Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 49
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 „Sameining prestakalla gegnum tíðina hef- ur ekki bara komið til af niðurskurði, heldur líka vegna bættra samgangna og fækkunar fólks í sumum sóknum og fjölgunar í öðrum. Endurskoðun á prestaköllum er þannig lagað séð eilífðarverkefni. Hins vegar getum við ekki hugsað þannig að hvert prestakall þurfi að vera með svo og svo marga íbúa, það er ekki raunhæft. Margar kirkjur eru í sumum sóknum úti á landi og það getur tekið mikinn tíma að sinna þeim enda þótt sóknarbörnin séu kannski ekki mörg. Taka verður mið af aðstæðum í þessum efnum og meta hvað er best fyrir viðkomandi byggð. Sameining prestakalla má ekki bitna á þjónustu kirkj- unnar.“ Margir hafa átt bágt eftir efnahagshrunið fyrir rúmum fjórum árum. Merkja prestar að land sé að rísa? „Að sumu leyti. Að öðru leyti ekki. Ég er nýflutt frá Vestfjörðum þar sem kreppa hef- ur verið í tuttugu ár. Hrunið snerti hið dag- lega líf fólks fyrir vestan ekki mikið fyrst um sinn, kannski er það fyrst núna að ná þangað. Það sem veldur mér mestum áhyggjum í þessu sambandi er að svo virðist að ekki gangi sama yfir alla. Mér finnst sorglegt að horfa upp á harðduglegt fólk missa húsin sín, af því það getur ekki staðið skil á lánum, á sama tíma og maður heyrir fréttir af mjög háum afskriftum hjá betur stæðu fólki. Ég heyri að þetta misbýður réttlætiskennd fólks. Eins og ég kom inn á áðan, þá er hugs- unarhátturinn algjört lykilatriði þegar kemur að því að vinna okkur út úr kreppunni. Lífs- afstaðan. Við verðum að treysta því að við göngum á Guðs vegum og að frelsarinn gangi með okkur lífsveginn og bendi okkur á leiðir til þess að takast á við erfiðleika. Treysti maður því hvílir maður á mjög traustum grunni sem léttir manni lífið. Þetta hef ég upplifað í mínu eigin lífi. Horfum inn á við í stað þess að hafa stöðugar áhyggjur af því sem er út á við!“ Ekki má sofna á verðinum Jafnréttismál hafa verið í brennidepli í haust. Illa virðist ganga að eyða kynbundnum launamun og rannsókn bendir til þess að konur njóti ekki nægilegrar virðingar meðal ungmenna. Hver er þín tilfinning fyrir stöðu jafnréttismála á Íslandi? „Það er með jafnréttismál eins og annað í þessu lífi, aldrei má sofna á verðinum. Ég heyrði á dögunum að beinkröm væri komin aftur á Íslandi, eins kíghósti. Maður hélt að þetta tilheyrði fortíðinni. Greinilega ekki. Eflaust höfum við haldið á einhverjum tímapunkti að við værum búin að ná full- komnu jafnrétti á Íslandi og vissulega hafa konur mun meiri tækifæri og réttindi hér en víðast hvar í heiminum. Fyrir það ber að þakka en sofnum samt ekki á verðinum. Það er því miður ennþá þannig að þegar konur kvarta undan einhverju er minna mark tekið á því en þegar karlar kvarta. Um það þekki ég nýleg dæmi. Meðan svo er er jafnrétti ekki náð. Og hvers vegna þurfum við jafnrétti? Það er vegna þess að allar manneskjur, karlar sem konur, eiga að búa við jöfn réttindi og tækifæri í þessu lífi. Annað er óásætt- anlegt.“ Er jafnvel bakslag núna? „Já, það er bakslag. Í þeim efnum er ekk- ert síður við okkur konur að sakast en karla. Ég viðurkenni til dæmis að ég hef ekki alltaf haldið vöku minni nægilega vel sjálf, mögu- lega vegna þess að ég er ekki mikil bar- áttukona í eðli mínu. Mér er ljóst að með framkomu minni, bæði sem þriðja konan til að vígjast til prests hér á landi og fyrsta konan til að gegna embætti biskups, get ég haft áhrif á aðrar konur, ekki síst ungar konur og stúlkur. Verið fyrirmynd og hjálp- að þeim að fá nýjar hugmyndir um sjálfar sig og framtíðina. Mitt mottó er að vera eins og ég er og ganga ekki fram í ótta. Ég er ekki í vörn, heldur sókn. Það ættu allar konur að vera. Konur og karlar horfa ekki alltaf sömu aug- um á hlutina og það breytir óhjákvæmilega stofnun eða fyrirtæki þegar kona kemst þar til æðstu valda. Ég get ekki lagt mat á hvort það er betra eða verra að kona sé við stjórn- völinn. Það er bara öðruvísi. Þetta byggi ég ekki á rannsóknum heldur minni eigin til- finningu. Það geri ég raunar yfirleitt í mínu lífi enda trúi ég því statt og stöðugt að heil- agur andi leiði mig.“ Morgunblaðið/Kristinn *Mín skoðun er sú að þetta fyrirkomulag sé gott,meirihluti þessarar þjóðar er í þjóðkirkjunni ogmeirihluti hennar er kristinn. Fólkið sem talar mest fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju er ekki fólk í öðrum trúfélögum, heldur fólk sem stendur utan trúfélaga. lan hringinn nktar Icelandair á eldsneytisáfyllingu miðað við 40 lítra tank. Það eru um 7.500 punktar á ári hjá meðalnotanda. Sæktu um lykil núna á ob.is i til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. nig er hægt að tengja lykilinn Viðskiptakorti Olís og safna Vildarpunktum. Punktasöfnun er 1,5% af upphæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.