Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2012
H
ann fór utan til að hjálpa
dóttur sinni, einstæðri
tveggja barna móður, að
flytja milli staða. Ætlaði
bara að vera fáeina daga en
þeir urðu að þremur vikum vegna ófyrir-
séðra atburða sem áttu sér stað. Atburða
sem ekkert gat búið hann undir.
Sögumaður okkar vill ekki láta nafns síns
getið af tillitssemi við fjölskyldu sína, ekki
síst börnin sem eiga í hlut, en við skulum
kalla hann Bjarna í þessari frásögn.
Dóttir Bjarna, sem við skulum kalla Þur-
íði, bjó í dreifbýli í Evrópulandi, segjum
bara Hollandi til hægðarauka, ásamt börnum
sínum, fimm ára stúlku og þriggja ára
dreng. Ljúfum og þægum börnum, miklum
afaljósum. Miklir fagnaðarfundir urðu með
þeim feðginum og langfeðginum er Bjarni
kom út á föstudegi. Fljótlega eftir að heim í
nýja húsið var komið fór hann þó að skynja
að ekki var allt með felldu.
Strax á laugardeginum tóku undarlegir
hlutir að gerast. Þuríður var að skera niður
grænmeti þegar Bjarni veitti stóru fari á
síðu hennar eftirtekt. „Þetta var eins og bit-
far, hvítt á svörtum bol og það sá á holdi
dóttur minnar, eins og glefsað hefði verið í
hana. Samt hafði það ekki verið gert, svo við
vissum. Til samanburðar beit ég í epli og
farið sem tennurnar skildu eftir sig var
keimlíkt farinu á síðu dóttur minnar. Þetta
var ótrúlegt,“ rifjar hann upp.
Kviðurinn gekk í bylgjum
Þrátt fyrir að feðginunum væri brugðið veltu
þau þessu ekki meira fyrir sér í bili. Börnin
háttuðu á réttum tíma eftir kvöldmat en um
níuleytið vaknaði stúlkan aftur, organdi.
„Þetta var mjög undarlegt. Stúlkan sem er
vanalega eins og ljós var allt í einu óhugg-
andi. Það var eins og við næðum engu sam-
bandi við hana.“
Ekki nóg með það, kviðurinn á stúlkunni
gekk í bylgjum. „Við héldum að það væri
krampi en furðuðum okkur á því að hann
hætti um leið og heimiliskötturinn stökk upp
á kvið stúlkunnar. Þegar kötturinn hoppaði
aftur niður á gólf byrjaði kviðurinn aftur að
ganga í bylgjum. Kettinum var greinileg
órótt og þegar hann stökk aftur upp á mag-
ann á stúlkunni var hann í varnarstellingum,
eins og læða að verja kettlinga sína. Kramp-
inn hætti aftur og stúlkan sofnaði með kött-
inn ofan á sér.“
Bjarni viðurkennir að þessi uppákoma hafi
verið undarleg. Eigi að síður leiddi hann
ekki hugann að neinu yfirskilvitlegu. „Ég hef
verið næmur frá því ég var barn en aldrei
haft neina trú á spírítisma, illum öndum eða
slíku. Þetta var bara óvenjulegur krampi í
mínum huga. Ekkert annað.“
Á sunnudeginum héldu undarlegir hlutir
áfram að gerast, þensluhljóð fóru að heyrast
innan úr veggjum, þrátt fyrir að blankalogn
væri úti. Hringt var á pípulagningamann
sem fann ekkert athugavert og gat ekki gef-
ið skýringu á téðum hljóðum.
Sama dag veitti Bjarni því athygli að
börnin, sem eru tvítyngd, voru farin að tala
hollensku við hann. Það höfðu þau aldrei
gert áður. Þá sótti að þeim grunsamlega
mikill þorsti.
Að kvöldi sunnudagsins gekk illa að koma
börnunum niður, þau voru óvær og hljóðin
innan úr veggjunum tekin að ágerast. Engu
líkara en einhver væri að lemja húsið utan
sem innan með sleggju.
Mjólkin súr og brauðið myglað
Að morgni mánudags, þegar fara átti með
börnin á leikskólann, blasti við einkennileg
sjón: Mjólkin, sem keypt hafði verið kvöldinu
áður, lak í kekkjum úr fernunum, brauð, sem
að sama skapi var keypt glænýtt deginum
áður, var myglað og ávextir úldnir. Ekkert
amaði að ísskápnum.
