Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 45
þjóðfundinum, þar sem „framtíðarsýn varð til á
hverju borði“. Þeim, sem reyna að halda því fram að
löggjafarsamkundunni sé með þessu sýnd lítil virðing
í málinu, má benda á að „Virðing“ varð í þriðja sæti á
þjóðfundinum, sæti neðar en Jafnrétti. Og vísun til
ábyrgðarlausra vinnubragða er gagnslaus, því
„Ábyrgð“ komst ekki inn á lista yfir 4 hæstu „gildin“
á fundinum, frekar en „Kærleikurinn“ sem „Réttlæti“
skaut auðveldlega aftur fyrir sig.
Fræðimenn glata ærunni
Nú eru fræðimenn, meira að segja þeir sem hafa ver-
ið í sérstöku uppáhaldi hjá Samfylkingunni og gagn-
kvæmt, teknir að halda því fram að sjálfur eins dags
þjóðfundurinn sem fann „gildin“ og að auki fann upp
framtíðarsýn á „hverju borði“ hafi í rauninni verið
eins og hver önnur vitleysa (ekki orðrétt) og betri ár-
angurs hefði verið að vænta úr venjulegri skoðana-
könnun, en uppákomunni í Laugardal. Og svo for-
dæma þeir að auki að „þjóðfundurinn“ og sjálf
„þjóðaratkvæðagreiðslan“ þar sem ekki var spurt um
eina einustu tillögu „stjórnlagaráðs“ séu í framhald-
inu notuð til „þöggunar“ allrar umræðu, eins og
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor orðaði það.
Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður hefur að
vonum brugðist hart við og velt fyrir sér hvort verj-
andi sé að slíkir menn, sem þannig tala, skuli áfram
kalla sig fræðimenn. Það er von að formaðurinn slái
slíka varnagla. Því hvar gæti ábyrgðarleysi áður
virtra fræðimanna af slíku tagi endað? Ætlar útskúf-
aður „fræðimaðurinn“ kannski að fara að hafa uppi
efasemdir um þá leiðsögn sem Kínverski komm-
únistaflokkurinn hafði uppi á sínum þjóðfundi? Er
hann þá á móti friði, framförum og valdi fólksins, sem
þar var klappað fyrir? Eða á að trúa því að fólk sem
kallar sjálft sig enn fræðimenn ætli að hefja baráttu
gegn Heiðarleika, Jafnrétti, Virðingu og Réttlæti,
sem slógu svo rækilega í gegn á hinum íslenska þjóð-
fundi, sem var síst síðri en sá kínverski? Vilja hinir
hálaunuðu fræðimenn háskólanna sópa út af 100
borðum þeim framtíðarsýnum „sem urðu til á hverju
borði í Laugardal“?
En formaður nefndarinnar lætur ekki vaklandi
„fræðimenn“ slá sig út af laginu. Jafnvel þótt Lýð-
ræði næði ekki glæsilegum árangri í prófkjörum gild-
anna á þjóðfundinum ætlar Eftirlits- og stjórnskip-
unarnefnd Alþingis ekki einu sinni að forsmá það með
öllu. Nefndin hefur því sett auglýsingu í fjölmiðla um
að þeir sem vilji skoða og velta fyrir sér á annað
hundrað nýjum ákvæðum stjórnarskrár, sem hvorki
þing né forsætisráðherra hafa enn haft tíma til að
kynna sér, geti ef þeir kjósi notað nokkra daga á að-
ventunni til þess og látið svo Valgerði vita eftir viku
eða svo.
Nú geta úrtölumenn auðvitað sagt sem svo að vika
sé stuttur tími. En þá er á tvennt að líta. Stjórn-
málamönnum hefur lengi þótt flott að hafa uppi fras-
ann að „vika sé langur tími í stjórnmálum“ og það eigi
hvergi betur við en einmitt núna. Sundlaugarvörður
Samfylkingarinnar bætir um betur og segir að jafnvel
korter sé lengi í kafi, hvað þá vika. Og svo er hitt að
þótt þjóðfundurinn hafi aðeins staðið í dagspart hafi
samt „orðið þar til framtíðarsýn“ á hverju borði auk
30.000 nýrra tillagna. Nú er fólkinu í landinu, hverj-
um og einum landsmanni, sem sagt gefinn sjöfaldur
þjóðfundartími til að koma með sínar athugasemdir.
Því er jafnframt heitið að hver einasta athugasemd
frá almenningi fái ekki lakari meðferð en hver og ein
tillaga að nýju stjórnarskrárákvæði. Þingmenn muni
því ekki líta á eina einustu athugasemd og senda þær
sem berast ólesnar til forsætisráðherra sjálfs, sem
muni meðhöndla þær eins og sjálfar tillögur stjórn-
lagaráðs. Svo enginn mun hafa yfir neinu að kvarta.
„Það varð hér hrun“
Eins og Steingrímur J. hefur bent á „þá varð hér
hrun“ og á hann þá ekki við fylgishrun Björns Vals
eða VG almennt, hvað svo sem Atli Gísla, Lilja Móses,
Ásmundur Einar, Jón Bjarna, Guðfríður Lilja og
Bjarni Harðar segja um það. Og fyrst svo vel vildi til
að Jóhanna og Samfylkingin fengu vitrun, sáu sýnir,
kannski hundrað borða framtíðarsýnir, sem sýndu að
„hér varð hrun“ og það hrun mátti rekja beint til
Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands frá 17. júní 1944,
þá varð að bregðast við. Nema menn vildu endilega
annað hrun. Það er ekki margt sem bendir til þess.
Ekkert einasta af borðunum 100 í höllinni bað um
meira hrun. Það segir sitt. En svo augljóst sem þetta
sýnist vera vekur eitt þó undrun. Eins og bent hefur
verið á mun nýja stjórnarskráin tryggja jöfnuð, heið-
arleika, virðingu og réttlæti í samræmi við þjóðfund-
inn og fjölmarga framtíðarsýn, auk þess að tryggja
fulla vinnu og heilbrigði og margt annað sem hug-
urinn girnist. Það mun þýða að verði einhverjum ekki
sýndur heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti og kær-
leikur, og tryggð heilsa og full atvinna og allt hitt að
samþykktri stjórnarskrá, þá fer sá sami í mál fyrir
héraðsdómi, vísar í plaggið og nær í það sem upp á
vantar. Og eftir því sem tækninni fleygir fram geta
menn vísast síðar fengið slíkar kvartanir afgreiddar í
heimabankanum sínum.
En af hverju vantar eitt? Hvar er ótvírætt ákvæði
sem ekki verður hægt að fara í kringum: Hrun er
bannað. Af hverju er sjálft tilefnið ekki nefnt? Væri
það ekki öruggara? Og hvað með skafrenning?
Morgunblaðið/RAX
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45