Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 16

Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Jónína Sif jse4@hi.is Um tíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að samþykkja ekki nýtt stjórn- arfrumvarp til náttúruverndarlaga óbreytt. Að undirskriftasöfnuninni stendur hópur áhugamanna um ferðafrelsi sem telur að frumvarpið muni takmarka frelsi almennings til að ferðast um hálendi Íslands. „Þetta heftir okkur Íslendinga sem viljum ferðast með okkar tjald og okkar fjölskyldu og blanda sama þessum hefðbundna ferðamáta að keyra á einhvern stað, ganga styttri vegalengdir og tjalda úti í náttúrunni,“ segir Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur og einn aðstandenda undirskriftasöfn- unarinnar. „Það eru í raun þeir ein- ir sem geta borið allt sitt á bakinu sem mega tjalda utan alfaraleiðar,“ segir Elín en hópurinn lagði í gær áherslu á málflutning sinn með því að tjalda í miðborg Reykjavíkur. Samkvæmt frumvarpinu á að skrá alla þá slóða sem leyfilegt er að aka á hálendinu í kortagrunn. Elín telur þetta ekki minnka ut- anvegaakstur og bendir á að slík skráning sé afar flókin og kostn- aðarsöm í framkvæmd. Merkja þurfi hvern einasta slóða, hvort sem leyfilegt sé að aka hann eða ekki, til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu teknir fyrir ut- anvegaakstur þegar þeir fylgi slóð- um sem þeir hafi ef til vill fylgt margoft áður. Þá bendir Elín jafnframt á að ekki hafi verið rannsakað hversu mikið af skemmdum af völdum ut- anvegaaksturs sé til komið vegna nauðsynlegra aðgerða í tengslum við björgunarstörf, smölun, viðhald á rafmagnslínum o.þ.h. miðað við skemmdir eftir ferðamenn. Takmarkar ferðalög Þá taki frumvarpið almannarétt úr samhengi þar sem réttur fólks til að njóta kyrrðar og næðis án truflunar af mannvirkjum eða um- ferð vélknúinna farartækja sé sett- ur hærra en umferðarréttur og réttur almennings til að njóta þeirra gæða sem landið býður upp á. Elín segir að með þessu sé þrengt að möguleikum þeirra, sem vilja ferðast á vélknúnum ökutækj- um um hálendið auk þess sem regl- ur um tjöld og ferðavagna séu hert- ar. Gangi frumvarpið fram verði nánast eingöngu leyfilegt að nota tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi á skipulögðum tjaldsvæðum og ein- ungis megi tjalda til einnar nætur sé ekki um skipulagt tjaldsvæði að ræða. Þá verði réttur landeigenda til að loka landi sínu fyrir allri um- ferð rýmkaður, auk þess sem frum- varpið heimili reglugerðabreytingar sem geti takmarkað ferðafrelsið enn frekar. Verið að takmarka frelsi til að ferðast Morgunblaðið/Kristinn Útilega Óvenjuleg sjón blasti við í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar slegið var upp tjöldum, róið á Tjörninni og rennt þar fyrir torfundinn fisk. Aðstandendur heimasíðunnar ferdafrelsi.is tjölduðu í miðbæ Reykjavíkur, réru kajökum og veiddu í Tjörninni. Markmiðið var að vekja athygli á tak- mörkunum á ferðafrelsi almennings sem talið er að hljótist af nýju stjórnarfrumvarpi um náttúruvernd. Þeir sem eru á móti frumvarpinu segja að það takmarki aðgengi almennings að hálendinu, sérstaklega þeirra sem geta ekki gengið langar leiðir með búnað sinn. Útilega í miðbænum MÓTMÆLI Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Stjórn félagsins Nemendur og trú hyggst leggja fram kæru um helgina til umboðsmanns Alþingis þess efnis að reglur Reykjavíkurborgar um samskipti trú- og lífsskoðunarfélaga við leik- og grunnskóla og frístunda- heimili borgarinnar standist hvorki lög né sáttmála. Stjórn félagsins Nemendur og trú bað menntamálaráðuneytið um um- sögn um hvort reglurnar stæðust grunnskólalög. „Við fengum þau svör frá menntamálaráðuneytinu að það væri ekki að hlutast til um ákvarðanir sveitarfélaga,“ segir Dögg Harðar- dóttir, formaður stjórnar Nemenda og trúar. Þess var