Morgunblaðið - 01.02.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.02.2013, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 32. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Einkennilegt hljóð raskaði … 2. Fær að heita Blær 3. „Ég man þó öll partíin“ 4. Hjúkrunarfræðingum settir … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  David Gordon Green, leikstjóri Prince Avalanche, bandarískrar end- urgerðar kvikmyndarinnar Á annan veg, segist í viðtali á vefnum Indie- Wire vilja gera þrjár kvikmyndir til viðbótar, byggðar á þeirri íslensku. Blaðamaður spyr hvort honum sé al- vara og segir hann svo vera. Green segist hafa áhuga á því að gera hasarútgáfu af myndinni í Ástralíu, Bollywood-söngvamynd og tyrk- neskur aðstoðarleikstjóri Prince Avalanche hafi áhuga á því að end- urgera myndina í heimalandi sínu. Davíð Óskar Ólafsson, einn fram- leiðenda Á annan veg, kannast við þessar hugmyndir Greens. Hann seg- ir Green hafa rætt þetta í Texas í fyrra þegar hann og fleiri sem komu að gerð Á annan veg hittu leikstjór- ann við tökur á Prince Avalanche. Prince Avalanche verður sýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín, 7.-17. febr- úar næstkomandi. Þrjár endurgerðir Á annan veg í viðbót?  Bardagakappinn Gunnar Nelson mun keppa við Brasilíumanninn Jorge Santiago í blönduðum bar- daglistum (MMA) laugardaginn 16. febrúar í Lundúnum og verður bar- daginn m.a. sýndur í beinni útsend- ingu í Smárabíói. Santiago mun vera erfiðasti and- stæðingur Gunnars til þessa og má því búast við æsispenn- andi bardaga. Frekari upplýs- ingar má finna á vef Senu. Bardagi Gunnars sýndur í Smárabíói SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en suð- austan 5-10 m/s SV-til og stöku skúrir eða él. Bætir í vind í kvöld. Frost 0 til 10 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. VEÐUR „Ég sagði við mömmu þegar ég var fjögurra ára að ég ætlaði að verða atvinnu- maður í fótbolta og hef allt- af stefnt á þetta. Nú hefur það gengið eftir og þá er það mitt að sýna mig og sanna hjá félaginu,“ sagði knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson. Rúnar hefur verið lánaður frá Val til Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni út þetta tímabil. »1 Sagði mömmu þetta fjögurra ára „Það var sláandi fyrir okkur þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kom inn í klefa rúmum klukkutíma fyrir leik með lepp fyrir öðru auganu og sagðist ekki verða með eftir að hafa fengið högg á augað á æfingu í gær- kvöldi. Fréttirnar þjöppuðu okkur vel saman, við vorum staðráðnar í að leggja okkur allar fram í vörninni þótt Önnu væri sárt saknað,“ sagði Dagný Skúladóttir, hornamaður Vals, eftir að liðið vann Fram, 27:22, í uppgjöri efstu liða úrvalsdeildar kvenna í hand- knattleik í gær. »3 Meiðsli Önnu þjöppuðu Valsliðinu saman Gífurleg spenna var í uppgjöri fjög- urra efstu liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Grindvíkingar eru einir á toppnum eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 89:87, og Snæfell gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði þar Stjörnuna að velli, 89:88. Þór og Snæfell eru því jöfn í öðru til þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Grindvíkingum. »2-3 Gífurleg spenna í Grindavík og Garðabæ ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Við kaupum þetta hús gagngert til þess að laga það, varðveita það sem menningarminjar og opna það al- menningi,“ segir Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, stjórnarformaður Hann- esarholts, sjálfseignarstofnunar í húsi Hannesar Hafstein, ráðherra Ís- lands, á Grundarstíg 10. „Þetta er ekki safn um Hannes Hafstein. Hinsvegar er hann tilefnið og þegar maður fer að skoða það sem hann skildi eftir sig fyrir okkur er þar ýmislegt sem á ennþá erindi til okkar og er gott að heyra. Við viljum sækja í söguna, endurvinna það og nýta í nútímanum á þann hátt sem vantar.