óma Gómorra, kom út árið 1966. Úlfar hlaut viður- kenningu og framlag Á laugardag Austlæg átt, víða 8-13 m/s. Rigning og sums staðar slydda S- og A-lands, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan- og austanátt, víða 8-15 m/s. Rigning eða skúrir S- og A-lands, annars úrkomulítið. Hiti yfirleitt á bilinu 2 til 8 stig. VEÐUR Allt bendir til þess að Arnar Grétarsson verði ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Club Brugge en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins eru viðræður þar að lútandi á lokastigi. Arnar gegndi sama starfi hjá gríska félag- inu AEK í tvö ár og myndi hefja störf strax um ára- mótin. Hann lék áður í sex ár í Belgíu, þá með liði Loke- ren. »1 Arnar á leið til Club Brugge? Alexander Petersson glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á handknattleiksferil hans og þarf á hvíld að halda til að fá bót meina sinna. Alexander hefur á undan- förnum árum fórnað sér af heilum hug og líkama fyrir ís- lenska landsliðið. Ósk hans um frí ber að virða og gefa honum þann tíma sem gefst í janúar. Sjá nánar viðhorfsgrein Ív- ars Benedikts- sonar í íþrótta- blaðinu. »3 Ósk Alexanders um frí frá HM ber að virða Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjáls- íþróttakona glímir við brjósklos í baki og óvíst er hvenær hún getur hafið æfingar og keppni á nýjan leik. „Eins og staðan er í dag ríkir óvissa og ég ætla bara að leyfa hlutunum að ráð- ast. Það getur vel verið að árið fari bara í vaskinn,“ segir Helga Margrét við Morgunblaðið. »2 Helga úr leik með brjósklos í baki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ef við hefðum ekki haldið áfram að smíða jólaskeiðina þegar byrjað var að láta smíða jólaskeiðar erlendis hefði kunnáttan horfið úr landinu og fyrirtækið lognast út af,“ segir Ás- geir Reynisson, gullsmiður í Gull- og silfursmiðjunni Ernu í Reykja- vík. Hann áréttar að smiðjan sé eina fyrirtæki landsins sem smíði silfur- borðbúnað og jólaskeiðin, sem afi hans hafi byrjað að framleiða 1946, sé hluti af þessari mikilvægu iðn- grein. Fjórir starfsmenn vinna hjá fyr- irtækinu og þrír bætast við á álags- tímum. Sóley Þórisdóttir hannaði jólaskeiðina í ár en skeiðin er mis- jöfn milli ára. Bergsveinn Elíasson hefur smíðað hana í 21 ár. „Eftir því sem mynstrið er meira er slípivinn- an minni,“ segir hann og bætir við að hann geti gert um 10 skeiðar á dag. Þríkrossinn seldur í Þýskalandi Ekki fer mikið fyrir smiðjunni í Skipholti 3 en í rýminu eru öflug tól og tæki, sem notuð eru við smíðina á borðbúnaðinum. Meðal annars höggpressa sem var smíðuð í Belgíu 1949. „Það þarf ákveðna þekkingu til þess að smíða borðbúnað og með þessum tækjum getum við gert það á mjög hagkvæman hátt, erum vel samkeppnisfær við erlenda fram- leiðendur,“ segir Ásgeir. „Þessi tæki og þær aðferðir sem við notum við borðbúnaðarsmíðina nýtast okkur mjög vel í fjöldaframleiðslu á skart- gripum,“ heldur hann áfram og vís- ar meðal annars í framleiðslu á þrí- krossinum, sem þau hafa framleitt í um tvo áratugi eftir að hafa átt hag- stæðasta tilboðið í útboði Blindra- vinafélagsins. Í fyrra hafi útflutn- ingur á þríkrossinum síðan hafist til Þýskalands og á dögunum hafi fulltrúar þýska dreifingarfyrirtæk- isins komið í heimsókn og gert myndband um framleiðsluna. „Þetta er mjög spennandi og mjög ánægju- legt að eina heilbrigða hagkerfið sýni þessari framleiðslu áhuga.“ Framleiðslan er fjórskipt. Borð- búnaður, ferðamannavörur, skart- gripir og þríkrossinn auk þess sem þau byrjuðu nýlega að framleiða úr undir nafninu Yrsa. „Það hefur gengið ótrúlega vel, en aðalatriðið er að halda þekkingunni í landinu. Það er mikil áskorun en mér finnst ánægjulegt að takast á við nýja tíma,“ segir Ásgeir. Hann bætir við að fyrirtækið standi ekki frammi fyrir neinum innlendum hindrunum heldur sé alþjóðlegt verð á gulli og silfri helsta vandamálið. „Þessi óvissa í heiminum er verst, en við erum vel samkeppnisfær og með lægra verð en nágrannaþjóðirnar.“ Halda vel í gamlar hefðir  Eina fyrirtækið hér sem smíðar silfurborðbúnað Morgunblaðið/RAX Í versluninni Bergsveinn Elíasson, Sara Steina Reynisdóttir með mynd af frumherjunum og Ásgeir Reynisson. Guðlaugur A. Magn- ússon gullsmiður byrj- aði með gull- og silf- ursmíðaverkstæði á Ísafirði 1924 og flutti starfsemina til Reykja- víkur 1927. Árið 1936 hóf hann framleiðslu á borðbúnaði úr silfri. 1947 var fyrirtækið gert að hlutafélagi undir nafninu Gull- og silfursmiðjan Erna hf. Verkstæðið var fyrst við Laugaveg í tengslum við verslun Guðlaugs A. Magn- ússonar, en engin tengsl eru nú á milli þeirrar verslunar og verkstæðisins. Reynir Guðlaugsson tók við verkstæðinu af föður sínum og börn hans, Sara Steina, Ragnhildur Sif og Ás- geir, hafa séð um rekst- urinn síðan hann féll frá fyrir rúmum áratug. Reynir, sonur Ásgeirs, vinnur líka í fyrirtækinu og þar með hafa fjórar kynslóðir komið að því á 88 árum. Kynslóð eftir kynslóð GULL- OG SILFURSMIÐJAN ERNA Í FJÖLSKYLDUNNI FRÁ 1924 Íslenskur borðbúnaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.