Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 23
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Hágæða sæn gurverasett og sloppar - Mikið úrval Jólagjöfin í ár 20% afslát tur Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi hafa skorið upp herör gegn vefsíð- um sem hvetja ungar stúlkur til átröskunar til að halda sér grönnum. Áætlað er að vefsíður af þessu tagi séu á bilinu fjögur til fimm hundruð og þúsundir stúlkna heimsæki þær á degi hverjum. Á síðum þess- um má nálgast upplýs- ingar um það hvernig halda má sér grönnum, meðal annars með því innbyrða einungis fjögur til fimm hundruð kalorí- ur á dag í stað tvö þús- und sem er æskilegur dagskammtur fyrir kon- ur. Ekki er óalgengt að vefsíður þessar haldi á lofti ljósmyndum af fræg- um grönnum konum, svo sem tískudrósinni Victo- riu Beckham og leikkon- unni Keiru Knightley. Dæmi eru um að stúlkur allt niður í sex ára gamlar hafi nýtt sér upplýsingar af téðum síð- um með skelfilegum af- leiðingum. BRESK HEILBRIGÐISYFIRVÖLD Victoria Beckham þykir ekki góð fyrirmynd með tilliti til holdafars. AFP Vilja uppræta átröskunarsíður Virtur húðsjúkdómalæknir á Bret- landi hefur varað við notkun ung- lingabólulyfsins Roaccutane sem grunur leikur á að geti leitt til þung- lyndis. Tony Chu segir lyfið gróflega ofnotað, fæstir sem fá því ávísað hafi raunveruleg not fyrir það. „Að mínu viti á ekki að nota Roaccutane nema í neyðartilvikum, þegar ungmenni eru útsteypt í bólum. Að skrifa upp á lyfið út af fjórum eða fimm bólum er fráleitt,“ segir Chu. Á síðasta ári fyrirfór 24 ára gamall maður sér eftir að hafa notað Roac- cutane og telur fjölskylda hans lyfið hafa spilað þar inn í. „Hann var þung- lyndur vegna unglingabólnanna en lyfið gerði illt verra,“ segir faðir hans við vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Talsmaður breska lyfjaeftirlitsins, June Raine, er á öndverðum meiði, segir lyfið hafa reynst tugþúsundum ungmenna vel. UMDEILT LYF VIÐ UNGLINGABÓLUM Ungmenni geta verið viðkvæm. AFP Gæti valdið þunglyndi Ofneysla lyfseðilsskyldra lyfja send- ir um fimmtán þúsund Bandaríkja- menn í gröfina ár hvert. Það er þrefalt meira en fyrir áratug. Svo rammt kveður að þessum vanda að bandaríska sóttvarnaeftirlitið hefur lýst yfir faraldri. Þrátt fyrir að vera innan við 5% íbúa heimsins nota Bandaríkjamenn 80% lyfseð- ilsskyldra verkjalyfja í heiminum. Sala á slíkum lyfjum hefur fjórfald- ast á aðeins tíu árum, nemur nú ell- efu milljörðum Bandaríkjadala. Fleiri látast nú í Bandaríkjunum af völdum lyfseðilsskyldra lyfja en af völdum heróíns og kókaíns til sam- ans og í sautján ríkjum deyja fleiri af þeim sökum en í bílslysum. Mörg Evrópuríki hafa líka vaxandi áhyggj- ur af þessari þróun. LYFSEÐILSSKYLD LYF Pillur geta verið ávanabindandi. AFP Verða æ fleir- um að fjörtjóni viðhorfi margra til gervisætuefna í seinni tíð, þrátt fyrir áframhaldandi notkun. Ekki nóg vitað – spurning um að börnin njóta vafans Auk þess að vera ekki útbúin af náttúrunnar hendi er því víða haldið fram í dag að ýmiskonar aukaverk- anir geti fylgt neyslu matvæla sem innihalda aspartam, allt frá aukinni tíðni svima og höfuðverkja yfir í að neysla efnisins sé tengd skemmdum á miðtaugakerfi fólks. „Vandamálið er samt að við vitum í raun og veru ekki nóg – sér- staklega ekki gagnvart viðkvæmum hópum eins og börnum og þung- uðum konum. Einstaka vísbendingar hafa komið fram, sbr. tvær faralds- fræðilegar rannsóknir sem gáfu til kynna óæskileg áhrif af neyslu syk- urlausra (diet) gosdrykkja meðal þungaðra kvenna. Það mun