Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2012 Ý msir ætluðu að bæta heiminn, í það minnsta 103 þúsund ferkílómetra hans, eftir fall íslensku viðskipta- bankanna. En hinir sjálfskipuðu sið- væðingarmenn voru ekki endilega betur til þess fallnir að endurskapa þann part en aðrir. Á daginn hefur raunar komið að sumir þeirra voru sennilega ónýtustu eintökin sem völ var á til verksins. Banvænt bráðaofnæmi Þar á meðal voru þekktir pólitískir yfirgangsmenn, jafnvel menn haldnir bráðaofnæmi fyrir því sem er sanngjarnt, satt og rétt. Svo skætt var ofnæmið að jafnvel sannleikskorn gat hleypt þeim upp, svo þeir steyptust út í bólum og roða og réðu sér ekki fyrir kláða, en klóruðu stjórnlaust allt það sem fyrir varð. Alls konar „siðareglur“, „umbótamál“ og jafnvel póli- tísk réttarhöld hafa stafað úr þeirri átt. Það var slysalegt. Því auðvitað hefði ekkert verið að því að lagfæra eitt og annað sem betur má fara í þessu þjóð- félagi sem öðrum og nota áfallið og eftirköst þess til að knýja á um jákvæðar breytingar, þótt gallarnir hafi í rauninni ekki haft mikið með bankaáfallið að gera. En Buffet er ekki sannfærandi þegar hann bölvar auðsöfnun eða Bragi gömlum bókum. Og fólk eins og Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir er ekki beint vel til þess fallið að kalla eftir iðrun og yf- irbótum hjá öðrum. Það er ekki aðeins þeirra eigin ferill, orð og yfirlýsingar sem eru til og auðvelt að nálgast, sem gera það að verkum að hróp úr þeirri átt hefur falskari tón en flest annað. Þegar Jóhanna, sem verið hefur, beint og óbeint, æðsti yfirmaður Íbúða- lánasjóðs síðustu sex ár, er spurð um vandræði sjóðs- ins þykist hún hvergi hafa komið nærri og nefnir árið 2004 helst til sögunnar! Og til að kóróna þá óskamm- feilni sleppir hún auðvitað að nefna að sjálf reyndi hún við það tækifæri að yfirbjóða allt það sem hún kennir öðrum um nú. „Glötum tækifærum“ var raunheiti stefnunnar Hegðun þeirra tveggja, Steingríms og Jóhönnu, eftir að hafa fengið einstakt og sögulegt tækifæri til að láta gott af sér leiða, hlaut að kæfa allan árangur í fæðingunni. Þjóðin var um stund sem í losti. Henni var kippt á einu augabragði úr veröld snillinga snún- inganna. Gullgerðarmenn höfðu ekki aðeins reynst vera af holdi og blóði. Þeir voru okkar, vegsamaðir af íslenskum sérfræðingum, sem lifandi sönnun þess að viðskiptasnúningar hins „nýja efnahagslífs“ gætu áhættulaust galdrað auðæfi úr öllum áttum að Ís- landsströndum. Þar svifu þau um eins og gullský yfir landinu og úr því komu gulldropar sem féllu ekki síst á móttækilega og í stærstum skömmtum á þá sem nýju goðin höfðu velþóknun á. Og þeir voru sífellt fleiri sem töldu að framtíð sín og annarra væri þeirri velþóknun bundin. Jafnvel sumir efasemdarmenn sannfærðust furðu fljótt og tóku gyllta trú. Og hún fullkomnaðist þegar norðanáttin blés skýjunum aftur suður á bóginn og auðæfin sem úr þeim féllu færðu frægustu fyrirtækjanöfn virðulegra landa „í íslenskar hendur“. Enginn vildi heyra það nefnt að allur væri þessi skapnaður í skuld. Heill stjórnmálaflokkur gekk hugfanginn í hinar gullnu greipar, rétt eins og hann ætlaði sér að ganga í ESB svo fljótt sem hann mætti, og ekki síðar en svo að hann næði því að öðlast eilíft líf á völlunum næst Waterloo. Þar hafa stórir draumar áður endað. Hann hafði ekki endað vel dans- inn í kringum gullkálfinn forðum og ekki fór betur hringdans helstu gerenda þjóðfélagsins í kringum gullkálfana nýju. Og þá varð þjóðfélagslegt myrkur um miðjan dag. En það var á hinn bóginn farið að rofa til þegar Steingrímur og Jóhanna fengu sitt tækifæri, því fyrstu stundir hinnar raunverulegu björgunar höfðu verið vel nýttar. Og það þekkja allir Íslendingar að það eru fyrstu augnablik hvers björgunarleiðangurs sem ráða mestu um það hvort sæmilega rætist úr eða illa. Það rann of seint upp fyrir mörgum að Ísland var í raun komið á beinu brautina vorið 2009. Við þær aðstæður hefðu gætin og góðviljuð stjórnvöld verið happafengur fyrir þjóðina. Þrátt fyrir allt hefðu þau skötuhjú valds- ins sem ólætin á Austurvelli skoluðu inn fyrir múrana getað gert gagn, hefði vilji þeirra staðið til þess. Því þjóðin var móttækileg fyrir markvissum merkjasend- ingum þegar þarna var komið. En fyrirmæli nýju vald- hafanna voru í anda yfirskriftar á verðlaunaverkinu forðum: „Hart í bak!“ En það var ekki hrópað, eins og á sviðinu, til að reyna að koma í veg fyrir strand. Hrópin voru þeirra sem vildu stöðva þá framþróun sem hafin var og benti ótvírætt til að Ísland myndi til- tölulega fljótt komast út úr sinni öskustó. Hið „nýja fólk“ í valdastólunum (tveir aldurs- forsetar þingsins) efndu til ágreinings og illinda í hverju málinu á fætur öðru, hvar sem þau fóru og með nær öllu sem þau sögðu. Vinnubrögð voru nú við- höfð sem voru í ætt við þekkta pólitíska aðför á Ís- landi fyrir áttatíu árum. „Stórar bombur“ voru sprengdar, en ekki snert á stórum málum nema tryggja vel að allt væri gert í illindum og ósætti. Stórmál á milli þúfna *Það rann of seint upp fyrirmörgum að Ísland var í raunkomið á beinu brautina vorið 2009. Við þær aðstæður hefðu gætin og góðviljuð stórnvöld verið happafeng- ur fyrir þjóðina. Reykjavíkurbréf 07.12.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.