Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2012 Matur og drykkir Þ að er hlutverk Helgu Fjólu Guðnadóttur að verka hangikjötið á Skarði. Þar fer reyk- ingin fram í gömlum torfkofa og ekki er umhverfið af verri endanum með Heklu, drottn- ingu íslenskra eldfjalla, í baksýn. „Ég reyki tvo kofa. Í kringum miðjan nóvember fer ég að leggja í pækil fyrri upphengju,“ segir Helga Fjóla en hún reykir ein- ungis fyrir fjölskylduna í Skarði. Helga Fjóla segir að ferlið sé um tuttugu dagar frá því að hún setur kjötið í pækil og þangað til það er komið reykt úr reykkof- anum. „Við reykjum aðallega fullorðið hér en alltaf aðeins veturgamalt og lambakjöt með,“ segir Helga Fjóla, spurð að því hvernig kjöt það sé sem hún reyki helst. Hún segir að verkunin hjá sér sé frekar hefðbundin miðað við aðra. Frystir kjötið fyrir pæklun „Ég nota þó aldrei sykur í pækil eins og margur gerir og frysti kjötið alltaf áður en ég pækla það,“ segir Helga sem hefur ekki reykt kjöt nema í tíu ár og byrjaði eftir að hún flutti ásamt Ingvari heitnum eiginmanni sínum á æsku- slóðirnar. Eldri sonur Helgu Fjólu, Erlendur, býr nú í Skarði ásamt fjölskyldu sinni og tekur einnig þátt í hangikjötsverkuninni með móður sinni, en Helga Fjóla á tvo syni og þrjú fósturbörn. „Afi og langafi reyktu alltaf en pabbi og Kristinn bróðir minn reyktu aldrei kjöt hér. Það var reykt annars staðar,“ segir Helga Fjóla. „Þetta er ein af hefðum okkar fjölskyldu og á fastan sess í und- irbúningi jólanna.“ segir Helga Fjóla sem segir alltaf tilhlökkun að takast á við þetta verkefni. „Það er bara einstaklega ánægjulegt að fara í stjörnubjörtu og tunglskini út í kofa til að kveikja upp. Það er einn af boðberum jólanna minna í dag,“ segir hún og bætir við að hún sé alltaf að reyna að betr- umbæta verkunina. „Ég ein af þeim sem alltaf reyna að minnka saltmagnið í kjötinu. Mér finnst kjöt vera orðið það heilbrigt og öflugt í dag að það er alveg hægt. Það þarf ekki eins mikið salt og áður. Maður þarf að fá gott reyk- bragð líka,“ segir Helga Fjóla sem taðreykir allt sitt kjöt. Veður hefur áhrif á verkun Þegar talið berst að því hver gald- urinn sé við gott hangikjöt liggur ekki á svarinu: „Gott hráefni og góð verkun. En fyrst og síðast hráefnið. Mér hefur aldrei tekist að búa til góðan mat nema úr góðu hráefni,“ segir Helga Fjóla. Hún segir misjafnt hversu langan tíma það taki að reykja hverja upp- hengju. „Það fer ofsalega mikið eftir veðri hvernig reykist. Ef það er stillt og þurrt þá reykist vel. Ég reyki í tíu til fimmtán daga. Það hrýs kannski einhverjum hug- ur við því hvað það er lítið,“ segir Helga Fjóla sem segir að hún hafi hvorki lært að reykja heima í Skarði né að áhuginn hafi kviknað þar. Fékk áhugann í barnæsku „Héðan fór kjöt í reyk annað eins og ég sagði áðan. Það var reykt á nokkrum bæjum í nágrenninu og meðal annars hér á næsta bæ á Stóra-Klofa. Þar kviknaði áhuginn þegar ég var barn en þangað var ég send til að læra að lesa til Hrefnu og Árna og hann reykti kjöt. Ég fylgdist með því og heill- aðist af því. Þá ákvað ég að þegar ég yrði stór ætlaði ég að reykja kjöt,“ segir Helga Fjóla. „Árni heitinn reykti alltaf á jóla- föstunni og það var aðdragandi jólanna hjá mér. Á mínum bernskuárum voru ekki endalausar sjónvarpsstöðvar og annað slíkt. En þetta var eitt af því sem kveikti tilhlökkun jólanna. En þeg- ar ég kveikti fyrst upp hérna þá fékk ég Ásgeir Auðunsson, fyrr- verandi bónda á Minni-Völlum, til að aðstoða mig við að kveikja upp og þannig var í raun grunnur lagð- ur að minni hangikjötsverkun,“ segir Helga Fjóla sem segir að sér þyki orðið vænst um hversu ríkan sess hangikjötið eigi orðið hjá fjöl- skyldunni. „Ekki síst hjá fóst- urbörnum mínum sem ég sendi alltaf hangikjöt fyrir jólin.“ Þegar blaðamaður var í heim- sókn hafði verið hangikjötsveisla daginn áður. „Hér hefur skapast sú ánægjulega hefð með tilkomu Berglindar, tengdadóttur minnar, að það er alltaf smakkað fyrsta hangikjötið fyrsta sunnudag í að- ventu.“ Spurð að því hvernig til hefði tekist sagði hún af hógværð: „Það voru allir mjög sáttir.“ Það vildi svo til að það var til biti í ís- skápnum svo blaðamaður fékk sjálfur að prófa kjötið og á gæði þess er engu logið. Í Skarði er hangikjöt á borðum yfir jólin eins og á flestum heim- ilum. „Hér er alltaf soðið hangikjöt á Þorláksmessu og svo koma stór- fjölskyldan og vinir saman á jóla- dagskvöld og alltaf borðað kalt hangikjöt. Hér er nú eiginlega vaninn að það er til soðið hangi- kjöt öll jólin. Kannski ekki alltaf verið að borða það, en alltaf til.“ Gott hráefni er lykillinn HLUTI AF JÓLAUNDIRBÚNINGI VÍÐA Í SVEITUM LANDSINS FER FRAM Í REYKKOFANUM OG HANGIKJÖTSHEFÐIN HEF- UR FYLGT OKKUR FRÁ LANDNÁMI. SUNNUDAGSBLAÐIÐ HEIMSÓTTI REYKKOFA AÐ SKARÐI Í LANDSVEIT. Texti: Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Verkun jólahangikjöts í Skarði er stór þáttur í undirbúningi jólanna hjá Helgu Fjólu og til- hlökkunarefni ár hvert. Reykkofinn í Skarði er hlaðið torfhús. Eldfjalladrottningin Hekla í baksýn. Hangikjötshefðin hefur líklega komið til Íslands með landnáms- mönnum. Áður vantaði geymslu- aðferð og því var kjötið saltað og hengt upp í eldhúsinu þar sem það verkaðist í taðreyk af hlóðunum. Dr. Árni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur, segir að þess sé ekki getið í fyrstu heimildum hvað menn borðuðu almennt á jólum. Hann segir þó mjög algengt að menn hafi snætt kjötsúpu af ný- slátraðri á eða nýfæddum kálfi á aðfangadagskvöld en hangikjöt síð- ar yfir jólin. Sú hefð hafi haldist hjá efnameira fólki fram yfir seinni heimsstyrjöld. Hinir efnaminni hafi gjarnan snætt rjúpur á jólunum þó þær séu í dag orðnar munaðarvara. Hefðin kom hingað við landnám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.