Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 59
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Parti snúa í happdrætti. (10) 5. Geta sett sig í spor ÁTVR út af pappírnum (9) 9. Verðandi og í mótsögn við þyngdaaflið (11) 11. Sníkjudýr við vanga fjölþætts. (7) 12. Endast net yfir þrjá daga eftir andlát? (7) 13. Konrad í óviti út af mastri. (9) 14. Taka lengd enskrar samtengingar og vera ósammála. (7) 15. Með upplognum sökum leikur bolta fram hjá kremi. (12) 17. Varpaði í kjöltu. (5) 19. H-maður er fyrir sérstakan mat. (6) 22. Traust og hrós dvelji ennþá við atburðinn. (10) 24. Félagar okkar fara samt í MA-fólk. (11) 26. Líkamshlutinn fær í lífið. (8) 28. Prik með oddi í þessari setningu. (11) 29. Hluthafarnir eru gömlu mennirnir. (7) 30. Svei, fyrsta næst komandi kemur þjóðsagnapersóna. (7) 31. Kyn gyðja er sykrað. (6) 32. Fastheldin stúka og viðvarandi. (7) 33. Eining máls stjórnar samtölum. (8) LÓÐRÉTT 2. Lúði nær hálfvegis að kvelja hann að sögn með plöntunni. (7) 3. Ekki enn lægstir með ágætiseinkunn þrátt fyrir að vera fölskvalausastir. (11) 4. Stærð líkamshluta finnst í mannlegum samskiptahæfileika. (8) 6. Finndu hálfdræmar sem blandast þeim sem á heima hér. (9) 7. Farið í róður með kakó í flotta stílnum. (8) 8. Veikin æpi einhvern veginn. (6) 10. Fiskar í máti birtast í hlutum rita. (8) 12. Í riti um kennslu stendur hvernig á að ná matskeið á slá. (7) 16. Getraunirnar fela í sér þjáningu. (6) 18. Dásamlegasti hluti krossgátu er paradís. (11) 20. Hjá hreinni útlenskri dast um útbíaðast. (8) 21. Fjör hoppi í flík. (9) 22. Tak túrinn næstum því allan í stigmálinu. (9) 23. Kjánalegur líkist algengum blómum (10) 25. Mesti fær Rauða kross Akureyrar til að verða sá athygl- isverðasti. (8) 27. Svar Íþróttafélags Reykjavíkur rak aftur erlendar. (8) Þegar fjórum umferðum er lokið af stórmótinu London Classic, þar sem notast er við þriggja stiga regluna, hefur Magnús Carlsson náð forystu með 3½ vinning eða 10 stig og hefur tekist það sem fáir töldu mögulegt, að slá stigamet Garrí Kasparovs frá árinu 1999 uppá 2851 elo-stig. Stig Magnúsar voru á fimmtudaginn reiknuð uppá 2857 elo. Ýmsir full- yrða að kerfislæg villa hafi hreiðrað um sig í kerfinu, þar sé árviss verð- bólga uppá sjö elo-stig og allur sam- anburður milli þessara aðila sé ómarkviss. Þess utan hafi Kasparov náð óbirtum stigum uppá 2856,7 og á bak við árangur hans voru sjö heimsmeistaraeinvígi og nær óslitin sigurganga í meira en 20 ár. Og til- þrif hans við skákborðið voru á flesta hátt stórfenglegri en þau sem Norð- maðurinn býður uppá. Magnús Carlsson sem varð 22 ára þann 30. nóvember sl. hefur enn ekki náð að sanna sig á vettvangi heimsmeist- arakeppninnar. Handhafi titilsins, Anand, kemur þó ekki vel út úr nein- um samanburði. Hann er búinn að gera jafntefli í öllum skákum sínum í London og hefur aðeins unnið tvær kappskákir á þessu ári og ekki unnið skák í síðustu 17 tilraunum. Skákir hans eru einkennilega bragðdaufar og skákheimurinn saknar að sumu leyti þessara stórbrotnu karaktera sem riðu um héruð hér áður fyrr. Hinn dagfarsprúði Magnús teflir af mikilli hörku og til sigurs hvort sem hann hefur hvítt eða svart. Hann er útsjónarsamur í vörn og tekst oft að leggja andstæðinga sína að velli í tví- sýnum endatöflum. Í fyrstu umferð Lundúna-mótsins vann hann Luc McShane. Englendingurinn vann viðureign þeirra á þessu sama móti í fyrra og aftur náði hann að byggja upp vænlega stöðu, en gáði ekki að sér á mikilvægu augnabliki og Magnús náði að losa sig út úr þröngri stöðu og eftir það saumaði hann hægt og bítandi að McShane: Luc McShane – Magnús Carlsen Spænskur leikur 1.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. He1 Berlínar-afbrigðið sem kemur upp eftir 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 virðist henta skákstíl Norðmannsins betur. 5. … Rd6 6. Rxe5 Be7 7. Bf1 Rf5 8. Rf3 O-O 9. d4 d5 10. g3 Bf6 11. c3 He8 12. Hxe8+ Dxe8 13. Bf4 Dd8 14. Bd3 Rfe7 15. Ra3 a6 16. Rc2 Bf5 17. Bxf5 Rxf5 18. g4 Rfe7 19. Re3 g6 20. Df1 Dd7 21. Dh3 Bg7 22. Dg3 Hc8 23. g5 Rd8 24. Be5 Re6 25. Bf6! Eftir þennan sterka leik á svartur erfitt með að losa um sig. Hann þolir alls ekki uppskipti á f6. 25. … He8 26. Re5Dd6 27. Kh1? Ónákvæmur leikur. Sjálfsagt var 27. H4 og svartur á erfitt með að losa um sig. 27. … Rxg5! Grípur tækifærið. Svartur fær los- að um sig og hefur aðeins betri peða- stöðu eftir uppskiptin. 28. Bxg5 f6 29. Bxf6 Dxf6 30. He1 c6 31. Kg2 Rc8 32. R3g4 Dd8 33. Rd3 Hxe1 34. Rxe1 Rd6 35. Rd3 Rf5 Og nú er svartur kominn með að- eins betra tafl. 36. Dh3 Bf8 37. Re3 Dg5+ 38. Kf1 Rxe3+ 39. fxe3 Kg7 40. Rf4 Df6 41. Ke2 Bd6 42. Dg4 Kf7 43. h3 h5 44. Dc8 De7 45. Rd3 Kf6 46. b3 Kg5! 47. c4 Kh4! Kóngurinn ræðst inn. Virðist djörf ákvörðun í endatafli með drottn- ingum á borðinu en peðin skýla hon- um vel og riddarinn er skrefstuttur. 48. c5 Bg3 49. b4 Df7 50. a4 g5 51. Kd2 Bh2 52. Re1 Kg3 53. Rc2 Bg1 54. Dd8 Kh4 55. Dc8 Bf2 56. Ke2 Kg3 57. Dd8 Df5 58. Kd2 Kxh3 59. b5 g4 60. bxc6 bxc6 61. Rb4 g3 62. Rd3 g2 – og hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Magnús Carlsen hefur slegið stigamet Kasparovs Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 9. desember rennur út á hádegi 14. des- ember. Nafn vinningshafa er birt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 16. desember. Vinningshafi krossgátunnar 2. desember er Lilja S. Jóhannesdóttir, Sólvöllum 11, Akureyri. Hún hlýtur í verðlaun bókina Stekk eftir Sigurbjörgu Þrast- ardóttur. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.