Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Vönduð gæðateppi á heimilið
og skrifstofuna
Dermicore® - einstakar lífrænar brokkolí serum-húðvörur
Bylting í vörn gegn öldrun húðarinnar!
Sulforaphane, sérvirka efnið úr brokkolí, kann að vera lykillinn
að heimsins áhrifaríkustu vörn gegn hrörnun húðfruma og
ótímabærri öldrun húðarinnar!
Virkjar eigin andoxunarframleiðslu húðfrumanna!
Dermicore inniheldur sulforaphane úr lífrænt rækt-
uðum brokkolí-spírum sem virkjar húðfrumurnar til
að auka framleiðslu eigin andoxunarefna - það er
ein áhrifamesta og langvirkasta leiðin til að verjast
ótímabærri öldrun húðarinnar og stuðla að
endurnýjun hennar.
Heiðar Jónsson snyrtir
„Brokkolí áhrifin virka eins og náttúruleg
fegrunaraðgerð á húðina“
Heiðar verður á staðnum og veitir
viðskiptavinum sérfræðiráðgjöf:
Laugardaginn 2. febrúar kl. 10-14
Mánudaginn 4. febrúar kl. 15-18
Kynningar-
tilboð
25% afsláttur
Dermicore® - brokkolí húðvörudagar
1.-9. febrúar í Heilsuveri og
Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22
www.brokkoli.is
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Veðurskeytastöð 815 á Stórhöfða í
Vestmannaeyjum verður lögð nið-
ur í vor og hinn 1. maí tekur sjálf-
virkur tæknibúnaður alfarið við.
Þetta er gert í hagræðingarskyni
en er einnig í takt við tímann því
veðurathugunarmönnum fer smátt
og smátt fækkandi – þótt starfs-
stéttin sé ekki alveg útdauð enn.
Yfir 250 sjálfvirkar veð-
urstöðvar fylgjast stöðugt með
veðrinu hér á landi en auk þess
safna rúmlega 90 mannaðar stöðv-
ar mismiklum upplýsingum, flestar
þeirra úrkomustöðvar sem senda
upplýsingu um úrkomu, snjódýpt
og snjóalög einu sinni á dag, að
morgni.
Mannaðar skeytastöðvar eru
innan við 30 og fækkar þeim um
eina með Stórhöfða í vor, en þaðan
hefur Pálmi Freyr Óskarsson veð-
urathugunarmaður sent átta
skeyti á dag, á þriggja tíma fresti
allan sólarhringinn. Pálmi er son-
ur Óskars Jakobs Sigurðssonar,
sem lengi sinnti veðurathugun á
Stórhöfða.
Mikil skuldbinding
„Við höfum verið að byggja upp
kerfi sjálfvirkra stöðva til þess að
taka yfir á undanförnum árum og
það kemur til með að halda áfram
að þróast í þá átt,“ segir Óðinn
Þórarinsson, framkvæmdastjóri at-
hugana- og tæknisviðs Veðurstofu
Íslands. „Við notum oft tækifærið
þegar menn komast á aldur, en
svo er það líka að það getur verið
erfitt að fá fólk til að binda sig yf-
ir þessu starfi því þótt það taki
kannski ekki langan tíma hverju
sinni er það mikil binding að þurfa
að senda 5-8 skeyti á sólarhring.“
Þegar veðurskeytastöðin í Stór-
höfða verður lögð niður 30. apríl
tekur við sjálfvirkur búnaður bæði
á höfðanum sjálfum en einnig er
sjálfvirk stöð í Vestmannaeyjabæ
auk þess sem veðurathuganir eru
gerðar á Vestmannaeyjaflugvelli.
Skeytastöðin á Stórhöfða er því
m.a. lögð niður á grundvelli hag-
ræðingar.
Samskonar þróun hefur verið
annars staðar á Norðurlöndum síð-
ustu ár þar sem fáar sem engar
mannaðar veðurstöðvar eru eftir.
Mönnuð stöð á
Stórhöfða aflögð
Morgunblaðið/Sigurgeir
Stórhöfði Óskar Jakob Sigurðsson
var lengi veðurathugunarmaður.
Sjálfvirk veður-
athugun verður
frá 1. maí í vor