Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 9
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Einn af eftirsóknarverðustu viðburðum ádagatali rithöfunda er bókaveislan, ár-legt upplestrarkvöld í Ólafsvík sem krakkar í 10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar standa fyrir. Að þessu sinni voru það höfund- arnir Kristín Eiríks- dóttir, Pétur Blöndal, Sigurbjörg Þrast- ardóttir, Stefán Máni og Þorgrímur Þráins- son sem lásu upp úr verkum sínum, en tveir síðastnefndu eru skilgetin afkvæmi bæjarins. „Þetta ellefta sinn sem bókaveislan er haldin,“ segir Guðrún Sveinsbjörnsdóttir, deildarstjóri í grunnskólanum, en hún hélt ut- an um skipulagninguna af hálfu skólans. „Framfarafélagið Ólafsvíkurdeild kom þessu á koppinn, ef svo má segja, en nú hafa nemendur alfarið tekið skipulagninguna yfir. Við höfum nýtt kökusöluna í hléinu til fjáröfl- unar í nokkur ár. Í fyrra stigum við aðeins meira inn í framkvæmdina og nú leyfðu þær okkur alfarið að sjá um þetta. Við erum þakk- lát fyrir að okkur sé treyst fyrir þessu verk- efni, því þetta hefur verið einn af stærri við- burðum í samfélaginu, bókaveislan er alltaf vel sótt og sérstök stemning í kringum hana. Ég veit að þeim þykir mjög vænt um hana.“ Eitt af því sem setur sérstakan svip á við- burðinn er að höfundarnir hitta krakkana í skólanum fyrir bókaveisluna, blanda geði við þá og fá sér kjötsúpu og rúgbrauð með kæfu, mikinn sælkeramat sem Sigfús Hjálmarsson eða Fúsi, matráðurinn í skólanum, hristir fram úr erminni. Þar er rætt um alla heima og geima. Og má heyra að krakkarnir eru mikið á fésbókinni, það er kannski helsti yndislest- urinn sem þau stunda, nema einn sagðist lesa syrpur. Einum höfundinum heyrðist hann segja Sjeikspír og spurði undrandi: „Leik- ritin?“ „Nei,“ sagði strákurinn gáttaður á spurningunni. „Andrés Önd!“ Veggir skólans eru þaktir ljóðum af ýmsum toga, mörgum hverjum bráðskemmtilegum, og gaukaði einn nemandinn frumsaminni limru að höfundi Limrubókarinnar sem hann hafði pár- að á servíettu. Kannski það sýni best hversu gróskan er mikil í grunnskólum, að minnsta kosti þessum sem er í Ólafsvík. „Það er gaman hvernig við getum nýtt upplesturinn í skól- anum. Nemendurnir kynna höfundana ítarlega um kvöldið, afla sér heimilda um þá og kynna sér bækurnar. Svo er það auðvitað líka æfing í því að koma fram fyrir áhorfendur.“ Bókaveislan í Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons Þorgrímur Þráinsson las úr draugasögunni skemmti- legu, Krakkinn sem hvarf. Höfundarnir í fríðum hópi nemenda 10. bekkjar Grunnskóla Snæfellsbæjar. Rúna bíður spennt eigin fermingardagsen hefur jafnframt miklar áhyggjuraf Helgu systur sinni, sem er nokkr- um misserum eldri. Hún veit að eitthvað bjátar á hjá Helgu þótt enginn annar veiti því eftirtekt Í ljós kemur að það er krumla átrösk- unar, sem oft er svo makalaust lítt sýnileg, sem gripið hefur um eldri systurina. „Þegar skrifað er fyrir börn og unglinga leitar maður gjarnan að einhverju sem manni finnst skipta máli í samtímanum. Það vildi þannig til að ég þekkti til fólks sem hafði gengið í gegnum þessa hluti; það var mikil barátta, en fékk farsælan endi,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir við Morgunblaðið, spurð um ástæðu þess að hún fjallar um þennan tiltekna sjúkdóm í bókinni. Manneskjur eða plastdúkkur „Þetta vandamál hrópar ekki endilega á mann, breytingin getur tekið dálítið langan tíma og einkennin eru ekki augljós. Daglegt líf fólks hefur breyst mikið; fólk sest ekki niður saman á hverjum degi og borðar mál- tíðir eins og var, og því er erfiðara en áður að fylgjast með því hvað fer ofan í börnin. Unglingur getur verið þreyttur og orkulaus af ýmsum ástæðum. Krökkum sem lenda í þessu gengur oft mjög vel og ég veit um dæmi þar barnið stóð sig afar vel í skóla en allt í einu var vandamálið hrópandi augljóst þótt foreldrarnir hefðu ekki tekið eftir neinu.“ Ragnheiður nefnir að unglingsaldurinn sé oft mjög viðkvæmur. „Þetta er tíminn þegar við sitjum fyrir framan spegilinn og hugs- um: Er ég ljót/ur? Er ég falleg/ur? Allir hafa gengið í gegnum þetta?