farið á leit við innanrík- isráðuneytið að skoða hvort reglurnar stæðust mannréttindi; almenn rétt- indi foreldra og barna. „Þar var gefið upp að svarið gæti tafist vegna anna. Við höfum ekkert heyrt síðan í byrjun nóvember,“ segir Dögg. Í kjölfar svara frá menntamála- ráðuneytinu sendi stjórn félagsins Nemenda og trúar efnislegar athuga- semdir við reglurnar til skóla og frí- stundasviðs. „Síðar hvöttum við það til að afnema reglurnar,“ segir Dögg enn fremur. Verður ekki skilið að „Það er verið að taka trúarmenn- inguna og gera að jaðarmenningu. Það er bara yfirgangur,“ segir Björn Erlingsson, sóknarnefndarmaður í Grafarvogskirkju. Björn segir að guð- rækni milli kirkju, skóla og heimila sé menningarstarf; barnamenning. „Pólistísk rétthugsun í hvað telst vera viðurkennd barnamenning eða ekki í skilningi reglnanna er hæpin. Börnin eiga rétt á að samfélagið styðji þau í að rækta þá menningu sem þau eru sprottin úr, þar með talið trúna. Þetta verður ekki skilið að,“ segir Björn. Kæra vegna sam- skipta við trúfélög  Samskipti trú- og lífsskoðunarfélaga við leik- og grunn- skóla og frístundaheimili borgarinnar standast ekki lög Greinargerð » Stjórn Nemenda og trúar segja reglurnar brjóta gegn foreldrarétti og vera óviðeig- andi, óréttmæta og ólöglega íhlutun í menningar- og trúarlíf barna í þeirra eigin skóla og frístundaumhverfi. » Að auki er bent á að Reykja- víkurborg bregðist skyldum sínum við að stuðla að þroska barna í trúar- og menningar- legum efnum í samræmi við trúarsiði samfélagsins.Kæra Samtökin starfa óháð stjórn- málaflokkum og trúfélögum. Almenn ánægja var með samstarf kirkju og skóla á aðventunni 2012. Þetta sýnir könnun Biskupsstofu sem lögð var fyrir 93 sóknarpresta. Könnunin var lögð fyrir á öllu land- inu og 65 sóknarprestar tóku þátt í henni. Samkvæmt könnuninni er al- gengara að leikskólar heltist úr lest- inni. Enginn munur var á milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum ánægð með niðurstöð- una. Þetta byggist á gagnkvæmum skilningi á samstarfi milli kirkju og skóla,“ segir Árni Svanur Daní- elsson, fjölmiðlafulltrúi Bisk- upsstofu. Hann segir að þátttaka skóla í kirkjustarfi hvíli í mörgum tilvikum á langri hefð. Samkvæmt reglum Reykjavík- urborgar um samskipti skóla og frí- stundaheimila við trú- og lífsskoð- anafélög skulu heimsóknir í kirkju á skólatíma vera undir handleiðslu kennara og sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir. Á fjórum stöðum er ekkert sam- starf milli kirkju og skóla á aðventu og vekur athygli að þar af eru þrjú prestaköll í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Flestir prestar segja að samstarfið við kirkju og skóla sé óbreytt en margir nefna að einn og einn skóli eða leikskóli hafi helst úr lestinni. „Ástæðan fyrir því að við lögðum þessa könnun fyrir er sú að við vild- um kanna hvernig þessum sam- skiptum er háttað,“ segir Elín El- ísabet Jóhannsdóttir, fræðslufulltrú á þjónustusviði Biskupsstofu. Elín tekur í sama streng og Árni um almenna ánægju presta með samskiptin við skólann. Hún telur presta vilja koma til móts við skólana. „Menn eru að fikra sig áfram í þessu samstarfi um hvernig það eigi að vera í okkar nú- tíma- fjölmenningarsamfélagi.“ Í könnuninni gátu prestar komið skoðunum sínum á framfæri í einum lið. Í tveimur tilvikum hafa prestar upplifað að skólastjórar séu óörygg- ir eða tvístígandi þegar kemur að samstarfi kirkju og skóla. „Það kom mér á óvart hversu fáir það voru,“ segir Elín. „Ég tel að samtal hafi orðið á milli skóla og kirkjunnar og það er mik- ilvægt,“ segir Elín. Ánægja með samstarf Morgunblaðið/Eggert Könnun Færri leikskólar tóku þátt í kirkjustarfi á aðventunni 2012.  Könnun lögð fyrir sóknarpresta af Biskupsstofu  Tjölduðu í miðbænum í mótmælaskyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.