Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 Matur og drykkir V ið höldum mjög oft matarboð heima við með dætrum okkar og erum gjörn á að prófa margt í eldamennsku. Heimilislífið er alltaf tilefni til að setja upp veislur og prófa hitt og þetta,“ segir Gísli Egill Hrafnsson, ljósmyndari og matgæð- ingur. Þau hjón; Gísli Egill og Inga Elsa Bergþórsdóttir, grafískur hönn- uður, eru fyrir löngu orðin þekkt fyrir matreiðslubækur sínar sem eru með þeim fallegustu á markaðnum, með nýjum og sígildum upp- skriftum. Þau buðu góðum vinum sínum heim í mat þar sem þau buðu upp á mat í anda nýrrar bók úr þeirra smiðju; Eldað og bakað í ofninum heima. „Við buðum upp á taílenskan pottrétt og eldamennskan er fremur afslöppuð því þetta er einn af þessum réttum sem maður hendir inn í ofn og hann eldar sig sjálfur. Pottrétturinn inniheldur alls konar krydd en er fremur mildur. Í gluggakistunni heima ræktum við chili- pipar og það hitti þannig á að við áttum rosalega mikið af allskonar chili. Og eins og í öllum austurlenskum mat er í góðu lagi að setja aðeins meira af chili en er í uppskriftinni ef maður hefur smekk fyrir því,“ segir Inga. Með réttinum var borið fram heimabakað naan-brauð og eftirrétturinn er í miklu uppáhaldi á heimilinu – súkkulaðirauðrófu- brownies. Í kökunni eru rauðrófur eitt af grunnhráefnunum og hún er án hveitis. Þess í stað er notað mjöl sem búið er til úr heslihnet- um og rísmjöli þannig að hún er glútenlaus og án viðbættrar fitu. Uppskriftin er úr bókinni en Inga bætir við að í henni sé engin heilsupredikun heldur sé ætlunin að koma upplýsingum á framfæri um hvernig má skipta út hveiti og öðru í bakstri fyrir önnur hráefni og hvernig hlutföllin breytast þá. Mikið sé til af alls konar mjöli og hveiti sem fólk er oft hrætt við að prófa. „Kannski líka til að gefa fólki hugmyndir. Það er svo margt hægt að gera með eina uppskrift og sérstaklega í bakstrinum en þar eru margir oft hræddir við að breyta einhverju. Við gefum ákveðnar lykilupplýsingar og leiðbeinum fólki með það hvernig það getur aðlagað uppskriftir að sínum smekk.“ Inga segir að í grunninn sé nýja bókin sjálfstætt framhald af bók- inni sem kom út í fyrra. Hugsunin er sú sama; að elda úr árstíð- arbundnum hráefnum, reyna að vera sjálfbjarga eins og hægt er en nú er ákveðið þema – ofninn. Það er svo margt hægt að gera með ofninn í eldamennsku.“ MATUR SEM ELDAR SIG SJÁLFUR Hádegi á Hjallavegi * „Við buðum upp á taílenskan pottréttog eldamennskan er frem- ur afslöppuð því þetta er einn af þessum réttum sem maður hendir inn í ofn og hann eldar sig sjálfur. Pottrétturinn inni- heldur alls konar krydd en er fremur mildur.“ HJÓNIN INGA ELSA BERGÞÓRSDÓTTIR OG GÍSLI EGILL HRAFNSSON BUÐU GÓÐUM GESTUM HEIM Í HÁDEGISVERÐARBOÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is UM 10 BRAUÐ 2½ tsk. þurrger 2 msk. sykur 200 ml mjólk, ylvolg 600 g hveiti 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 4 msk. ólífuolía 200 ml hrein jógúrt eða súrmjólk 1 msk. Maldon-salt 1 msk. indversk kryddblanda (t.d. garam masala eða eitthvert annað gott krydd sem ykkur dettur í hug) 25 g smjör 2 hvítlauksrif, pressuð knippi af fersku kóríanderlaufi Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15 mínútur. Blandið síðan hveiti, salti, lyfti- dufti, olíu og jógúrt saman við germjólkina. Hnoðið deigið þar til það er slétt og mjúkt; bætið við hveiti ef það er of lint. Látið deigið svo hefast í skál í 1 klukkustund við stofu- hita. Hitið bakaraofninn í 275°C og stillið á grill. Blandið sam- an kryddi og Maldon-salti og setjið á disk. Skiptið deiginu í 10 hluta og hnoðið úr því kúlur. Fletjið síðan hverja kúlu út nokkuð þunnt og þrýstið ann- arri hliðinni létt ofan í kryddblönduna. Raðið brauð----unum á ofnplötu. Bakið brauðin í 5–7 mínútur. Bræðið smjör í potti, setjið pressaðan hvítlaukinn út í og dreypið smjörinu yfir heit brauðin. Klippið síðan ferskt kóríanderlauf yfir allt saman. Naan-brauð HANDA 10–12 400 g rauðrófur, afhýddar og skornar í litla bita 150 g heslihnetur 3 stór egg 180 g sykur eða ljós púðursykur ½ tsk. salt 2 msk. hrísmjöl 3 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilluessens 200 g súkkulaði, 70%, grófsaxað Hitið ofninn í 200̊C. Bakið rauðrófubitana í 20 mín- útur. Smyrjið mót sem er um 27 x 20 cm stórt með ol- íu. Klippið smjörpappír þannig að hann passi í mótið og leggið hann þétt upp við kantana. Smyrjið pappírinn lítillega með olíu. Malið heslihneturnar í fínt mjöl í matvinnsluvél. Þeytið saman egg, sykur og salt þar til eggin verða létt og ljós. Hrærið hnetu- og hrísmjöl saman við ásamt kakói, lyftidufti og vanillu. Maukið bakaðar rauðrófurnar og setjið saxað súkkulaðið saman við heitt rauðrófumaukið. Hrærið í þar til súkkulaðið bráðnar. Setjið rauðrófumaukið út í deigið og blandið varlega saman. Hellið deiginu í mótið og sáldrið grófsöxuðum hesli- hnetum yfir. Lækkið ofnhitann í 160̊C. Bakið kökuna í miðjum ofninum í 35 mínútur. Látið hana kólna aðeins í mótinu áður en hún er borin fram. Súkkulaðirauðrófu- brownies

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.