Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 37
x ~ OR “ Notaðu gæsalappir til að afmarka orðasambönd Ef þú ert að leita að ákveðnu nafni, eða orðasambandi, þá er hægt að setja nafnið (eða leitarstreng) í gæsalappir, og þá mun Google einungis birta niðurstöður þar sem leitarstrengurinn birtist orðrétt eins og hann er í gæsalöppunum. Þannig skilar leitin: davíð oddsson niðurstöðum þar sem bæði nöfnin, Davíð og Oddsson birtast á síðu, en leitin: „davíð oddsson“ myndi einungis skila þeim síðum þar sem þessi tvö nöfn standa saman. Þetta getur einnig verið gagnlegt við að finna tilvitnanir í sönglagatexta, bíómyndir eða bókmenntaverk, svo dæmi séu nefnd. Það er þó rétt að fara varlega í notkun gæsalappa, því slík leit skilar mjög afmörkuðum niðurstöðum. Notaðu Google til þess að reikna eða umbreyta magntölum eða einingum Það er mjög einfalt að nota google sem reiknivél. Ef þú slærð inn leitina: 2 x 3 færðu umsvifalaust leitarniðurstöðuna 6. Það sama er hægt að gera við hverja aðra stærðfræðiformúlu sem hægt er að leysa á reiknivél. Þá getur Google einnig umbreytt magntölum og mælieiningum fyrir rúmmál og massa, svo sem .oz í gr. eða mílum í metra, svo eitthvað sé nefnt. Eins og oft áður getur þetta nýst vel við bakstur þegar heimfæra þarf uppskrift sem notast við breskar eða bandarískar mælieiningar. Sem dæmi má nefna leitarstrenginn: Pounds in kg sem skilar strax reiknivél sem umbreytir öllum helstu mælieiningum. Fáðu niðurstöður fyrir svipuð hugtök Stundum getur verið gagnlegt að fá niðurstöður fyrir samheiti eða hugtök sem tákna það sama. Það er hægt að nota tildumerki (~) á undan orði til þess að kalla fram niðurstöður fyrir samheiti. Sökum þess að orðabanki Google á íslensku er fremur takmarkaður, gagnast þessi aðferð nær eingöngu þegar leitað er á ensku. Þannig skilar leitarstrengurinn: ~food bæði niðurstöðum fyrir food, cuisine, nutrition og cooking. Leitaðu að ólíkum orðum eða möguleikum fyrir sama hlut Ef þú vilt fá tvær ólíkar niðurstöður úr leit, annað- hvort A eða B, þá er hægt að nota skipunina OR (takið eftir hástöfunum) til þess að fá ólíkar niðurstöður saman. Segjum sem svo að þú viljir fræðast um ævisögur um Halldór Laxness. Ef þú slærð inn leitarstrenginn: ævisaga „halldór laxness“ „hannes hólmsteinn“ OR „halldór guðmundsson“ færðu allar niðurstöður þar sem orðið ævisaga og nafnið Halldór Laxness koma fyrir saman með annaðhvort nafni Hannesar Hólmsteinns eða Halldórs Guðmundssonar. Ef ekki væri notast við OR í þessari leit, fengjust einungis niðurstöður þar sem orðið kemur fyrir ásamt öllum þremur nöfnunum á sömu síðu. Þetta getur líka verið gagnlegt við að leita að uppskriftum, líkt og leitarstrengurinn: uppskrift lamb OR nautakjöt -svínakjöt. 9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Finnski tölvuleikurinn Angry Birds hefur notið mikilla vinsælda, en hina bústnu fugla má nú sjá víðar en á tölvu- og snjallsímaskjám. Í kjölfar mikilla vinsælda leiksins, sem hefur verið hlaðið niður yfir 12 milljón sinnum af notendum snjallsíma, hafa aðrar vörur sprottið upp í kring- um hann. Alþekkt er að bíómyndir séu gerðar eftir bókum. Eftir bíó- myndum verða svo gjarnan til tölvu- leikir. Í tilviki Angry Birds virðist ferlið ganga í hina átt- ina. Leikurinn fór í loftið 2009 og ekkert lát virðist á vinsældum hans, en hann er nú til bæði fyrir snjallsíma frá Apple og þá sem notast við Android stýrikerfið. Tölvuleikjaframleiðandinn Ro- vio, sem gefur leikinn út, hefur nú fært út kvíarnar svo um munar. Til að mynda hafa komið út alls níu bækur tengdar tölvu- leiknum. Ein þeirra hefur verið þýdd á ís- lensku og kemur út nú fyrir jólin, en hún ber nafnið Angry Birds Svíns- legar eggjauppskriftir, og hefur að geyma uppskriftir að rétt- um sem innihalda egg. Allt í anda leiksins að sjálfsögðu. Teiknimynda- serían Angry Birds er í bí- gerð, en fyrir jólin í fyrra kom út sér- stakur jóla- þáttur af Angry Birds sem átti að gefa tóninn fyrir frekari teiknimynda- gerð. Þá er áætl- að að kvikmynd byggð á tölvu- leiknum komi út árið 2015. TÖLVULEIKURINN ANGRY BIRDS FÆRIR ÚT KVÍARNAR Fyrst tölvuleikur – svo bók – svo bíómynd Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 Tvöfalt hraðari og ótrúlega skarpur iPad 4 með Retina skjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.