Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 8

Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 4. febrúar, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Kristín Jónsdóttir Kristín Jónsdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Í gær var bent á það á þessumstað að samfylkingarmenn hefðu orðið af þeirri lífsreynslu á miðvikudagskvöld að hlýða á gjaldkera sinn Vil- hjálm Þorsteinsson útskýra niðurstöðu dóms í Icesave- málinu. Fundurinn var afboðaður vegna skyndilegs og óvænts húsnæð- isskorts í Reykjavík sl. miðvikudags- kvöld.    En samfylkingarmenn og aðrirlandsmenn þurfa ekki að ör- vænta því að Vilhjálmur gjaldkeri hefur þegar flutt erindi um málið. Það gerði hann skömmu áður en þjóðin gekk síðara sinni til at- kvæða um samninginn.    Í ræðu sinni sagði gjaldkerinn:„Eftir að hafa kynnt mér þetta mál rækilega er ég sannfærður um að það er betra að samþykkja fyr- irliggjandi samning en að hafna honum. Rökin fyrir því eru þrenns konar: siðferðileg, lagaleg og svo hrein nytjarök.“    Lagalegu rökin og nytjarökinhafa væntanlega látið í minni pokann, jafnvel í huga gjaldkerans en í það minnsta í huga flestra annarra. En hvað með siðferð- isrökin?    Siðferði Samfylkingarinnar erþekkt og hefur væntanlega ekki breyst við Icesave-dóminn.    Óskaplega er óheppilegt að ekk-ert húsnæði skyldi finnast þar sem gjaldkeri Samfylkingarinnar hefði getað útskýrt fyrir flokks- mönnum sínum og öðrum það sið- leysi að greiða ekki annarra manna skuldir möglunarlaust. Vilhjálmur Þorsteinsson Siðferðisrök gjaldkerans STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.1., kl. 18.00 Reykjavík -1 léttskýjað Bolungarvík -2 heiðskírt Akureyri -7 skýjað Kirkjubæjarkl. -1 skýjað Vestmannaeyjar 3 léttskýjað Nuuk -5 alskýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 skúrir Brussel 8 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 7 skúrir London 10 léttskýjað París 10 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 skúrir Vín 10 skýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 15 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 10 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -27 skafrenningur Montreal 2 skýjað New York 6 heiðskírt Chicago -8 snjókoma Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:08 17:16 ÍSAFJÖRÐUR 10:29 17:05 SIGLUFJÖRÐUR 10:12 16:47 DJÚPIVOGUR 9:41 16:42 Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð út kl. 16.13 í gær eftir að tilkynnt var um vélsleðaslys í Veiðivötnum til Neyðarlínunnar. Hinn slasaði var talinn hand- leggsbrotinn auk annarra áverka en var ekki í lífshættu, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæsl- unni. „Þar sem um langa vegaleið er fyrir björgunarsveitir að fara var ákveðið að kalla til þyrlu LHG og fór hún í loftið kl. 16.50,“ sagði einnig í tilkynningunni. Þyrlan lenti á staðnum um kl. 17.30 og var hinn slasaði fluttur á Landspítala til aðhlynningar. Þyrla kölluð til vegna vélsleðaslyss Gísli Pálsson, bóndi og bókaútgefandi á Hofi í Vatnsdal, lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi í fyrradag, 92 ára að aldri. Gísli var félagsmálamaður og vann að ýmsum fram- faramálum fyrir hér- aðið. Gísli fæddist 18. mars 1920 í Sauðanesi í Ásum í Austur- Húnavatnssýslu. For- eldrar hans voru Sess- elja Þórðardóttir hús- móðir og Páll Jónsson, bóndi í Sauðanesi. Gísli stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum og var í tíu ár bóndi í Sauðanesi. Hann hóf búskap á Hofi í Vatns- dal 1949 og hefur búið þar síðan. Hann hefur rekið Bókaútgáfuna á Hofi frá 1988 og gaf meðal annars út niðjatöl, bækur um húnvetnsk- ar laxveiðiár, hrossarækt og ís- lensk húsdýr. Hann var í hreppsnefnd Ás- hrepps í tuttugu ár, um tíma oddviti og var formaður byggingarnefndar Húnavallaskóla. Hann var í stjórn- um búnaðarfélaga, veiðifélaga, Sögu- félags Húnvetn- inga, Skógræktar- félags A-Hún. og sat á Búnaðarþingi. Hann tók þátt í undirbúningi að stofnun Hólalax og var þar í stjórn, formaður skólanefndar Bænda- skólans á Hólum og Hitaveitu Hjaltadals. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Vigdís Ágústsdóttir á Hofi. Þau eignuðust fjögur börn, Ingunni, Pál, Hjördísi og Jón. Andlát Gísli Pálsson á Hofi Á síðustu öld voru 36 Íslendingar skírðir nafninu Blær, þar af sex konur. Þetta segir Oddur Helgason ættfræðingur hjá ORG ætt- fræðiþjónustunni ehf. Af þessum sex konum eru tvær á lífi, auk Blævar Bjarkardóttur Rúnars- dóttur sem í gær vann mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hún fengi að bera nafnið. Dómurinn ógilti fyrri úrskurð mannanafna- nefndar. Oddur hefur tekið saman mikinn fróðleik um mannanöfn á Íslandi og segir mannanafnanefnd margoft hafa farið offari. Hún hafi t.d. fellt út nöfn sem eigi hér aldagamla hefð. „Það eru til dæmis gömul og góð nöfn úr Jökulfjörðunum. Nafnið kemur fyrst fram á 20. öld,“ segir Oddur. „Ég get ekki séð að nokkur hafi fengið þetta nafn fyrr en þá.“ 36 fengu nafnið Blær á 21. öld - þar af sex konur Mannanafnanefnd vísaði til laga um mannanöfn frá árinu 1996, ári áður en Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir fæddist, þegar úr- skurðað var að hún mætti ekki bera þetta nafn. Í lögunum seg- ir að stúlku skuli gefið kven- mannsnafn en dreng karl- mannsnafn. Í greinargerð með frumvarpinu er tekið dæmi um að óheimilt sé t.d. að gefa drengjum nafnið Ilmur og stúlkum nöfnin Sturla og Blær. Ríkislögmaður segir ákvörðun nefndarinnar einfaldlega hafa byggst á lögunum. Blær tekið sem dæmi MANNANAFNALÖG Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.