Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 18
Í
búar Indónesíu tóku hindúatrú í
fornöld, en smám saman náði
búddismi mikilli útbreiðslu.
Eftir aldalöng viðskipti við
arabaþjóðir á miðöldum náði ísl-
amstrú yfirhöndinni í mestallri
Indónesíu á fimmtándu öld. Eyj-
arskeggjar á Balí voru ekki á því
að láta snúa sér til íslam. Hindúar
frá öðrum eyjum Indónesíu tóku
að flytjast þangað og trúin festist í
sessi. Hindúatrú Balíbúa hefur auk
þess blandast ýmsum fornum
trúarbrögðum frumskógarins auk
búddisma. Á eyjunni eru um
20.000 hindúahof, flest í einkaeigu.
Á Balí búa tæplega fjórar millj-
ónir manna, þótt eyjan sé ekki
nema einn átjándi partur af Ís-
landi að stærð. Menningin á Balí á
sér fornar og djúpar rætur. Hand-
verk ýmiss konar hefur þróast í
margar aldir. Dansarnir eru
heillandi skrautsýningar, sem fara
fram í kyndlabirtu. Balídansar
hafa gjarnan flókinn söguþráð
sóttan í gamlar þjóðsögur sem
fjalla um ástina og dauðann þar
sem ýmsir guðir blanda sér í bar-
áttuna. Ekki er síður athyglisvert
að fylgjast með líkfylgdum og öðr-
um trúarathöfnum sem verða oft á
vegi manns.
Balí komst á kortið hjá menn-
ingarvitum Vesturlanda á fjórða
áratug liðinnar aldar. Menn fóru
þá að veita menningarlífinu at-
hygli, einkum listamönnunum og
dönsunum. Ekki var farið að
byggja upp strandhótel fyrr en á
sjöunda áratugnum. Strandbæirnir
eru allir á suðurhluta eyjarinnar.
Sá stærsti og þekktasti er Kuta
þar sem djammið er villtast, en
þar var einmitt sprengjutilræðið
árið 2002 sem grandaði 202
mannslífum. Í Nusa Dua eru lúx-
ushótelin, en fjölskyldufólkið er
best geymt í Sanur þar sem und-
irritaður dvaldi fyrir spottprís.
Meðfram Sanur er 5 km löng
sandströnd með plássi fyrir alla.
En það er ekki strandlífið sem
gerir Balí eftirsóknarvert. Um að
gera er að nota tímann til að fara
sem víðast að upplifa þessa dul-
arfullu og heillandi eyju. Varla er
hægt að tala um nothæfar almenn-
ingssamgöngur. Hægt er að leigja
bíl eða mótorhjól, en það er varla
nema fyrir þá ævintýragjörnustu.
Löggan er afskiptasöm við erlenda
ökumenn, en oftast má leysa málið
sem smá „sekt“ á staðnum. Varast
ber þó að bjóða mútur að fyrra
bragði. En þeir skipta sér lítt af
því þótt heilu fjölskyldurnar af
innfæddum þjóti um göturnar
hjálmlausar á einu mótorhjóli.
Flestir landsmenn ferðast um á
mótorhjóli og umferðin er yf-
irþyrmandi í mesta þéttbýlinu.
Ekki er hættulaust fyrir gangandi
vegfarendur að komast leiðar sinn-
ar, ekki síst þar sem taka má
hægri beygju á rauðu ljósi, svo
vélfákarnir koma að manni úr öll-
um áttum við gangbrautirnar, þar
sem hinir gangandi virðast engan
forgang hafa. Besta leiðin til að
ferðast um landið er að leigja bíl
Ubud er miðstöð handverks og lista á Balí. Einkum er þar að finna skartgripi,
batik, útskurð og málverk. Sjálfsagt er að prútta um verðið og hægt er að gera
góð kaup, einkum í málverkum.
FJÖLBREYTT EYJAMENNING
Balí – perla
Indónesíu
ÞAÐ YNDISLEGA VIÐ INDÓNESÍSKU EYJUNA BALÍ ER
ÖLL SÚ FRAMANDI FJÖLBREYTNI SEM HÚN HEFUR UPP
Á AÐ BJÓÐA. ÞAR HEFUR ÞRÓAST MENNING SEM
VARLA Á SÉR HLIÐSTÆÐU ANNARS STAÐAR.
Ljósmyndir og texti: Ómar Óskarsson omar@mbl.is
Balídansar snúast gjarnan um ástina og dauðann, þar sem ýmsir guðir blanda sér í atburðarásina.
Í apaskóginum í Ubud. Hér er einn við Hof hinna framliðnu, Pura Dalem Agung.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012
Ferðalög og flakk
MEMORY FOAM
heilsuinniskór
OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-17 og sunnudaga frá kl. 13-16
JÓLATILBOÐINSHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
n Inndraganlegur
botn
n 2x450 kg
lyftimótorar
nMótor þarfnast
ekki viðhalds
nTvíhert stál í
burðargrind
nHliðar- og enda-
stopparar svo
dýnur færist
ekki í sundur
nBotn er sérstaklega
hannaður fyrir
Shape heilsudýnur
nVal um lappir með
hjólum eða töppum
n 5 ára ábyrgð
C&J + Shape dýna
Stærð cm. Með still. botni
2x 80x200 375.800,-
2x 90x200 399.800,-
2x90x210 407.800,-
2x100x200 429.800,-
120x200 230.900,-
140x200 257.900,-
Tilboðsverð
* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.
STILLAN-
LEGT
•
STÆRÐ 2X90X200
Aðeins kr.
34.754,-
í12mánuði*
He
ils
ui
nn
is
kó
r s
em
lag
ar sig að fætinum
- einstök
þæ
gindi
1 par kr. 3.900,- 2 pör kr. 6.980,- 3 pör kr. 9.990,-
Heilsusamleg jólagjöf á frábæru verði!