taka nokkur ár þar til hugsanleg lang- tímaáhrif þessarar neyslu fara að koma að fullu í ljós,“ segir Ingibjörg. Þrátt fyrir fyrrnefndar gagnrýn- israddir hefur notkun sætuefnisins engu að síður snaraukist á und- anförnum árum. Benda rannsóknir nú einnig til þess að neysla sætuefna á meðal barna hafi snaraukist. „Á meðan ekki meira er vitað, ættu börnin kannski á meðan að njóta vafans,“ bætir hún við. Hrásykur, agave og nátt- úruleg sætuefni sækja á Í kjölfar gagnrýninnar umræðu um hollustu sætuefna, auk vaxandi al- mennrar vakningar um neyslu hreinna, náttúrulegra vara, á und- anförnum árum, leitast framleið- endur sem fyrr við að bæta sínar vörur enn frekar og reyna aðrar leiðir. Í tilfellum jógúrtvara hér á landi má sjá þessa breytni t.d. í auknu framboði á vörum sem sykraðar eru með náttúrulegum sætugjöfum á borð við hrásykur, agave-safa, sykr- aða ávexti o.þ.h. Sé dregin ályktun frá slembiúrtaki Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, sem sjá má í töflu, virðist ekki sem hróplegur munur sé á næring- arinnihaldi vara sem sykraðar eru með hefðbundnum sykri, agave- þykkni eða hrásykri eins og sjá má. Hreinar afurðir hollastar en stöku jógúrt í hófi í lagi Í ráðleggingum Landlæknis um mat- aræði og næringarefni er áréttað að tvö mjólkurglös á dag uppfylli nauð- synlega kalkþörf mannsins. Lítil jóg- úrt- eða skyrdós er þar sögð sam- svara einu glasi. Er fólk eftir sem áður hvatt til að velja fituminni vörur og sykurlitlar. Bent skal á að mjög sætar mjólk- urvörur í handhægum umbúðum, sem finnast í kælum matvöruversl- ana, eiga margar hverjar meira skylt við eftirrétti en jógúrt, þar sem syk- urinnihald þeirra er áberandi hátt auk þess sem þeim fylgja sem dæmi súkkulaðikúlur til að blanda saman við þykknið o.s.frv. Eru umræddar vörur ekki taldar með hér þegar rætt er um jógúrt. Spurð að því hverju hún mæli öðru fremur með ef ekki bragð- bættri jógúrt segir Ingibjörg hreinu jógúrtina og aðrar hreinar sýrðar af- urðir, næringarríka kosti. „Það er t.d. hægt að hræra út í þær rúsínur eða banana ef óskað er eftir sæt- leika, og börn venjast því sem þeim er boðið.“ Í stóra samhenginu eru mjólk- urvörur ekki aðalsykurgjafi fæð- unnar og ber því að gæta skynsemi í málum jógúrtarinnar sem annarra vara. „Fyrir manneskju sem notar eiginlega aldrei gos og borðar ekki kex og kökur ætti alveg að vera pláss fyrir þetta. Ef sætar mjólk- urvörur eru ekki hluti af öllum mál- tíðum dagsins, ætti það allavega ekki að skaða heilsuna,“ segir Ingibjörg. Næringargildi í 100 g af mismunandi jógúrt-tegundum Framl. kj kkal Prótein (g) Kolv. (g) Fita (g) Sætuefni: Lífræn AB jógúrt með skógar- berjum og agave Biobú 381 91 2,5 12,3 3,5 Agaveþykkni Óskajógúrt m/jarðarberjum MS 379 90 3,3 11,9 3,2 Sykur Lífræn jógúrt jarðarber Biobú 347 82 2,7 11,6 2,8 Lífrænn hrásykur Létt Jógúrt með jarðarberjum Sætuefni (án viðbætts sykurs) MS 179 43 3,6 3,9 1,4 (aspartam og asesúlfam-K) Létt drykkjarjógúrt jarðarber MS 337 80 3,4 13,6 1,3 Sykur Heimild: Umbúðir vörutegunda Næringargildi í 100 g af öðrum mjólkurvörum kj kkal Prót. (g) Kolv. (g) Fita (g) Sætuefni: Skyr.is / jarðaber 356 84 9,2 11,3 0,2 Sykur Kea-skyr m. jarðab. 394 93 11,2 11,1 0,4 Sykraðir ávextir Skyr / hrært hreint 301 71 13,3 3,3 103 AB-mjólk / hrein 183 43 3,8 3,7 1,5 Léttsúrmjólk / hrein 176 42 3,4 3,7 1,5 Engjaþykkni með jarðarb. og morgunk. 623 149 3,3 17,5 7,2 Heimild: Umbúðir vörutegunda * „Í stóra samhenginueru mjólkurvörur ekki aðalsykurgjafi fæðunnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.