Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunÍslenskir hönnuðir eru iðnir við að hanna jólaskraut sem eflaust prýðir mörg heimili fyrir jólin »26 B örnin mín eru endalaus uppspretta hugmynda en þau taka virkan þátt í að t.d. setja bjöllurnar í Náttugl- urnar og fylla á þær. Þeim finnst þetta svo gaman,“ segir Silja Kristjánsdóttir, textílkennari og konan á bak við merkið Náttuglur. Undir merkjum Náttugla framleiðir Silja bæði mjúka bangsa í tveimur stærðum auk spiladósa, sem fallið hafa vel í kramið hjá börnum á ýmsum aldri sem og foreldrum þeirra. Nafnið komið frá dótturinni Hugmyndina að Náttuglunum má upp- haflega rekja til dóttur Silju, Sölku, sem teiknaði eitt sinn fugl sem hún kallaði Nátt- uglu og þær mæðgur þrykktu á nokkra boli og bangsa. Þegar ófáar vinkonur Silju áttu síðan von á börnum um svipað leyti fyrir rúmu ári langaði Silju, sem þá var í námi til textílkennara, til að gera meira með Náttuglurnar og úr urðu bangsarnir og spiladósirnar. Og framleiðslan hefur undið upp á sig æ síðan. Mikil natni er lögð í gerð hverrar og einnar fígúru en eng- ar tvær eru eins. Við framleiðsluna notar Silja litrík og vönd- uð efni sem henni áskotnast á hinum ýmsu stöðum. Hefur hún m.a. notast við falleg efni úr flíkum á borð við skyrtur og kjóla auk bútasaumsefna. Andlit hverrar og einnar Náttuglu er handsaumað og þess sérstaklega gætt að augun séu þar vel fest. Þá ber hver og einn bangsi kór- ónu á höfði auk þess sem silkiborðar úr ýmsum litum eru á þeim öllum, sem litlar hendur hafa gaman af að handfjatla. Býr Silja að áralangri reynslu af því að starfa með börnum við sköpunina en auk þess að sinna draumastarfinu í Sjálandsskóla þessa dagana, starfaði hún lengi vel á leikskólum Hjallastefnunnar. Náttugla á leið á suðurpólinn Gaman er að geta þess að þessa dagana leggur ein Náttuglan land undir fót en sú er í för með- Vilborgu Örnu Gissurardóttur, vinkonu Silju, sem gengur þar á suðurpólinn ein síns liðs. Þótti við hæfi að nefna „vinkonu“ hennar Náttugluna til- heyrandi nafni og kallast sú Pólíana, sem þykir viðeigandi. Hægt er að nálgast Náttuglurnar á fésbókarsíðu þeirra á vefnum auk þess sem þær fást einnig í verslunum á borð við Ígló, Hrím hönnunarhús og á fleiri stöðum. Náttuglurnar eru vinalegar og mjúkar. Þær koma í tveimur stærðum og öllum regnbogans litum. Allar bera þær kórónur á höfði og litríka borða í hliðum sem litlar hendur hafa gaman af að handfjatla. Arnaldur, 4 ára, og Náttuglur. Spiladós í ullarskýi. LEIKFÖNG FYRIR LITLU BÖRNIN Einstakar náttuglur NÁTTUGLUR ERU ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK FYRIR BÖRN. ENGAR TVÆR ERU EINS EN ALLAR EIGA ÞÆR SAMEIGINLEGT AÐ BERA KÓRÓNUR Á HÖFÐI OG AÐ VERA FRAMLEIDDAR AF MIKILLI NATNI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Náttuglan er um- hverfisvæn.Silja Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.