“ Hún segir stúlkur í „útlitsbransanum“ ekki síst verða fyrir miklum þrýstingi. Helga í sögunni er einmitt að þreifa fyrir sér þar. „Mig langaði að fá fólk til að velta því fyrir sér hver það er sem segir að við eig- um öll að reyna að vera eins; að vera eins grönn og við getum og líta út eftir ákveðnum fegurðarstöðlum. Ég held að þetta hafi versnað mikið – að kröfurnar séu orðnar óraunhæfari en áður, því enginn get- ur litið út eins og súpermódel. Ekki einu sinni módelin sjálf því meira að segja mynd- ir af þeim eru fótósjoppaðar! Það sem gerir manneskjur að manneskjum en ekki plast- dúkkum er að vera aðeins öðruvísi en aðrir. Margar stúlkur dreymir um að verða módel en hlutgervingin, sem er svo áberandi í samtímanum, fer ekki vel með alla.“ Skemmtun og spenna Hugsarðu mikið um að fræða eða koma boð- skap til skila? „Þegar skrifað er fyrir börn og unglinga held ég að bókin þurfi fyrst og fremst að vera skemmtileg og spennandi, þannig að þeir nenni að lesa hana. Það hef ég að minnsta kosti í huga, og vona að einhvern boðskap eða lærdóm sé líka hægt að draga af henni. Það er reyndar hægt að læra eitthvað af öllum bókum, ef þær eru góðar. En ég vil líka vekja upp spurningar; í þessu tilfelli ekki endilega hvernig hægt er að sleppa við anorexíu, heldur að unglingar spyrji sig hver það er sem segir þeim hvernig þeir eigi að líta út. Mig langaði líka að fjalla um það hvað sjúkdómurinn gerir öðrum í fjöl- skyldunni en þeim sem veikist. Hvað eiga hinir að gera? Eiga þeir að skipta sér af? Láta eins og ekkert sé og vona að allt lag- ist?“ spyr Ragnheiður Gestsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg FJALLAR UM ÁTRÖSKUN Í UNGLINGABÓK Hver telst fallegur? RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR FJALLAR UM ÁTRÖSKUN Í NÝRRI BARNA- OG UNGLINGABÓK. RIT- HÖFUNDURINN VILL SKRIFA UM EITTHVAÐ SEM SKIPTIR MÁLI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ragnheiður Gestsdóttir Á netinu er hafin styrktarsöfnun fyrir Geð- hjálp núna fyrir jólin. Verið er að safna fyrir átaki sem á að fara í á vinnustöðum landsins. Þar á að fræða og efla stjórnendur og starfs- menn í atvinnulífinu um geðheilbrigði. Von- ast er til að þeir setji sér stefnu og verklag sem styður við geðheilsu og starfsorku starfsmanna á vinnustaðnum. En geðræn veikindi eru enn feimnismál í samfélaginu. Um 37% öryrkja eru það út af geðrænum vandamálum. Vonast er til að vitundarvakn- ing verði hjá stjórnendum fyrirtækja og þeir hafi tilbúna aðgerðaáætlun í framhaldinu ef veikindi koma upp á vinnustaðnum. Sungið til styrktar átakinu Starfsmenn 15 fyrirtækja hafa tekið áskorun Geðhjálpar um að syngja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Jólalögin eru þeirra framlag í jólalagakeppnina. Lögin voru frumsýnd á Skjá Einum síðastliðinn mið- vikudag. Á heimasíðunni gedveikjol.is er hægt að fylgjast með söfnuninni. Þar er hægt að skoða hin skemmtilegu myndbönd sem fyrirtækin hafa búið til og greiða þeim at- kvæði sitt með sms-kosningu eða greiða með kreditkorti. Lagið sem vinnur kosninguna verður valið Geðveikasta jólalagið 2012. Kosningastjóri keppninnar er Geðgóði jóla- sveinninn sem er Jón Gnarr. „Úrslit keppn- innar verða kynnt í Kastljósi á RÚV þann 18. desember næstkomandi,“ segir Eva Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. borkur@mbl.is Jón Gnarr í hlutverki jólasveins Geðhjálpar. Geðgóður hjá Geð- hjálpinni  Árlega er á milli 80 og 90 einstaklingum vísað í meðferð vegna átröskunar, á geðdeild Landspítalans í Reykjavík (LSH). Meirihlutinn er konur á aldrinum 18-30 ára.  Miðað við tölur erlendis frá má gera ráð fyrir að 200-350 konur, 15-24 ára, glími við átröskun hér á landi en fólk á öllum aldri fær sjúkdóminn. Talið er að fyrir hverjar 10 kon- ur þjáist 1 karl af átröskun.  Annars vegar er anorexía (lystarstol); þá neitar fólk sér oft um mat eða borðar mjög lítið til þess að halda sér undir kjörþyngd. Hins vegar lotugræðgi (bulemia); fólk missir sig jafnvel í ofát á óhollum og orkuríkum mat, en kastar honum upp á eftir. Í báðum til- fellum er ofsafengin líkamsrækt algeng.  Frá árinu 2006 hefur verið starfandi með- ferðarteymi vegna átraskana, á geðdeild LSH, fyrir18 ára og eldri, þeim yngri er vísað á barna- og unglingageðdeild spítalans.  Vert er að geta þess að aðrir sinna einnig fólki með átraskanir. Ekki koma því allir á geðdeildina sem leita sér hjálpar.  Sjúklingar geta nú sjálfir haft samband; net- fangið er atroskun@landspitali.is, en er gjarnan vísað þangað af læknum, náms- ráðgjöfum í skólum og sálfræðingum.  Fyrstu einkenni átröskunar eru oft þau að unglingur fer af miklum krafti í heilsuátak til þess að ná af sér nokkrum kílóum. Hljómar vel, en stundum er ekki allt sem sýnist. ÁTRÖSKUN MUN ALGENGARI EN ALMENNT ER TALIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.