Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2012
Sumt í þessari veröld virðist vera
óútskýrt. Um aldir hafa Íslend-
ingar til að mynda sagst sjá og
finna fyrir álfum og huldufólki í
steinum, fullyrt að skrímsli stígi
upp úr vötnum og sjó og upplifað
drauga og anda sem taka sér ból-
festu í fólki og híbýlum. Oft eru
sögurnar lygilegri en skáld-
skapur, enda verða þær gjarnan
efni í skáldverk.
Í Sunnudagsblaðinu er birt við-
tal við mann sem segir ótrúlega
sögu af illum öndum sem tóku sér
bólfestu í litlum börnum. Svo
ótrúleg er sagan að hann telur
ólíklegt að allir lesendur trúi hon-
um – enda segist hann ekki hefðu
trúað slíkri sögu sjálfur áður en
hann upplifði þetta. Atburðirnir
eru óútskýrðir.
Biskupinn yfir Íslandi, Agnes
M. Sigurðardóttir, lýsir í viðtali í
blaðinu áhyggjum af því að bak-
slag sé komið í jafnréttisbaráttu
og minnir á að í þeim efnum meg-
um við aldrei sofna á verðinum.
Þekkt er orðið hugtakið óút-
skýrður launamunur, en það er sá
munur á launum kynja sem ekki
verður skýrður með tölfræði á
borð við fjölda vinnustunda. Mun-
ur sem er óútskýranlegur nema
með vísan í kyn þess sem launin
þiggur mælist oft á bilinu 7-18%.
Kvennastéttir þurfa enn að berj-
ast fyrir að halda sínum kjörum
og standa til jafns við karla.
Við getum ekki skýrt allt í ver-
öldinni. Sögur af illum öndum
hljóma ótrúlega en oft er raun-
veruleikinn enn lygilegri. Sú stað-
reynd að konur fá lægri laun kyns
síns vegna er svo lygileg að eig-
inlega verðum við að vona að þeg-
ar fram líða stundir verði það ekki
bara sögur af draugum og illum
öndum sem verða andans mönn-
um efni í bækur heldur verði
sagðar ógnvekjandi sögur af hin-
um óútskýrða launamun sem einu
sinni var staðreynd.
RABBIÐ
Óútskýrt
Eyrún Magnúsdóttir
Vatnsveður var í höfuðborginni fyrir helgina og nokkur vindur. Sætir svo sem ekki tíðindum á þessum tíma árs. Eins og tíminn skipti nokkru máli í því
sambandi, skjóta æringjarnir eflaust inn í. Við þær aðstæður er brýnt að hlúa vel að blessuðum börnunum, ekki síst þeim sem standa enn ekki undir sér
og fara sinna ferða í vögnum eða kerrum. Ekki viljum við að skinnunum verði kalt. Þessi móðir sá af alúð til þess að ekki væsti um barn hennar og að
það vanhagaði ekki um neitt, þegar hún varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins, Styrmis Kára Erwinssonar. Af bögglunum á vagnsgrindinni að dæma var
hún búin að reka sín erindi þennan dag, kaupa í soðið, og hefur líklega verið á beinni leið heim í hlýjuna að undirbúa jólin.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ENGI SEM MÓÐIR
ÁSTIN OG UMHYGGJAN SKEIN ÚR AUGUM ÞESSARAR MÓÐUR MEÐAN HÚN SÁ TIL ÞESS AÐ BARN HENNAR
HEFÐI ÞAÐ EINS GOTT OG Á VERÐUR KOSIÐ Í VAGNI SÍNUM. FÁR ER SEM FAÐIR, ENGI SEM MÓÐIR.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Jólaævintýri.
Hvar? Austurbær.
Hvenær? Laugardag kl. 14.
Nánar Fjölskylduskemmtun. Sveppi,
Afi, Lalli töframaður, jólasveinninn o.fl.
Ævintýri í Austurbæ
Hvað? Hátíðarmessa
Hvar? Glerárkirkja.
Hvenær? Sunnudag
kl. 14.00.
Nánar: 20 ár eru síð-
an Glerárkirkja var
vígð. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð-
ardóttir, prédikar og Kór Glerárkirkju
flytur Krýningarmessu Mozarts.
Hátíð í Glerárkirkju
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Kristján Jóhannsson.
Hvar? Bústaðakirkja.
Hvenær? Laugardag kl. 20.
Nánar: Sérstakir gestir Þóra Ein-
arsdóttir, Auður Gunnarsdóttir og
Barnakór Bústaðakirkju.
Jólatónleikar Kristjáns
Hvað? Tónleikar.
Hvar? Fríkirkjan í
Reykjavík.
Hvenær? Laugardag
kl. 20.
Nánar: Útgáfu-
tónleikar dúettsins
Pascal Pinon, sem skipaður er tvíbura-
systrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætr-
um. Nýja platan heitir Twosomeness.
Tvíburasystrahljómur
Hvað? Jólatónleikar.
Hvar? Salurinn, Kópavogi.
Hvenær? Laugardag kl. 15 og 17.30.
Nánar Vocal Project (Poppkór Íslands)
fagnar tveggja ára afmæli. Jóla- og frið-
arlög í kröftugum útsetningum.
Poppkór í Salnum
Hvað? Karlakór Reykjavíkur.
Hvar? Hallgrímskirkja.
Hvenær? Laugardag kl. 17 og sunnu-
dag kl. 17 og 20.
Syngja inn aðventuna
* Forsíðumyndina tók Golli.