Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 53
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Viðar Gunnarsson bassa- söngvari syngur einsöng á árlegum aðventutónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju um helgina. Fyrstu tónleikarnir eru á laugardag kl. 17 og tvennir á sunnudag, kl. 17 og 20. 2 Bókaflóðið er í algleymingi og rithöfundar eru á ferð og flugi um landið og skemmta væntanlegum lesendum með lestri úr bókum sínum. Á laug- ardag er m.a. dagská með höfundum í MÍR-salnum kl. 14 og á sunnudag í Húsinu á Eyrarbakka kl. 16 og á Gljúfrasteini á sama tíma. 4 Tónleikaröð Frostrósa á aðventu hefst með fimm tón- leikum í Eldborgarsal Hörpu um helgina, þrennum á laug- ardag og tvennum á sunnudag. Barna-, karla- og kvennakórar syngja jólalög með söngstjörnunum. 5 Dagskrá verður í Ásmund- arsafni við Sigtún á laug- ardag kl. 14 sem tileinkuð er sögu fyrstu byggðar í Laug- ardal. Þar verður rakin saga hverf- ishlutanna Túns, Teiga, Lækja, Laug- arness, Sunda, Heima, Langholts, Voga, Skeifu og Fens. Starfsmenn Minjasafns Reykjavíkur fara yfir sögu hverfisins í máli og myndum. 3 Orri Huginn Ágústsson leikur í Ævintýrinu um Auga- stein sem sýnt er í Tjarnarbíói á sunnudag kl. 14. Þetta er hugljúft jólaævintýri í leikstjórn Kol- brúnar Halldórsdóttur, og fjallar um það hvernig jólasveinar urðu góðir. MÆLT MEÐ 1 Út er kominn diskur með leik HalldórsHaraldssonar píanóleikara á verkumeftir Frédéric Chopin og Franz Liszt. Að mestu er um að ræða endurhljóðblöndun á upptökum sem komu út á hljómplötu árið 1986 en er löngu uppseld. Halldór Víkingsson tók verkin upp á sínum tíma með stafrænni tækni og var brautryðjandi á því sviði hér. Hann er hvatamaður að þessari nýju útgáfu, ásamt Þórarni Stefánssyni, útgefanda Polif- onia Classics, en þeir eru báðir fyrrverandi nemendur Halldórs. Þar sem geisladiskur hef- ur meira rými en hljómplatan var unnt að bæta við tveimur verkum á diskinn. Annað er áður óbirt upptaka frá 1986, af Scherzo nr. 1 í h-moll eftir Chopin, en að auki var í sumar hljóðritaður leikur Halldórs á Harmonies du Soir eftir Liszt. Halldór segir ánægjulegt að þessar upp- tökur frá 1986 eigi sér framhaldslíf. „Þórarinn var að ýta á mig að gefa þessa plötu út á diski og þegar við fórum að athuga það þá hafði Halldór geymt upptökurnar,“ segir pí- anóleikarinn. „Eins og tæknin er í dag fékk ég allt heila klabbið og gat hlustað á allar tök- urnar, yfirleitt þrjár til fimm af hverju verki, og valið á diskinn þær sem mér þóttu koma best út. Verkin eftir Liszt eru öll frá fyrra Weimar- tímabilinu hans. Á þessum árum var hann að berjast við margt, íbúar borgarinnar voru á móti honum, tónlistarmenn skildu ekki hvað hann var að fara en hann var mesta fram- úrstefnu-tónskáld þess tíma. Þetta var enginn dans á rósum en samt semur hann þá þessi stórkostlegu verk.“ Halldór segist hafa glímt síðustu ár við „ákveðið handavesen“, sem líklega hafi komið til vegna of mikilla æfinga, en nú sé hann að ná sér. „Ég tók þessa etíðu eftir Liszt upp í sumar og það gekk vel. Ég hef smám saman orðið betri. Nú er ég að spila og æfa mig. Ég vona að það gangi.“ Halldór segir að í stafrænu vinnslunni hafi nafna hans Víkingssyni tekist að ná mikilli mýkt í tóninn, og fyllingu, en samt skýrleika. „Mér finnst áferðin mjög lifandi en það er kúnst að ná því,“ segir hann. Halldór Haraldsson er einn okkar kunnustu píanóleikara. Í námi sínu við Tónlistarskólann í Reykjavík nam hann lengst af hjá Árna Kristjánssyni og Jóni Nordal og síðan lauk hann framhaldsnámi í London árið 1965. Fyrstu opinberu tónleika sína hélt hann hér sama ár og hefur síðan haldið fjölda tónleika, heima og erlendis, meðal annars flutt marga píanókonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1966 og var skólastjóri 1992-2003. Hann kenndi við LHÍ til síðasta vors. Halldór er heiðursfélagi Félags íslenskra tónlistarmanna. HALLDÓR HARALDSSON LEIKUR PÍANÓVERK EFTIR CHOPIN OG LISZT „Gat hlustað á allar tökurnar“ Á GEISLADISKI HALLDÓRS HAR- ALDSSONAR ERU ENDURHLJÓÐ- BLANDAÐAR UPPTÖKUR FRÁ 1986 OG AÐ AUKI EIN SÍÐAN Í SUMAR. „Þetta var enginn dans á rósum en samt semur hann þá þessi stórkostlegu verk,“ segir Halldór um tónverkin sem hann leikur eftir Liszt. Morgunblaðið/Einar Falur Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þegar ég vinn samstarfsverkefni þá ögrar það mér alltaf og hefur á endanum góð áhrif á myndlistina mína,“ segir Hrafnhildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.