Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2012
LornaLAB stendur fyrir opinni vinnustofu í
Hafnarhúsinu á laugardag klukkan 13 til 16, í
samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Þar
munu þau Ríkharður H. Friðriksson raf-
tónskáld og Margrét Elísabet Ólafsdóttir sér-
fræðingur í stafrænum listum kynna vinnu
sína og viðhorf.
Ríkharður mun fjalla um eigin verk og
vinnu við sköpun og ummyndun nýrra og
gamalla hljóða. Fyrirlesturinn er skreyttur
tóndæmum. Margrét mun fjalla um sögu staf-
rænna lista á undanförnum áratugum og sér-
stöðu þeirra gagnvart eldri listformum.
LornaLAB er hugsað sem umræðugrund-
völlur fyrir miðlun tæknilegrar þekkingar.
Aðgangur að viðburðinum er ókeypis.
OPIN VINNUSTOFA LORNALAB
MIÐLA ÞEKKINGU
Ríkharður H. Friðriksson tónskáld segir frá
vinnu við ummyndun nýrra og gamalla hljóða.
Morgunblaðið/Sverrir
August Strindberg var fjölhæfur listamaður og
ritverk hans hafa haft mikil áhrif.
Sænska rithöfundarins August Strindberg er
víða minnst þessa dagana á hundrað ára ártíð
hans. Dagskrá verður í Norræna húsinu á
mánudagskvöld klukkan 20 þar sem leitast
verður við að sýna breiddina í höfundarverki
hans. Dagskráin samanstefndur af brotum úr
þekktustu verkum Strindbergs, skáldsög-
unum Inferno og Rauða herberginu og leik-
ritunum Kröfuhöfum og Föðurnum. Auk
þess heyrast tvö ljóð og úrval úr róttæku
spurningakveri Strindbergs. Á milli brota
verða tónlistarbrýr spunnar á píanó. Leik-
arar lesa en umsjónarmenn eru Eiríkur Guð-
mundsson og Halldór Hauksson.
100 ÁRA ÁRTÍÐ STRINDBERGS
HYLLA HÖFUND
Glæsileg teikning end-
urreisnarmeistarans Rafa-
els frá 1519 eða 20, af
ungum lærisveini, var seld
á uppboði hjá Sotheby’s
fyrir um 30 milljónir
punda, eða um sex millj-
arða króna. Er það hæsta
verð sem greitt hefur ver-
ið fyrir listaverk á pappír
og næsthæsta verð sem
fengist hefur fyrir verk eins af gömlu meist-
urunum á uppboði. Hafa listfræðingar talað
um verkið sem einhverja glæsilegustu teikn-
ingu listasögunnar sem væri enn í einkaeigu
en tvöfalt matsverð var greitt fyrir hana.
Teikninguna gerði Rafael við undirbúning
síðasta málverks sín, sem kallast Transfig-
uration og er í Vatíkaninu í dag. Þegar hann
lést var málverkinu stillt upp við höfuð líksins
í vinnustofu hans. Seljandinn er tólfti hertog-
inn af Devonshire.
METVERÐ FYRIR TEIKNINGU
DÝR RAFAEL
Ungur lærisveinn
eftir Rafael.
Jólatónleikar kórsins Graduale Nobili verða í Langholtskirkju ásunnudagskvöldið og hefjast klukkan 20. Ágóði af tónleikunumrennur til félags langveikra barna. Á efnisskránni eru Dancing
Day eftir John Rutter og Ceremony of Carols eftir Benjamin Brit-
ten. Stjórnandi kórsins Jón Stefánsson og Elísabet Waage leikur á
hörpu.
„Upprunalega fluttum við verk Brittens en svo bættist hitt við síð-
ar, það er byggt upp á svipaðan hátt, á gömlum enskum jólalögum
með hörpuleik, og greinilegt að Rutter hefur verk Brittens sem fyr-
irmynd. Þetta er glæsileg jólatónlist,“ segir Jón.
„Kristaltær söngur og flæðandi laglínur“
Hljómdiskur Graduale Nobili með þessum tveimur verkum Rutter og
Britten er meðal jóladiska sem breska tímaritið BBC Magazine valdi
sem þá áhugaverðustu fyrir þessi jól og fær hann afar góða einkunn
í þeirri úttekt: Kórinn fær fjórar stjörnur fyrir flutninginn og þá fær
hann fimm stjörnur fyrir upptökugæði. Í umfjölluninni segir meðal
anmars:
„Kristaltær söngur og flæðandi laglínur einkenna söng kórsins, og
skapa fallegan, en ef til vill örlítið of agaðan flutning á Ceremony of
Carols. Dancing Day eftir Rutter fer vel með Britten og bæði verkin
njóta góðs af einstökum og mjúkum hörpuleik Elísabetar Waage.
Framúrskarandi hljóðupptaka eykur enn á gæði frábærs disks.
Auk þessara tveggja verka verða fluttar nokkrar íslenskar jóla-
perlur, meðal annars „Hátíð fer að höndum ein“, „Nóttin var sú ágæt
ein“ og „Jólasöngur“ Huga Guðmundssonar. Margir einsöngvarar úr
röðum kórfélaga koma fram. Eftir tónleikana er síðan boðið upp á
heimabakaðar smákökur.
Jón segir að kórinn hafi fengið mikinn byr í vængina eftir að hafa
tekið þátt í Biophilia-verkefni Bjarkar Guðmundsdóttir, en það var
fyrst flutt í Manchester. „Þá stóðu kórnum allar dyr opnar og tveir
diskar sem Smekkleysa gefur út með kórnum eru ekkert síður gefnir
út fyrir Bretlalandsmarkað en þann íslenska,“ segir Jón. „Stelpurnar
urðu stjörnur þar úti við þetta enda er það ekki slæm auglýsing að
vera í föruneyti Bjarkar.“
JÓLATÓNLEIKAR GRADUALE NOBILI
„Glæsileg
jólatónlist“
Kórinn Graduale Nobili með stjórnandanum Jóni Stefánssyni.
DISKUR GRADUALE NOBILI VEÐ VERKUM RUTTERS OG
BRITTENS FÆR GÓÐA DÓMA Í BBC MAGAZINE.
Menning
S
em krakki hélt ég stundum tom-
bólu fyrir utan kjörbúðina heima,
til styrktar lömuðum og fötluðum,
og mér fannst þetta frábært fram-
hald af því,“ segir Hrafnhildur
Arnardóttir myndlistarkona í New York og
hönnuður Kærleikskúlunnar í ár, en hún er
einnig þekkt undir listamannsnafninu Shop-
lifter. Þetta er tíunda árið sem listamaður er
fenginn til að setja sitt mark á Kærleikskúl-
una en tilgangurinn með sölu hennar er að
efla starfsemi Reykjadals, þar sem lömuð og
fötluð ungmenni njóta ævintýra tilverunnar.
Hrafnhildur hélt til New York árið 1994, í
framhaldsnám í myndlist, og hefur verið bú-
sett í borginni síðan; hún heldur þar heimili
ásamt pólskum eiginmanni og tveimur börn-
um. Verk Hrafnhildar hafa vakið sívaxandi at-
hygli og ekki síst notkun á hári í verkum sem
eru á mörkum myndlistar og hönnunar. Árið
2011 hlaut hún Norrænu textílverðlaunin frá
Stiftelsens Fokus Borås og einnig hina virtu
Prins Eugen orðu sænsku krúnunnar fyrir
framlag sitt í myndlist.
„Ég er hætt að vera hissa á verkefnum sem
koma inn á borð til mín,“ segir Hrafnhildur
um Kærleikskúluna. „Ég hef unnið að hönn-
unar- og myndlistarverkefnum í samstarfi við
hönnuði og allrahanda listamenn og finnst
alltaf spennandi að takast á við eitthvað allt
annað en ég hef gert áður. Á síðustu árum
hef ég eignast tvær eða þrjár Kærleikskúlur
og finnst þetta mjög flott verkefni. Ég hugs-
aði strax að kúlan þyrfti að vera angi af verk-
unum mínum; tengjast heildarhugmyndinni.
Mér datt þá strax í hug að setja ló eða hár in,
í kúluna, það er eins og einhverskonar teikn-
ing eða taugafruma.“
– Er þetta englahár?
Hún hlær. „Áreiðanlega – þetta er gervihár
frá Kína! Ég er viss um að englahárið sem við
settum á jólatréð í gamla daga hefur verið
framleitt á svipuðum slóðum.
Ég vildi að fólk gæti líka haft kúlurnar uppi
allan ársins hring ef það vildi, og fór þess
vegna ekki í skærrauða og hvíta jólasveinaliti
heldur gerði sérstaka litablöndu.“
Fyrst og fremst myndlistarmaður
Á ferli sínum hefur Hrafnhildur verið óhrædd
við að takast á við allrahanda áskoranir og
vinna með skapandi fólki. Hún hefur t.d. unn-
ið innsetningu fyrir tónverk Nico Muhlys,
gerði fræg hárverk á Björk Guðmundsdóttur
og hefur tekið þátt í að skapa einstakan fatn-
að fyrir tískuvikuna í New York. Vill hún
halda öllum möguleikum opnum?
„Ég er fyrst og fremst myndlistarmaður,“
segir hún. „Stundum hafa verkin mín ratað
inn í hönnunargeirann og það hefur tekið svo-
lítið á að leyfa sér það. Þessir heimar eru
frekar aðskildir og sumir vilja ekki láta setja
sig í vitlausa skúffu, fyrir utan ríginn sem
stundum er milli þessara sviða, eins og textíls
og hönnunar, handverks og myndlistar. En
mér finnst ágætt að gefa skít í þessar skil-
greiningar. Af hverju ætti ég að neita mér um
að vinna að einhverju spennandi vegna þess
að það fellur ekki nákvæmlega að inn í mynd-
list? Þegar ég vinn samstarfsverkefni þá ögr-
ar það mér alltaf og hefur á endanum góð
áhrif á myndlistina mína. Þetta snýst um að
hafa sköpunarfrelsi.
Ég gæti eflaust sinnt fleiri hönnunarverk-
efnum ef ég vildi en maður á bara eina ævi og
ég get ekki hugsað mér að vera einhvers-
staðar þar sem ég þarf að setja mér þröngar
skorður. Myndlistin þjónar öllum þessum til-
gangi, innan hennar fæ ég að gera hluti sem
þurfa ekki að hafa notagildi umfram andlegu
hliðina, en hinsvegar ratar sú heimspeki sem
ég er að skoða líka inn á aðrar brautir. Það
finnst mér örvandi, hollt og gott fyrir mynd-
listina. Þetta kemur allt úr sama heilanum.“
Upphaf þess að hún fór að vinna með hár í
verkum sínum rekur Hrafnhildur aftur til
sýningar í Nýlistasafninu árið 1998, þar sem
hún sýndi 340 skærlit tússportrett af fólki
sem var blóðtengt henni í móðurættina. Við
gerð þeirra rýndi Hrafnhildur mikið í hár
fólks og skömmu síðar festi hún hárfléttur á
portrett sem hún setti upp á sýningu á Egils-
stöðum. Nokkrum árum eftir það var hún far-
in að gera heil veggverk úr hári.
„Í byrjun var ég að hugsa um það hvernig
við viljum að aðrir sjái okkur, hégómleiki er
orð sem ég tengi við margt sem ég geri. Hár-
ið snýst annars mikið um teikningu, þráðurinn
eða hárið er lína. Ég nota gerviefni sem er
selt sem hárlengingarefni og finnst áhugavert
að nota fjöldaframleiddan efnivið í þessum
heimi sem er þegar yfirfullur af dóti. Þegar
allt kemur til alls þá er þetta þráður, eins og
hver annar textíll. Og þannig rataði ég inn á
textílbrautina; ég hafði ekki hugsað verkin
sérstaklega út frá textíl, en ég hrasaði óvart
út úr textílskápnum, eða kannski inní hann,
skiptir ekki mál …“ segir hún og hlær.
„Ég hef ekki viljað einskorða mig við einn
efnivið en vissulega hefur hárið verið í for-
grunni síðustu ár. Þessi verk hafa einfaldlega
vakið athygli og sýningarstjórar hafa beðið
mig um að gera ný verk og viljað sýna. Ég
hef alls ekki fengið leið á því. Mér finnst
hressandi að vera orðin gráhærð með hnút í
hárinu og vera orðin textílkona, án þess að
hafa nokkurn tímann ætlað mér það!“
HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR ER HÖFUNDUR KÆRLEIKSKÚLUNNAR Í ÁR
Allt úr sama heilanum
„MÉR FINNST HRESSANDI AÐ VERA ORÐIN GRÁHÆRÐ MEÐ HNÚT Í HÁRINU OG VERA ORÐIN TEXTÍLKONA, ÁN
ÞESS AÐ HAFA NOKKURN TÍMANN ÆTLAÐ MÉR ÞAÐ,,“ SEGIR HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR MYNDLISTARKONA
Í NEW YORK. VERK HENNAR HAFA VAKIÐ SÍVAXANDI ATHYGLI, EKKI SÍST NOTKUN HENNAR Á HÁRI.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Kærleikskúlur ársins eru eftir Hrafnhildi.