Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 39
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
J
ames Bond var örlítið hressari í myndinni The Spy Who Loved Me
sem frumsýnd var 1977 en í nýjustu myndinni Skyfall. Í myndinni
var hann sólbrúnn með barta og dálítið ánægður með lífið enda
kunni hann að lifa því til fulls í lok áttunda áratugarins. Á milli þess
sem hann slóst við illmennið með stáltennurnar fór hann í
sleik við heillandi konur. Hann var líka vel klædd-
ur sem gerði það að verkum að gellurnar soguðust
að honum. Sú sem var mest áberandi var Barbara
Bach sem fór með hlutverk stórhættulegs glæpa-
kvendis. Það flotta við hana er að hún leit miklu
frekar út fyrir að syngja í kirkjukór og safna
dúkkulísum en að starfa sem kaldrifjaður njósn-
ari. Þar að auki bar hún af í klæðaburði. Þegar
ég fór að leita að myndum úr myndinni fann ég
eiginlega bara baðfatamyndir af frú Bach en
það er hinsvegar til endalaust af myndum af
Bond-bílnum sem breyttist í bát.
Á þessu tímabili var töluverð síðbuxnatíska
og náðu buxurnar hátt upp í mittið og var
skyrtan gyrt ofan í. Beltið var að sjálfsögðu á
sínum stað í mittinu. Þessi „late seventís-
áhrif“ eru einmitt að koma sterk inn í vetrar-
tískunni þótt við séum ennþá pínu hræddar
við að gyrða ofan í. Það er vegna þess að þá
getum við ekki „falið magann“.
Eftir alla mussutískuna, víðu skyrturnar við þröngu buxurnar og
víða kjóla við leggings, er erfitt að rífa sig upp úr hjólfarinu og venja
sig á að gyrða ofan í eins og mömmur okkar og ömmur gerðu. Til þess
að það sé hægt að vera í þessum stíl skiptir máli að síðbuxurnar séu
rétt sniðnar. (Og svo er ágætt að klæða sig í aðhaldsnærbuxur sem
þrýsta kviðfitunni upp í heila).
Á dögunum hnaut ég um svarbláar síðbuxur frá Kenzo hjá Sævari
Karli og mátaði skyrtu í stíl með rauðum köflum. Þegar ég var komin í
dressið var ég eins og klippt út úr mynd frá áttunda áratugnum …
(bara aðeins bústnari útgáfa). Auðvitað er hægt að fá flottar síðbuxur
víða en það skiptir máli að þær séu vandaðar og helst með
pressuðu broti í. Buxurnar frá Hugo Boss uppfylla öll skil-
yrði um góðar síðbuxur. Þær eru vel sniðnar og úr vönd-
uðum efnum. Þetta eru ekta svona skrifstofubuxur sem er
líka hægt að klæðast á jólunum svo ekki sé minnst á jóla-
kokteilana og jólaglöggin.
Það er eitthvað við þetta tímabil í
kringum 1977 sem er svo spennandi.
Ítalska tískuhúsið Versace leitaði í
þetta tímabil í tískulínum sínum
árið 2000 þegar Amber Valletta
sat fyrir á ríkmannlegu heimili á
Ítalíu með nettan yfirlætissvip.
Þetta er ein flottasta herferð sem
tískuhús hefur farið í. Svipurinn á
fyrirsætunni, fötin, förðunin og
hárið var bara eitthvað svo mikið
æði. Af einhverjum óskiljan-
legum orsökum hef ég verið með
Amber Valletta og þessa Ver-
sace-herferð á heilanum í nokkur ár.
Og þetta á það til að skapa vandræði
þegar ég fer í búðir því ef fötin sem ég
máta eru ekki nógu mikið „Amber
2000“ þá kaupi ég þau ekki. Þess vegna
varð ég svo glöð að sjá þessi miklu
„late seventís-áhrif“ í vetrartískunni því
það þýðir bara eitt: Ég er að detta í
tísku. martamaria@mbl.is
Amber Valletta situr fyrir fyrir tískuhúsið Versace árið 2000.
Með Amber Valletta
á heilanum …
James Bond
og Barbara
Bach í mynd-
inni The Spy
Who Loved
Me.
Vetrarlínan frá Kenzo
2012. Hér er fyrir-
sætan reyndar í kápu
yfir sem skyggir örlítið
á skyrtuna og blússuna.
Vetrartískan
frá Hugo
Boss.
VINSÆLAR JÓLAGJAFIR
sólgleraugu
frá 19.900 kr.
O
ak
le
y
A
irb
ra
ke
O
O
70
73
57
-3
99
Bretta- og skíðagleraugu
Verð frá 7.900 kr.
UMBOÐS- OG
DREIFINGARAÐILI Á ÍSLANDI:
OPTICAL STUDIO
www.facebook.com/OpticalStudio
tö frandi gjafir
Frá Provence
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
L’Occitane en Provence - Ísland
tö frandi gjafir
NCE
Handsápa 500 ml - 2.560 kr. • Fótakrem 30 ml - 1.150 kr.
Sápa 100 g - 660 kr. • Handkrem 150 ml - 3.150 kr.
FRá PROVE
5.990kr.
20
kr
.
GJAFAKASSI
SHEA BUTTER
ð áður:7.5
Ve