Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 59
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Sérvitringar sáu að fyrir urðu fuglar (11)
4. Urg og ráf í kjarri sem felur ávöxt. (8)
9. Fyrstu gerðir af ælum. (7)
11. Veikur og þrjóskur með dauðan. (7)
13. Enginn brjálaður fær fals og rugl frá gáskafullum. (12)
15. Kraftur og einföld eyðilegging koma á eftir orsök. (9)
16. Andskotarnir taka skorpur. (6)
17. Stærð lendir í sóun vegna endurnýjunar. (5)
19. Hrek daður með bauju. (7)
21. Smá spili með það að vera ekki lengi. (10)
23. Láta fljóta áfram og sjá fyrir. (10)
26. Ó, enga fulla í tvöföldum blönduðum vökva. (9)
27. Hinu sýni ólíkt. (8)
30. Tíu gull renna saman í form. (6)
32. Getur barið fengið hálft lungað í samkomulagi. (10)
33. Dýrgripur væri fær um að leiða til góðs mats. (9)
34. Hol fjármálaráðherra fyrir gjöld? (8)
35. Hugarfar hrós á þaki. (7)
36. Fuglar eru engir með Ella. (9)
LÓÐRÉTT
1. Ekki margmannaðar fá krullaðar. (9)
2. Teymi nýríkra hefur verið komið til þroska. (7)
3. Mögulegt sníkjudýrt er seinlátt. (7)
5. Frekur þvælist um fyrstu merki eftir skóflu. (7)
6. Skipulag tveggja stórra mynda plöntu. (7)
7. Sjá kassann með fuglinum. (5)
8. Gulltalentan missir Etnu nokkurn spöl. (8)
10. Skæli vélrænt yfir búnaði. (7)
12. Hvítta fisk. (7)
14. Málmblanda gerð úr nýju Ag. (8)
18. Eitranirnar flækjast fyrir þeim sem hafna. (11)
20. Faxi fær öll til að snúast við með aftökutæki. (7)
22. Umlir um heitan, upp á frönsku, í athugunum. (10)
23. Orðfimi í flugi? (10)
24. Brauð frá himni gef einum með yfirlæti (9)
25. Að fimm entist einn kristinn. (10)
28. Lánastofnun með hlutverk þvottalérefts. (8)
29. Stjórnarfar sem er kvalræði. (6)
31. Réðst smágerð rigning með útblástursopi. (7)
Klassíska skákin“ leið undirlok við aldamótin 2000 ognýir spámenn hafa komið
fram sem skara fram úr í því að
nýta kosti tölvutækninnar: Kaz-
imdsanov, Karjakin, Nakamura,
Anand, Kramnik, Topalov og
Frakkarnir. Þetta er umfjöllunar-
efnið öðrum þræði í nýrri bók úkra-
ínska stórmeistarans Vladimirs
Tukmakovs, Modern chess prep-
aration. Í fyrri helmingi bókarinnar
dregur Tukmakov fram dæmi frá
fyrri tíð sem kunna að hafa skotist
fram hjá okkur: Pólverjinn Akiba
Rubinstein var snjall í hróks-
endatöflum – það vissum við, en
hann var líka að mati höfundar
langt á undan sinni samtíð að flestu
öðru leyti. Tvær heimsstyrjaldir
léku hann grátt, sú fyrri hindraði
einvígi við Emanuel Lasker um
heimsmeistaratitilinn. Fengin
reynsla og kunnátta gat verið dýru
verði keypt í þá daga. Nú eru leyni-
vopn skákarinnar þaulprófuð með
samkeyrslu fjölmargra forrita. Æf-
ingaaðstaða heimsmeistarans minn-
ir meira á tölvuver en nokkuð ann-
að. Þrátt fyrir tæknina ráðleggur
Tukmakov ungum skákmönnum að
sundurgreina skákir og æfa sig án
þess að hafa tölvu við höndina. Í
einum kafla bókarinnar fjallar hann
um úrslitaskákir. Nokkur dæmi eru
tekin til meðferðar og Tukmakov
veltir við nokkrum steinum af skák-
ferli Spasskís: fyrir lokaskákina í
áskorendaeinvíginu við Paul Keres
árið 1965 var Spasskí yfir, 5:4, og
dugði jafntefli til að vinna einvígið.
Ýmsar rólegar og traustar byrjanir
virtust sniðnar til þess að ná þeim
úrslitum. En þeir voru báðir komn-
ir langt að og Spasskí vissi að upp
var runnin ögurstund á ferli Keres.
Hann ákvað að koma Eistlend-
ingnum á óvart og tefla kóngs-
indverska vörn, afar krefjandi og
flókna byrjun sem hann hafði sjald-
an beitt áður. Við undirbúning fyrir
skákina gat hann sér til um það af-
brigði sem Keres valdi og sendi
jafnframt inn þau skilaboð til hins
vígmóða andstæðings að nú væru
þrenn úrslit möguleg; sigur, tap
eða jafntefli. Eins og 15. leikur
hans leiðir í ljós fór Spasskí aldrei
„úr karakter“. Skákin sem hér fer
á eftir er þrungin stigmagnaðri
spennu:
Riga 1965:
Paul Keres – Boris Spasskí
Kóngsindversk vörn
1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. f4 c5 6. d5 0-0 7. Rf3 e6 8.
Be2 exd5 9. cxd5 b5!?
Þessi óvænti leikur byggist á
hugmyndinni 10. Bxb5 Rxe4 11.
Rxe4 Da5+ o.s.frv. Í dag er talið
traustara að leika 9. … Bg4 eða
9. … He8.
10. e5 dxe5 11. fxe5 Rg4 12. Bf4
Skarpara er 12. Bg5 með hug-
myndinni 12. … f6 13. exf6 Bxf6 14.
Dd2.
12. … Rd7 13. e6 fxe6 14. dxe6
Hxf4 15. Dd5!
Hótar 16. Dxa8 og 16. e7+.
15. … Kh8!?
Gefur hrókinn. Hann gat leikið
15. … Bb7 16. Dxb7 Rb6 og staðan
má heita í jafnvægi. Miðað við stöð-
una í einvíginu hefði þetta verið
eðlilegra framhald.
16. Dxa8 Rb6 17. Dxa7 Bxe6
Hvítur er skiptamun yfir en léttu
menn svarts standa allir vel. „Ho-
udini“ metur stöðuna jafna.
18. 0-0 Re3 19. Hf2 b4 20. Rb5
Afturábak hentaði ekki við þess-
ar kringumstæður, 20. Rd1var samt
traustara.
20. …Hf7 21. Da5 Db8!
Rólegu leikirnir eru oft erfiðastir
í flóknum stöðum.
22. He1 Bd5 23. Bf1 Rxf1 24.
Hfxf1 Rc4! 25. Da6 Hf6! 26. Da4
Rxb2 27. Dc2 Dxb5 28. He7
Eða 28. Dxb2 Hxf3! og vinnur.
28. … Rd3 29. De2 c4 30. He8
Hf8 31. Hxf8 Bxf8 32. Rg5 Bc5 33.
Kh1 Dd7 34. Dd2 De7 35. Rf3 De3
– og Keres gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Undirbúningur og úrslitaskákir
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 2. desember
rennur út á hádegi 7. des-
ember. Nafn vinningshafa er
birt í Sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins 9. desember.
Vinningshafi krossgátunnar 25. nóvember er Erla
Hrönn Ásmundsdóttir, Melateig 41 á Akureyri. Hún
hlýtur í verðlaun bókina Ár kattarins eftir Árna Þór-
arinsson. JPV gefur bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang