Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 57
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Mary Poppins sem fyrst mætti til leiks árið 1934 snýr aftur í nýrri útgáfu. Ráðagóða barn- fóstran nýtur stöðugra vin- sælda meðal barna enda á hún engan sinn líka. Þessi klassíska barnabók er skrifuð af mikilli hugmyndaauðgi og hlýtur að koma öllum í gott skap jafn skemmtileg og hún er. Bók sem verður að vera til í bókaskáp barnanna. Mary Poppins snýr aftur Ungir knattspyrnuáhugamenn hljóta að setja bækur um uppáhaldsliðin sín og uppáhaldsleikmenn á jólagjafalist- ann. Nokkrar slíkar bækur eru fáanlegar fyrir þessi jól. Stuðningsmenn Man- chester United geta fagnað bók um félagið sem ber undirtit- ilinn „Stærstir og bestir“. Stuðnings- mönnum liðsins finnst það örugglega ekkert ofsagt. Í bókinni Barcelona er saga þess félags rakin og Eiður Smári Guðjohnsen kemur þar við sögu. „Lið sem er meira en fótboltafélag,“ segja íbúar Barcelona. Bókin um Real Madrid hefur undirtitilinn „Sigursælasta lið í heimi“. Ekki amalegt að styðja lið sem sigrar yfirleitt alltaf. Enginn furða að Spánverjar skuli segja: „Að spila fyrir Real Madrid er eins og að snerta himininn.“ Síðast, en vitanlega ekki síst, skal nefna bók um Zlatan Ibrahimovic. Á bókarkápu segir: „Þó að hann sé stór og stæðilegur er enginn liprari og hættulegri uppi við markið.“ Sem sagt alvöru knattspyrnumaður. Bækurnar eru vitanlega ríkulega myndskreyttar og í þeim öllum er að finna stafaþraut og spil. SIGURSÆL FÓTBOLTALIÐ OG SANNUR AFREKSMAÐUR Mánasöngv- arinn eftir Margréti Örnólfs- dóttur og Signýju Kol- beinsdóttur er bók sem einkennist af listfengi. Signý skapar ein- staklega skemmtilegar fígúrur og ger- ir litríkar myndir sem fanga augað. Margrét skrifar söguna sem er viðburðarík og gerist á ævintýraeyjunni Tulipop. Ókunnug skugga- jurt birtist um nótt og svo er hafið ekki einu sinni sjálfu sér líkt. Það er ekki nema von að íbúum eyjarinnar bregði. Sveppasystkinin Búi og Glói verða að bjarga málum og fá hjálp frá hæfileikaríkum vinum sínum. Búðu til þín eigin litadýr er óvenjuleg bók fyrir börn. Þar gefst þeim kostur á því skapa sínar eigin dýramyndir úr 2.000 lím- miðum sem finna má í bókinni. Börnunum er kennt að búa til fimm ólík dýr en síðan geta þau einnig búið til hvaða dýr sem er. Þrívídd- argleraugu fylgja bókinni sem verður til þess að þeir sem setja þau á sig sjá dýrin lifna við. Þetta er skemmtileg bók fyrir skapandi og listræn börn. Alveg örugglega öðruvísi barnabók. SKEMMTILEGAR FÍGÚRUR Á ÆVINTÝRA- EYJU OG DÝR TIL AÐ SKAPA Einar Már Guðmundsson er í fínu formi í Íslenskum kóngum þar sem hann segir sögu Knudsenana í Tangavík. Sú ætt er fjölmenn og skrautleg og hefur komið víða við. Í bland við frásagnir af hinni flokks- hollu Knudsen-ætt eru sagðar sögur af ýmsum atburðum í þjóðlífi. Bókin einkennist af einstakri frásagnargleði, litríkum per- sónum, miklum húmor og beittri þjóðfélagskrufningu. Þetta er spriklandi fjörug bók sem unun er að lesa. Skrautlegir Knudsenar og spriklandi fjör Morgunblaðið/Kristinn Einar Már Guðmundsson Hryllingur, húmor og barnabækur ÁHUGAVERÐAR BÆKUR EINAR MÁR GUÐMUNDSSON SKEMMTIR LES- ENDUM SÍNUM Í ÍSLENSKUM KÓNGUM OG STEF- ÁN MÁNI GERIR LESENDUR SÍNA SKELFINGU LOSTNA Í HÚSINU. HIN ÓDAUÐLEGA MARY POPPINS SNÝR AFTUR TIL ÍSLENSKRA LESENDA OG KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR GLEÐUR DÝRAVINI Í EINSTAKLEGA LJÚFRI OG SKEMMTI- LEGRI BÓK UM LÍFSGLAÐAN HUND. Grímsævintýri Kristínar Helgu Gunnarsdóttur er yndisleg ævisaga hundsins Gríms Fífils, sem gengur illa að hemja eðli sitt og skorar ekki hátt í hundaskól- anum. Hundurinn segir sjálfur sögu sína sem er full af ævintýrum og óvæntum uppákomum. Eigandi hans, Besta, er svo skynsöm og sjarmerandi persóna í bókinni að ekki er annað hægt en að kinka kolli til hennar í viðurkenning- arskyni. Sagan af þessum ærslafulla hundi er svo sannarlega líkleg til að heilla unga dýravini. Halldór Baldursson gerir myndirnar. Ærslafullur og lífsglaður Grímur Fífill Stefán Máni gefur hvergi eftir í tæp- lega 600 blaðsíðna sálfræðitrylli, Húsinu. Bókin er spennandi og hrollvekjandi og lokakaflarnir svo æsispennandi að það er erfitt að stilla sig um að kíkja aftast til að sjá hvernig fer. Illmenni bókarinnar, Teddi, er mögnuð sköpun. Sá kar- akter gleymist ekki svo glatt enda er honum ekkert heilagt. Lög- reglumaðurinn Hörður er síðan gott mótvægi við hann. Spennubók sem svíkur ekki. Frábær spennutryllir frá Stefáni Mána Stefán Máni *Mér finnst að enginn ætti að skrifaævisögu sína fyrr en eftir sinn dag.Samuel Goldwyn BÓKSALA 25. NÓV. - 1. DES. Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir 2 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 3 HáriðTheodóra Mjöll 4 KuldiYrsa Sigurðardóttir 5 ÚtkallÓttar Sveinsson 6 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason 7 Fimmtíu dekkri skuggarE L James 8 Stóra Disney heimilisréttabókinDisney 9 Jólasyrpa 2012Walt Disney 10 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir Uppsafnað frá áramótum 1 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 2 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 3 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 4 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones 5 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 6 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 7 Eldar kviknaSuzanne Collins 8 HungurleikarnirSuzanne Collins 9 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg 10 SnjókarlinnJo Nesbø MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Skammt er öfganna milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.