Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 F ólkið býr í landinu en býr landið í fólkinu? Er það ekki óhjá- kvæmilegt, alltént hér við nyrstu voga, þar sem náttúran hefur af- gerandi skoðun á öllu sem fram fer í mannheimum. Fer um okkur mjúkum höndum, eigi það við, en gengur af göflunum sé henni misboðið. Jafnvel á sama deginum, sama klukkutímanum, sé því að skipta. Fólk og land er yrkisefni Ragnheiðar Arn- grímsdóttur ljósmyndara í fyrstu bókinni sem hún sendir frá sér og svo sem sæmir efninu er þar engin lognmolla. „Þetta er bú- ið að vera ótrúlegt ævintýri!“ segir hún í formála. „Við erum öll svo ólík en þó svo lík.“ Orð að sönnu. Hafði næði á nóttunni Ragnheiður hefur lengi haft áhuga á ljós- myndun og fyrir fáeinum árum lét hún drauminn rætast og festi kaup á alvöru myndavél. Til að byrja með tók hún mest kvöld- og næturmyndir af sínu nánasta um- hverfi. „Ég á mörg börn og fann helst næði á þeim tíma sólarhringsins,“ segir hún bros- andi. „Ég fékk jákvæð viðbrögð við þessu áhugamáli frá mínum nánustu og hélt því áfram að taka myndir.“ Ragnheiður skráði sig í fjarnám við New York Institute of Photography og kveðst hafa lært mikið á því námi. Myndir hennar af norðurljósunum dansandi yfir Íslandi vöktu mikla athygli samnemenda og seldi hún nokkrar slíkar í kjölfarið til Kína. „Það var mjög skemmtilegt og um leið mikil hvatning.“ Smám saman breyttust myndir Ragnheið- ar, fólk varð meira áberandi, og þegar hún hóf nám í Ljósmyndaskólanum fór hún að hlúa betur að því hugðarefni sínu. Gerði meðal annars seríu um skegg. Hún tók líka þátt í að stofna ljós- myndahóp, ásamt sex öðrum, sem kallar sig Imagio og fer nokkrum sinnum á ári saman á stúfana til að taka myndir. Bara brot af listanum Útskriftarverkefni Ragnheiðar frá Ljós- myndaskólanum á síðasta ári hverfðist um fólk og segja má að það hafi verið upptakt- urinn að bókinni. „Ég byrjaði að mynda markvisst fyrir bókina fyrir um ári. Kom mér upp lista yfir áhugavert fólk en þegar upp var staðið komst ég ekki yfir nema brot af honum. Ég gæti gert margar bækur í við- bót og í raun heila bók um hverja og eina manneskju sem ég hef myndað.“ Fyrirsæturnar í bókinni koma úr ýmsum áttum, allt frá föður ljósmyndarans og syst- ur yfir í fólk sem hún þekkti ekki neitt áður. „Ég spurðist víða fyrir um forvitnilegt fólk og fékk fín viðbrögð. Stundum vildi fólkið ekki láta mynda sig en benti í staðinn á ein- hvern annan. Þetta var mjög skemmtileg keðjuverkun.“ Mismikill tími fór í myndatökurnar. Suma þurfti Ragnheiður að hitta oftar en einu sinni. „Fólk er misfljótt að opna sig, sér- staklega það sem þekkti mig ekki fyrir. Það er ósköp eðlilegt,“ segir Ragnheiður. Sitthvað skondið kom upp á, til að mynda hélt eitt viðfangsefnið að Ragnheiður væri ekki íslensk. Útlitið útilokaði það. Fiskuð upp úr sjónum Í sum verkefnanna kom Ragnheiður á sjó- flugvél og segir hún það gjarnan hafa brotið ísinn. „Ef það léttir ekki andrúmsloftið að þurfta að fiska ljósmyndarann upp úr sjón- um veit ég ekki hvað gerir það,“ segir hún hlæjandi. Ragnheiður flýgur sjálf enda með atvinnu- flugmannspróf og stundum var faðir hennar, Arngrímur Jóhannsson, með í för. Vel fór á með Ragnheiði og viðfangsefnun- um og lítur hún á mörg þeirra sem vini sína í dag. Stuttir textar fylgja hverju viðfangsefni og eru þeir eftir systur Ragnheiðar, Sigrúnu Örnu Arngrímsdóttur. Sú síðarnefnda var ekki viðstödd myndatökurnar og margt af fólkinu í bókinni hefur hún aldrei hitt. „Sig- rún systir er ótrúleg. Ég henti bara ein- hverjum stikkorðum í hana, blaðraði bara og blaðraði, og úr urðu þessir frábæru textar. Sigrúnu tekst að segja alveg ótrúlega margt í stuttu máli. Ég skil ekki hvernig hún fer að þessu,“ segir Ragnheiður. „Ætli ég sé ekki bara orðin svona þjálfuð í að skilja þig,“ svarar Sigrún Arna að bragði. Þær skellihlæja. Kynntist landinu Enda þótt vel hafi tekist til við textagerðina langar Sigrúnu Örnu eigi að síður að vera með í för verði framhald á verkefninu. Kynnast fólkinu sem hún skrifar um per- sónulega. Systurnar geta þá skipst á stýrinu enda er Sigrún Arna með einkaflugmanns- próf. Fólkið í landinu & landið í fólkinu er bæði ætluð Íslendingum og útlendingum en allir textar í bókinni eru bæði á íslensku og ensku. Þýðingu önnuðust Michael Jón Clarke og Jóhann Axel Andersen. Umbrot og hönnun var í höndum Írisar Blöndal. Ragnheiður hefur flogið vítt og breitt um heiminn en minna séð af Íslandi – fram að þessu verkefni. „Þetta var frábært tækifæri til að skoða landið okkar og kynnast fólkinu sem í því býr. Ég naut þess í botn að koma á staði sem maður keyrir að öllu jöfnu framhjá eða flýgur yfir. Þessi bók er óður til fólksins í þessu landi.“ Það hefur, að sögn Ragnheiðar, verið Óður til þjóðar FÓLKIÐ Í LANDINU & LANDIÐ Í FÓLKINU ER YFIRSKRIFT FYRSTU LJÓSMYNDABÓKAR RAGNHEIÐAR ARNGRÍMSDÓTTUR. ÞAR GETUR AÐ LÍTA ÞVERSKURÐ ÞESSARAR ÞJÓÐAR MEÐ AUGUM RAGNHEIÐAR EN SYSTIR HENNAR, SIGRÚN ARNA, BER ÁBYRGÐ Á TEXTUNUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Systurnar Ragnheiður og Sigrún Arna Arngrímsdætur standa að bókinni. PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 23 54 1 Afsláttur al og að auki 15 Vildarpu á hverjar 1.000 kr. eða um 150 punktar á 1. Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti þegar dælt er 25 l eða meira) koma ekki 2.Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf lykillinn að vera tengdur við Visa eða American Express Vildarkort Icelandair. Ein

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.