Börnin voru fjarræn þennan morgun og
erfið viðureignar. Fóru þó í leikskólann. Þeg-
ar þau voru sótt síðar um daginn höfðu leik-
skólakennararnir orð á því að þau hefðu ver-
ið með daufasta móti og stúlkan kvartað
undan ágangi gamals fólks. Það vakti athygli
í ljósi þess að leikskólinn var áður elliheimili.
Hún hafði setið við gluggann mestallan dag-
inn og sönglað sama stefið: „Na, na, nana,
na, na ...“
„Þau voru vön að koma hlaupandi á móti
móður sinni þegar hún kom að sækja þau,“
segir Bjarni, „en þennan dag sátu þau bara
sem fastast og horfðu á okkur. Það var fyrir-
litning í svipnum.“
Fyrir háttinn veitti Bjarni því athygli að
börnin brugðust illa við hlýjum orðum í sinn
garð og urðu æf væri gerð tilraun til að fara
með bænir. Sama bankið hélt áfram í húsinu
og hvísl í veggjum, líkt og hundruð útvarps-
stöðva væru stillt á langbylgju. Auk þess var
Bjarni farinn að finna brennisteinslykt. Hún
átti eftir að magnast. „Þetta var eins og að
opna hver við Kleifarvatn.“
Þegar hér er komið sögu segir Bjarni Þur-
íði hafa verið orðna nokkuð óttaslegna. Sjálf-
um þótti honum ástandið undarlegt en það
hlyti að eiga sér eðlilegar skýringar.
Heima á Íslandi átti fólk vont með að trúa
lýsingum Bjarna og Þuríðar á þessum ham-
skiptum barnanna. „Ég skil það ósköp vel,“
segir hann. „Ég hefði aldrei trúað þessu
sjálfur, hefði ég ekki reynt það á eigin
skinni. Sjálfsagt hefur fólk bara haldið að við
hefðum verið að borða sveppi.“
Hann hlær.
Haltu kjafti!
Ástandið stigmagnaðist eftir því sem leið á
vikuna. Börnin sváfu bara tvo til þrjá tíma á
nóttunni, sátu þess utan í rúmum sínum,
Það var ekki
mennsk vera
í speglinum
„ÉG VEIT AÐ ÞESSI SAGA ER ÓTRÚLEG OG SKIL VEL AÐ FÓLK TRÚI HENNI
EKKI. SJÁLFUR HEFÐI ÉG EKKI GERT ÞAÐ, HEFÐI ÉG EKKI UPPLIFAÐ ÞETTA
SJÁLFUR,“ SEGIR MAÐUR SEM VARÐ FYRIR ÞEIM ÓSKÖPUM AÐ ILLIR AND-
AR TÓKU SÉR BÓLFESTU Í TVEIMUR BARNABÖRNUM HANS, FIMM OG
ÞRIGGJA ÁRA. STEFÁN MÁNI HAFÐI SÖGUNA SEM HÉR FER Á EFTIR MEÐ-
AL ANNARS TIL HLIÐSJÓNAR ÞEGAR HANN REIT SÍNA NÝJUSTU BÓK,
HÚSIÐ. VIÐKVÆMIR ERU VARAÐIR VIÐ LESTRI ÞESSARAR GREINAR.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Áður en ég varð fyrir þessari reynslu
hló ég að sögum um illa anda en það
geri ég ekki lengur,“ segir viðmælandi
blaðsins, sem við köllum Bjarna.
Bjarni leitaði til manns hér heima vegna
ástands barnabarna sinna og varð það til þess
að þau urðu á ný eðlileg í háttum. Sá maður
vill einnig njóta nafnleyndar en við köllum
hann Jóhannes. „Ég vil ekki gefa mig út fyrir að
vera særingamaður eða prestur. Sé fólki ætlað
að leita til mín gerist það bara,“ segir
Jóhannes.