“ Aðstaða til söguskráningar Eitt af því sem Ragnheiður segir að læra megi af sögunni er að við þurfum ekki alltaf að vera í keppni, það þurfi ekki alltaf að vera sigurveg- ari, sökudólgur og tapari. Hún nefnir átökin milli Valtýinga og heima- stjórnarmanna árið 1904. „Fólk segir stundum að það vanti umræðuhefð á Íslandi,“ segir hún og vísar til þjóðfélagsins í dag. „Mér finnst farið illa með orðið gagnrýni. Mér finnst það í raun þýða niðurrif. Mér finnst það ekki notað til að rýna til gagns. Við viljum ýta undir að fólk geti lært að tala saman hérna á þann hátt að við ræktum okkur. Þetta er svona grasrótarmenning- arhús,“ segir Ragnheiður sem ásamt eiginmanni sínum Arnóri Víkingssyni og börnum keypti húsið. Eitt herbergið verður tileinkað hversdagssögunni. Þar mun fólk geta komið og unnið við að skrásetja söguna sem það man og vill deila. „Við viljum að þetta verði einskonar brú milli almennings og fræða,“ segir Ragnheiður. Háaloftið í húsinu verður tileinkað börnum en þar hyggst Ragnheið- ur, sem er doktor í menntunar- fræðum, tengja börn við söguna í gegnum leik. Í húsinu verður hægt að halda fundi, minni ráðstefnur, málþing og aðrar uppbyggjandi samkomur. Í viðbyggingu við húsið er nýr glæsilegur salur sem sérstaklega er hannaður fyrir tónlistarflutning. Fyrsti opni viðburðurinn verður 9. febrúar á Vetrarhátíð Reykjavíkur þar sem þemað er „Myrkur“ Úlfhild- ar Dagsdóttur og tónlistarflutningur finnska Vetrarbandalagsins sem henta mun tilefninu. Daginn áður verður húsið hinsvegar formlega tekið í notkun þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur fjallar um Hannes. Á vefsíðunni hannesarholt.is má kynna sér betur starfið og hugsunina á bak við stofnun menn- ingarseturins Hannesarholts. Brú milli almennings og fræða  Hús Hannesar Hafstein opnað fyrir almenningi Morgunblaðið/Kristinn Hannesarholt Arnór Víkingsson og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir fyrir utan hús Hannesar, Grundarstíg 10. Hannes Hafstein fæddist 1861 og lést 1922, 61 árs að aldri. Hann útskrifaðist með próf í lögum frá Kaupmannahöfn 1886. Var síðar sýslumaður, meðal annars á Ísa- firði. Hannes var frá 1. febrúar 1904 skipaður ráðherra Íslands- mála, fyrstur Íslendinga og gegndi því til 1909 fyrir Heima- stjórnarflokkinn en aftur frá 1912 til 1914 fyrir Sambandsflokkinn. Embætti Íslandsráðherra færði Hannesi meiri völd en nokkur Íslend- ingur hafði haft öldum saman. Sem ráðherra hélt hann uppi málstað Íslands gagnvart Danmörku en var háðari vilja Al- þingis en danski Íslandsráðherr- ann hafði verið. Hannes var virt skáld og eftir hann liggur gríð- arlegur fjöldi ljóða, en hans er að auki minnst fyrir glæsimennsku, bæði í framkomu og ásýnd. Hannes flutti inn í Grundarstíg 10 árið 1915 og bjó þar ásamt börnum sínum, móður og tengdamóður til æviloka. Í dag eru 109 ár síðan Hannes varð ráðherra. Ljóðskáldið og glæsimennið HANNES HAFSTEIN, RÁÐHERRA ÍSLANDS Hannes Hafstein Á laugardag Sunnan 13-18 m/s með slyddu og síðar rigningu, en úrkomulítið NA-til á landinu. Vestlægari síðdegis með skúrum og síðar éljum á vestanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig, en kólnar aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.