Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Barnaföt þurfa að vera hlý og endingargóð og fötin frá As we grow vaxa með barninu »40
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns?
Það fer eftir því hvernig maður skilgreinir „bestu“. Ein flík hefur enst
mér í um 25 ár og ég hef notað hana iðulega á sumrin. Það eru forláta gall-
astuttbuxur, breyttar Levi’s, úr verslun sem eitt sinn var á Laugaveginum,
þótti fríkuð verslun og hét að mig minnir „Vanir menn, villtar meyjar og
vandræðabörn“. Innst inni held ég að helsta ástæðan fyrir því að ég er
ekki löngu búin að henda þeim sé að ég passa alltaf í þær eftir öll árin og
nú gegna þær ákveðnu hlutverki sem mælikvarði ;-)
En þau verstu?
Ég hef gert mörg vond fatakaup um ævina, sérstaklega í þau skipti sem
ég dett í „breyta um stíl“-gírinn. Er þá ægilega ánægð með spegilmyndina
í mátunarklefanum og slæ til en ég er svo leiðinlega íhaldssöm í fatavali og
margar flíkurnar hafa á endanum hangið inni í skáp ósnertar þar til ég fer
í skápatiltekt og hreinsa út. Þá hef ég gefið fötin svo vonandi hafa þau nýst
einhverjum. Bruðlið fer í taugarnar á mér svo það er huggun ef einhver
annar getur haft not af þeim.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í?
Já auðvitað. Gömlu myndaalbúmin minna mig t.d. reglulega á tískuslysin
á árunum í kringum 1980. Það er bara fyndið og skemmtilegt.
Hvar finnst þér best að kaupa föt?
Mér finnst draumur að kaupa fatnað í Milano á Ítalíu. Því miður hef ég
farið sjaldan þangað. Ég gef mér alla jafna lítinn tíma til að ramba í búðir
hér heima en ég get yfirleitt treyst því að í Kúltúr og Evu finni ég eitthvað
smart.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfylgihlut?
Marga! Fylgihlutir eru skemmtilegir, ég er eiginlega meira fylgihlutafrík
en fatafrík. Það er svo auðvelt að breyta „lookinu“ með nýjum fylgihlut og
tilbreyting er svo skemmtileg!
Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur fatnað? Að snið og litir fari
mér vel.
Nú ert þú í heilsugeiranum – lumarðu á einhverjum góðum ráðum
um hvað ber að hafa í huga til að komast í gegnum hátíðirnar án þess
að vera með stöðugan móral yfir hverjum konfektmola? Það er ein-
falt… Hó..hó..hó...hóf er besta ráðið! :-) Njóta þess að borða einn góðan
konfektmola en ekki tíu.
Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir jólin?
Mig vantar ekkert en finnst alltaf gaman að fá falleg föt og fylgihluti.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Enginn sem ég vil nefna í sértöku uppáhaldi en margir íslenskir hönn-
uðir eru að gera spennandi hluti.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Fólk sem hefur sinn eigin stíl, hefur gott sjálfstraust og ber höfuðið hátt.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eig-
in vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert
færirðu?
1960 og fengi innkauparáð frá stílistum Jackie Onassis og Audrey Hepb-
urn.
Margt fallegt fæst í versluninni Kultur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TÍSKUSLYSIN FRÁ Í KRINGUM 1980
FYNDIN OG SKEMMTILEG
Fengi ráð frá
stílistum Jackie
og Audrey
ÁGÚSTA JOHNSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ER ÞESSA DAG-
ANA Í ÓÐAÖNN AÐ UNDIRBÚA NÝJA ÁRIÐ. HREYFING
FAGNAR 15 ÁRA AFMÆLI OG VERÐUR MIKIÐ UM DÝRÐIR.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
By Malene
Birger fæst í
Evu og Kultur.
Jackie Kennedy
Onassis var
smart.
Ekki væri ónýtt að fá inn-
kauparáð frá stílista Aud-
rey Hepburn.
Gaman er að versla í
Milano.
Ágústa Johnson segist hafa
gert mörg vond fatakaup
um ævina þegar til stóð að
skipta um stíl.