Hann er í viðskiptalífinu og starfar ekki að
staðaldri á vettvangi trúmála. Hefur þó oft
verið kvaddur til þar sem grunur er um
draugagang eða fólk upplifir eitthvað illt í
kringum sig. „Ég lít á mig sem útlending í þess-
ari veröld. Langt er síðan ég gerði mér grein
fyrir því að trúað fólk hafi vald sem komið er
til okkar frá Guði almáttugum gegnum Jesú
Krist. Ég veit hvert valdið er og hvað er á bak
við mig, þess vegna er ég þess umkominn að
fást við svona hluti. Þetta er engin dulspeki
fyrir mér,“ segir Jóhannes sem líkir valdi sínu
við vald lögreglumannsins í hinum efnislega
heimi. Trúi menn á valdið og hvaðan það sé
komið nái þeir árangri.
Sonur Jóhannesar hafði spurnir af hremm-
ingum Bjarna og fjölskyldu og bað föður sinn
að aðstoða sig við tilfellið. Komu þeir í kjölfar-
ið saman til að biðja. „Eftir þá bænastund upp-
lifðum við mikinn sigur. Fyrir kemur að ég sé
hluti berum augum en í þetta skipti sá ég sýn
innra með mér – hermenn Guðs riðu í hlaðið
á hestum. Fyrir vikið upplifðum við okkur í
öruggu og sigursælu umhverfi.“
Bland af gráti og tryllingi
Þegar Bjarni kom með stúlkuna til fundar við
Jóhannes settust þau niður í rólegheitum
ásamt syni Jóhannesar og systur Bjarna, sem
stúlkan dvaldist hjá á þeim tíma. Jóhannes
byrjaði á því að brjóta brauð og útskýra hvað í
því fælist, að við séum öll hluti af sama lík-
amanum, líkama Krists, og hann sé aldrei sýkt-
ur. Því næst bað hann Bjarna um að taka stúlk-
una í fangið.
„Á þeim tímapunkti var stúlkan róleg en um
leið og við byrjuðum að biðja fyrir henni fór
hún að öskra af öllum lífs og sálar kröftum.
Hún vildi alls ekki horfa í augun á mér og ég
fann að innra með henni voru heljarátök. Þetta
var bland af gráti og tryllingi. Ástand barnsins
var með þeim hætti að mér var skapi næst að
hætta við.“
Það gerði hann ekki, heldur hélt áfram að
biðja fyrir stúlkunni og horfa upp í himininn.
„Skyndilega, eftir svona tíu til fimmtán mínútur,
upplifðum við einhverja lausn. Það losnaði um
andana, sem voru tveir. Þá áttaði ég mig á því
hvers konar bönd þetta voru sem haldið höfðu
stúlkunni. Eins og fingri væri smellt bráði af
henni, hún horfði í augun á mér og brosti sínu
blíðasta.“
Sonur Jóhannesar hafði komið með kött, þar
sem dýr bera alla jafna mjög gott skynbragð á
hið illa, og var hann sóttur. Stúlkan færðist öll í
aukana þegar hún sá köttinn og tók hann mjúk-
lega upp, ekki var neinn ótta á kettinum að sjá.
„Stúlkan geislaði af gleði með köttinn í fanginu.
Þá varð okkur ljóst að hún væri ekki lengur í
böndum. Það var ógleymanleg sjón.“
Athöfnin var látlaus. Jóhannes hafði ekki
fataskipti og hélt hvorki krossi né hinni helgu
bók á lofti. „Maður mætir hinu andlega með
hinu andlega. Veraldlegir hlutir koma ekki að
neinu gagni í þeim efnum.“
Spurður um böndin sem stúlkan var í kýs
Jóhannes að lýsa þeim ekki. „Ég vil ekki hræða
fólk og þaðan af síður vekja með því rang-
hugmyndir. Fólk getur mjög auðveldlega haldið
að það sé í slíkum böndum án þess að vera
það,“ segir Jóhannes sem gerir sér ekki grein
fyrir því hvort hið illa afl var yfir stúlkunni eða
innra með henni. „Hún var föst í álögum og gat
ekki losnað.“
Jóhannes segir það hafa verið átakaminna
þegar drengurinn losnaði úr sínum álögum.
„Þau álög voru ekki eins sterk.“
Hann segir tilfelli af þessu tagi afar sjaldgæf
hér á landi en þetta sé eigi að síður hvorki
fyrsta né versta tilfellið. „Mér hefur oftast nær
tekist að reka hið illa út. Ljósið er alltaf sterk-
ara en myrkrið.“
Ljósið er alltaf sterkara en myrkrið
Viðtal